Flúði á tveimur jafnfljótum eftir rán í Fætur toga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2023 12:46 Fjóla Signý Hannesdóttir, eigandi verslunarinnar, með steininn í hendi sem nýttur var til innbrotsins í nótt. Vísir/Vilhelm Innbrotsþjófur braut rúðu í verslun Fætur toga á Höfðabakka í Reykjavík í nótt, og hafði með sér á brott peninga úr kassanum. Verslunareigandi segir málið hið leiðinlegasta enda um að ræða lítið fjölskyldufyrirtæki. Búðin er opin í dag eins og ekkert hafi í skorist. „Hér er bara allt á haus út af þessum leiðindum,“ segir Fjóla Signý Hannesdóttir, eigandi verslunarinnar, í samtali við Vísi. Þjófurinn mætti á hjóli og notaði stóran stein til að brjóta rúðu og kom sér þannig inn í búðina. Eins og Vísir greindi frá tók Fjóla við rekstri búðarinnar í mars. Verslunin sérhæfir sig í sölu hlaupaskóa og gönguinnleggjum. Þjófurinn hafði þó lítinn áhuga á að taka með sér skó en tók með sér allt reiðufé úr kassanum. „Hann tók engar vörur en þetta er samt tjón, það er búið að brjóta rúðu og ljóst að þetta var vel skipulagt hjá honum, af því að þetta er vel vaktað svæði. Við sjáum það í myndavélum að hann mætti fyrst tíu mínútum áður og fer svo aftur. Það er mikil umferð hérna og hann fylgist vel með og kemur svo aftur.“ Ekki gaman að taka á móti viðskiptavinum með brotna rúðu Innbrotsþjófurinn var einungis eina mínútu inn í versluninni áður en hann lét sig hverfa. Fjóla segir málið nú inni á borði lögreglunnar. Myndavélakerfi verslunarinnar hafi tekið allt saman upp og vonar Fjóla að það muni einfalda lögreglunni að hafa uppi á þjófinum. „En þetta er alveg ömurlegt og setur auðvitað ákveðið strik í þetta hjá okkur að þetta eru risa söludagar og stærsti netsöludagurinn er í dag. Það hefur ekki verið gaman að taka á móti viðskiptavinum hér í morgun með brotna rúðu.“ Rúðubrotið er ekki fagurt að sjá en verslunin er opin í dag líkt og ekkert hafi í skorist. Vísir/Vilhelm Fjóla fékk hringingu í nótt þar sem hún var látin vita af innbrotinu og mætti hún eldsnemma í morgun í búðina. „Þannig að dagurinn hefur svolítið bara snúist um þetta og ég er mjög feginn að það hafi ekki verið starfsmaður sem þurfti að mæta og sjá þetta svona.“ Fjóla tekur fram að verslunin sé opin í dag, enda stærsta tilboðshelgi ársins enn í gangi og í dag svokallaður Cyber Monday. Mikil sala verslunarinnar fari auk þess fram á netinu og með rafrænni greiðslugátt. „Þannig að við notum lítið reiðufé í dag en þetta er mjög óþægilegt en þetta verður stór dagur í dag og gengur vonandi bara vel hjá okkur. Við sópuðum bara upp glerbrotunum og höfum útskýrt þetta fyrir fólki og auðvitað er þetta leiðinlegt, en við höldum bara okkar striki í dag.“ Fjóla bendir á að mikil umferð sé allajafna við verslunina á Höfðabakka. Þjófurinn hafi undirbúið sig vel. Vísir/Vilhelm Verslun Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
„Hér er bara allt á haus út af þessum leiðindum,“ segir Fjóla Signý Hannesdóttir, eigandi verslunarinnar, í samtali við Vísi. Þjófurinn mætti á hjóli og notaði stóran stein til að brjóta rúðu og kom sér þannig inn í búðina. Eins og Vísir greindi frá tók Fjóla við rekstri búðarinnar í mars. Verslunin sérhæfir sig í sölu hlaupaskóa og gönguinnleggjum. Þjófurinn hafði þó lítinn áhuga á að taka með sér skó en tók með sér allt reiðufé úr kassanum. „Hann tók engar vörur en þetta er samt tjón, það er búið að brjóta rúðu og ljóst að þetta var vel skipulagt hjá honum, af því að þetta er vel vaktað svæði. Við sjáum það í myndavélum að hann mætti fyrst tíu mínútum áður og fer svo aftur. Það er mikil umferð hérna og hann fylgist vel með og kemur svo aftur.“ Ekki gaman að taka á móti viðskiptavinum með brotna rúðu Innbrotsþjófurinn var einungis eina mínútu inn í versluninni áður en hann lét sig hverfa. Fjóla segir málið nú inni á borði lögreglunnar. Myndavélakerfi verslunarinnar hafi tekið allt saman upp og vonar Fjóla að það muni einfalda lögreglunni að hafa uppi á þjófinum. „En þetta er alveg ömurlegt og setur auðvitað ákveðið strik í þetta hjá okkur að þetta eru risa söludagar og stærsti netsöludagurinn er í dag. Það hefur ekki verið gaman að taka á móti viðskiptavinum hér í morgun með brotna rúðu.“ Rúðubrotið er ekki fagurt að sjá en verslunin er opin í dag líkt og ekkert hafi í skorist. Vísir/Vilhelm Fjóla fékk hringingu í nótt þar sem hún var látin vita af innbrotinu og mætti hún eldsnemma í morgun í búðina. „Þannig að dagurinn hefur svolítið bara snúist um þetta og ég er mjög feginn að það hafi ekki verið starfsmaður sem þurfti að mæta og sjá þetta svona.“ Fjóla tekur fram að verslunin sé opin í dag, enda stærsta tilboðshelgi ársins enn í gangi og í dag svokallaður Cyber Monday. Mikil sala verslunarinnar fari auk þess fram á netinu og með rafrænni greiðslugátt. „Þannig að við notum lítið reiðufé í dag en þetta er mjög óþægilegt en þetta verður stór dagur í dag og gengur vonandi bara vel hjá okkur. Við sópuðum bara upp glerbrotunum og höfum útskýrt þetta fyrir fólki og auðvitað er þetta leiðinlegt, en við höldum bara okkar striki í dag.“ Fjóla bendir á að mikil umferð sé allajafna við verslunina á Höfðabakka. Þjófurinn hafi undirbúið sig vel. Vísir/Vilhelm
Verslun Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira