Vill Ísland útrýma kynbundnu ofbeldi og afnema alla mismunun gegn konum? Tatjana Latinovic skrifar 29. nóvember 2023 09:00 Viljum við það? Ef svo er, þá þurfa íslensk stjórnvöld að sýna vilja í verki og lögfesta og innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum, kvennasáttmálann svokallaða (CEDAW). Kvennasáttmálinn var undirritaður af íslenskum stjórnvöldum árið 1980. Sáttmálinn var svo staðfestur fimm árum síðar eftir mikinn þrýsting frá kvennahreyfingunni. Í dag, 43 árum eftir undirritun, hefur kvennasáttmálinn þó ekki enn verið innleiddur á Íslandi. Kvenréttindafélag Íslands hefur alla tíð lagt þunga áherslu á mikilvægi þess að innleiða kvennasáttmálann, núna síðast í áskorun sem aðalfundur félagsins sendi frá sér í vor. Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna var sett á laggirnar til að fylgja framkvæmd kvennasáttmálans eftir í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Aðildarríkin skila skýrslu um framkvæmd sáttmálans og svo eru fulltrúar þeirra kallaðir fyrir nefndina til að gera munnlega grein fyrir framkvæmd og innleiðingu sáttmálans. Þá gefst fulltrúum grasrótarinnar færi á að skila svokallaðri skuggaskýrslu til nefndarinnar og hefur Kvenréttindafélag Íslands gegnt lykilhlutverki í gerð slíkra skýrslna í gegnum árin. Athugasemdir Sameinuðu þjóðanna til íslenskra stjórnvalda - útrýma þarf kynbundnu ofbeldi Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér lokaathugasemdir við níundu reglubundnu skýrslu Íslands í maí á þessu ári. Þó svo að nefndin lýsi ánægju með margt um stöðu jafnréttismála á Íslandi, þá bendir hún líka á atriði sem valda sannarlega áhyggjum og standa í vegi fyrir að raunverulegt jafnrétti náist hér á landi. Nefndin leggur til að íslensk stjórnvöld taki skýr skref í að útrýma kynbundnum launamun og kynskiptum vinnumarkaði, fari í átak til að útrýma kynbundnu ofbeldi og útrýma fordómum gegn fólki með fötlun, hinsegin fólki, fólki af erlendum uppruna og öðrum jaðarhópum. Grundvallarathugasemd nefndarinnar er sú að íslensk stjórnvöld virðast ekki ætla sér að lögfesta samninginn. Segir nefndin að “vanræksla aðildarríkisins að lögfesta samninginn kunni að hafa skaðleg áhrif hvað varðar að konur og stúlkur fái notið til fulls réttinda sinna samkvæmt samningnum.” Það þarf pólitískan vilja til að setja kvenréttindi á dagskrá. Það þarf pólitískan vilja til að setja aðgerðir til að uppræta kynbundið ofbeldi í forgang, pólitískan vilja til að fjármagna að fullu úrræði til að uppræta kynbundið ofbeldi. Kvenréttindafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld að sýna þennan vilja í verki með því að lögfesta og innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum, tafarlaust! Hundrað þúsund konur og kvár mættu á útifund við Arnarhól á Kvennaverkfallsdegi 24. október síðastliðinn og lásu upp yfirlýsingu með 19 kröfum til stjórnvalda og samfélagsins alls. Ef stjórnvöld vinna af festu til að verða að þessum kröfum mun næsta skýrsla þjóðarinnar til Kvennanefndar sameinuðu þjóðanna líta mun betur út. Við í Kvenréttindafélagi Íslands krefjumst þess að stjórnvöld geri kröfur kvennaverkfallsins um útrýmingu kynbundins og kynferðislegs ofbeldis að forgangsmáli og bendum á að alþjóð fylgist með. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Tatjana Latinovic Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Viljum við það? Ef svo er, þá þurfa íslensk stjórnvöld að sýna vilja í verki og lögfesta og innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum, kvennasáttmálann svokallaða (CEDAW). Kvennasáttmálinn var undirritaður af íslenskum stjórnvöldum árið 1980. Sáttmálinn var svo staðfestur fimm árum síðar eftir mikinn þrýsting frá kvennahreyfingunni. Í dag, 43 árum eftir undirritun, hefur kvennasáttmálinn þó ekki enn verið innleiddur á Íslandi. Kvenréttindafélag Íslands hefur alla tíð lagt þunga áherslu á mikilvægi þess að innleiða kvennasáttmálann, núna síðast í áskorun sem aðalfundur félagsins sendi frá sér í vor. Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna var sett á laggirnar til að fylgja framkvæmd kvennasáttmálans eftir í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Aðildarríkin skila skýrslu um framkvæmd sáttmálans og svo eru fulltrúar þeirra kallaðir fyrir nefndina til að gera munnlega grein fyrir framkvæmd og innleiðingu sáttmálans. Þá gefst fulltrúum grasrótarinnar færi á að skila svokallaðri skuggaskýrslu til nefndarinnar og hefur Kvenréttindafélag Íslands gegnt lykilhlutverki í gerð slíkra skýrslna í gegnum árin. Athugasemdir Sameinuðu þjóðanna til íslenskra stjórnvalda - útrýma þarf kynbundnu ofbeldi Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér lokaathugasemdir við níundu reglubundnu skýrslu Íslands í maí á þessu ári. Þó svo að nefndin lýsi ánægju með margt um stöðu jafnréttismála á Íslandi, þá bendir hún líka á atriði sem valda sannarlega áhyggjum og standa í vegi fyrir að raunverulegt jafnrétti náist hér á landi. Nefndin leggur til að íslensk stjórnvöld taki skýr skref í að útrýma kynbundnum launamun og kynskiptum vinnumarkaði, fari í átak til að útrýma kynbundnu ofbeldi og útrýma fordómum gegn fólki með fötlun, hinsegin fólki, fólki af erlendum uppruna og öðrum jaðarhópum. Grundvallarathugasemd nefndarinnar er sú að íslensk stjórnvöld virðast ekki ætla sér að lögfesta samninginn. Segir nefndin að “vanræksla aðildarríkisins að lögfesta samninginn kunni að hafa skaðleg áhrif hvað varðar að konur og stúlkur fái notið til fulls réttinda sinna samkvæmt samningnum.” Það þarf pólitískan vilja til að setja kvenréttindi á dagskrá. Það þarf pólitískan vilja til að setja aðgerðir til að uppræta kynbundið ofbeldi í forgang, pólitískan vilja til að fjármagna að fullu úrræði til að uppræta kynbundið ofbeldi. Kvenréttindafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld að sýna þennan vilja í verki með því að lögfesta og innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum, tafarlaust! Hundrað þúsund konur og kvár mættu á útifund við Arnarhól á Kvennaverkfallsdegi 24. október síðastliðinn og lásu upp yfirlýsingu með 19 kröfum til stjórnvalda og samfélagsins alls. Ef stjórnvöld vinna af festu til að verða að þessum kröfum mun næsta skýrsla þjóðarinnar til Kvennanefndar sameinuðu þjóðanna líta mun betur út. Við í Kvenréttindafélagi Íslands krefjumst þess að stjórnvöld geri kröfur kvennaverkfallsins um útrýmingu kynbundins og kynferðislegs ofbeldis að forgangsmáli og bendum á að alþjóð fylgist með. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun