Vill Ísland útrýma kynbundnu ofbeldi og afnema alla mismunun gegn konum? Tatjana Latinovic skrifar 29. nóvember 2023 09:00 Viljum við það? Ef svo er, þá þurfa íslensk stjórnvöld að sýna vilja í verki og lögfesta og innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum, kvennasáttmálann svokallaða (CEDAW). Kvennasáttmálinn var undirritaður af íslenskum stjórnvöldum árið 1980. Sáttmálinn var svo staðfestur fimm árum síðar eftir mikinn þrýsting frá kvennahreyfingunni. Í dag, 43 árum eftir undirritun, hefur kvennasáttmálinn þó ekki enn verið innleiddur á Íslandi. Kvenréttindafélag Íslands hefur alla tíð lagt þunga áherslu á mikilvægi þess að innleiða kvennasáttmálann, núna síðast í áskorun sem aðalfundur félagsins sendi frá sér í vor. Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna var sett á laggirnar til að fylgja framkvæmd kvennasáttmálans eftir í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Aðildarríkin skila skýrslu um framkvæmd sáttmálans og svo eru fulltrúar þeirra kallaðir fyrir nefndina til að gera munnlega grein fyrir framkvæmd og innleiðingu sáttmálans. Þá gefst fulltrúum grasrótarinnar færi á að skila svokallaðri skuggaskýrslu til nefndarinnar og hefur Kvenréttindafélag Íslands gegnt lykilhlutverki í gerð slíkra skýrslna í gegnum árin. Athugasemdir Sameinuðu þjóðanna til íslenskra stjórnvalda - útrýma þarf kynbundnu ofbeldi Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér lokaathugasemdir við níundu reglubundnu skýrslu Íslands í maí á þessu ári. Þó svo að nefndin lýsi ánægju með margt um stöðu jafnréttismála á Íslandi, þá bendir hún líka á atriði sem valda sannarlega áhyggjum og standa í vegi fyrir að raunverulegt jafnrétti náist hér á landi. Nefndin leggur til að íslensk stjórnvöld taki skýr skref í að útrýma kynbundnum launamun og kynskiptum vinnumarkaði, fari í átak til að útrýma kynbundnu ofbeldi og útrýma fordómum gegn fólki með fötlun, hinsegin fólki, fólki af erlendum uppruna og öðrum jaðarhópum. Grundvallarathugasemd nefndarinnar er sú að íslensk stjórnvöld virðast ekki ætla sér að lögfesta samninginn. Segir nefndin að “vanræksla aðildarríkisins að lögfesta samninginn kunni að hafa skaðleg áhrif hvað varðar að konur og stúlkur fái notið til fulls réttinda sinna samkvæmt samningnum.” Það þarf pólitískan vilja til að setja kvenréttindi á dagskrá. Það þarf pólitískan vilja til að setja aðgerðir til að uppræta kynbundið ofbeldi í forgang, pólitískan vilja til að fjármagna að fullu úrræði til að uppræta kynbundið ofbeldi. Kvenréttindafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld að sýna þennan vilja í verki með því að lögfesta og innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum, tafarlaust! Hundrað þúsund konur og kvár mættu á útifund við Arnarhól á Kvennaverkfallsdegi 24. október síðastliðinn og lásu upp yfirlýsingu með 19 kröfum til stjórnvalda og samfélagsins alls. Ef stjórnvöld vinna af festu til að verða að þessum kröfum mun næsta skýrsla þjóðarinnar til Kvennanefndar sameinuðu þjóðanna líta mun betur út. Við í Kvenréttindafélagi Íslands krefjumst þess að stjórnvöld geri kröfur kvennaverkfallsins um útrýmingu kynbundins og kynferðislegs ofbeldis að forgangsmáli og bendum á að alþjóð fylgist með. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Tatjana Latinovic Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Viljum við það? Ef svo er, þá þurfa íslensk stjórnvöld að sýna vilja í verki og lögfesta og innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum, kvennasáttmálann svokallaða (CEDAW). Kvennasáttmálinn var undirritaður af íslenskum stjórnvöldum árið 1980. Sáttmálinn var svo staðfestur fimm árum síðar eftir mikinn þrýsting frá kvennahreyfingunni. Í dag, 43 árum eftir undirritun, hefur kvennasáttmálinn þó ekki enn verið innleiddur á Íslandi. Kvenréttindafélag Íslands hefur alla tíð lagt þunga áherslu á mikilvægi þess að innleiða kvennasáttmálann, núna síðast í áskorun sem aðalfundur félagsins sendi frá sér í vor. Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna var sett á laggirnar til að fylgja framkvæmd kvennasáttmálans eftir í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Aðildarríkin skila skýrslu um framkvæmd sáttmálans og svo eru fulltrúar þeirra kallaðir fyrir nefndina til að gera munnlega grein fyrir framkvæmd og innleiðingu sáttmálans. Þá gefst fulltrúum grasrótarinnar færi á að skila svokallaðri skuggaskýrslu til nefndarinnar og hefur Kvenréttindafélag Íslands gegnt lykilhlutverki í gerð slíkra skýrslna í gegnum árin. Athugasemdir Sameinuðu þjóðanna til íslenskra stjórnvalda - útrýma þarf kynbundnu ofbeldi Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér lokaathugasemdir við níundu reglubundnu skýrslu Íslands í maí á þessu ári. Þó svo að nefndin lýsi ánægju með margt um stöðu jafnréttismála á Íslandi, þá bendir hún líka á atriði sem valda sannarlega áhyggjum og standa í vegi fyrir að raunverulegt jafnrétti náist hér á landi. Nefndin leggur til að íslensk stjórnvöld taki skýr skref í að útrýma kynbundnum launamun og kynskiptum vinnumarkaði, fari í átak til að útrýma kynbundnu ofbeldi og útrýma fordómum gegn fólki með fötlun, hinsegin fólki, fólki af erlendum uppruna og öðrum jaðarhópum. Grundvallarathugasemd nefndarinnar er sú að íslensk stjórnvöld virðast ekki ætla sér að lögfesta samninginn. Segir nefndin að “vanræksla aðildarríkisins að lögfesta samninginn kunni að hafa skaðleg áhrif hvað varðar að konur og stúlkur fái notið til fulls réttinda sinna samkvæmt samningnum.” Það þarf pólitískan vilja til að setja kvenréttindi á dagskrá. Það þarf pólitískan vilja til að setja aðgerðir til að uppræta kynbundið ofbeldi í forgang, pólitískan vilja til að fjármagna að fullu úrræði til að uppræta kynbundið ofbeldi. Kvenréttindafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld að sýna þennan vilja í verki með því að lögfesta og innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum, tafarlaust! Hundrað þúsund konur og kvár mættu á útifund við Arnarhól á Kvennaverkfallsdegi 24. október síðastliðinn og lásu upp yfirlýsingu með 19 kröfum til stjórnvalda og samfélagsins alls. Ef stjórnvöld vinna af festu til að verða að þessum kröfum mun næsta skýrsla þjóðarinnar til Kvennanefndar sameinuðu þjóðanna líta mun betur út. Við í Kvenréttindafélagi Íslands krefjumst þess að stjórnvöld geri kröfur kvennaverkfallsins um útrýmingu kynbundins og kynferðislegs ofbeldis að forgangsmáli og bendum á að alþjóð fylgist með. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun