Þingkona sakar kollega um byrlun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2023 22:16 Málið hefur vakið mikla athygli í Frakklandi. Vincent Koebel/Getty Sandrine Josso, þingkona á franska þinginu hefur sakað öldungardeildarþingmanninn Joël Guerriau um að hafa byrlað sér þar sem hún var gestur á heimili hans í síðustu viku. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að Sandrine hafi óttast að hún fengi hjartaáfall eftir byrlunina. Hún segir öldungardeildarþingmanninn, sem hún hefur þekkt í tíu ár, hafa laumað E-töflu ofan í kampavínsglas sitt. Hann neitar sök. Sandrine, sem er þingkona miðjuflokksins MoDem, segir Joël hafa boðið sér síðasta þriðjudag að fagna með sér endurkjöri sínu til öldungadeildarinnar. Hann hafi fyrst boðið henni á veitingastað en síðan farið fram á að hún mætti heim til sín. Fiktaði stöðugt í ljósarofum Hann hafi borið fyrir sig að þar yrði minni hávaði, færra fólk og að hann myndi elda fajitas. Hann hafi þá hellt kampavíni í glas inni í eldhúsi á meðan hún var inni í stofu og segir Sandrine að hegðun hans hafi verið öll hin einkennilegasta. Öldungardeildarþingmaðurinn hafi stöðugt fiktað í ljósarofum og fært birtustigið í herberginu ýmist upp eða niður og ítrekað skálað við hana eins og til þess að fá hana til að drekka vínið alveg örugglega. „Ég leit fram í eldhús og sá hann setja lítinn poka ofan í skúffu. Á þeim tímapunkti fann ég fyrir einkennum og áttaði mig á því að hann hefði verið með eiturlyf í höndunum. Ég fann fyrir hjartsláttartruflunum og sagði við sjálfa mig að ég yrði að flýja.“ Þingkonan segist hafa nýtt sér smáforrit í hvelli til þess að panta sér leigubíl á heimili öldungardeildarþingmannsins. Hún hafi sagt honum að hún þyrfti að fara aftur í vinnuna. Við hafi tekið hryllilegar tíu mínútur þar sem hann hafi fylgt henni niður í lyftunni þar sem hún hafi átt erfitt með að halda sér á fótum. Sandrine var hjálpað af leigubílstjóra og öðrum kollegum sem hringdu á sjúkrabíl. Þá segir Guardian að blóðprufur á spítalanum hafi leitt í ljós að þingkonan hafi sannanlega innbyrt E-töflur. Segist hafa farið glasavillt Sandrine hefur rætt atvikið opinskátt og segist með því vonast til þess að vekja konur til umhugsunar um byrlanir, sem hefði fjölgað til muna í Frakklandi. Hún segir hvern sem er geta lent í slíku, hvenær sem er og á hvaða aldri sem er. Joël Guerriau hefur verið vikið úr flokki sínum, miðjuflokknum Horizons, vegna málsins. Þá hafa kollegar hans kallað eftir því að hann segi af sér þingmennsku. Hann var handtekinn vegna málsins og einnig fyrir að hafa í fórum sínum fíkniefni. Lögmaður hans hefur fullyrt að öldungardeildarþingmaðurinn hafi ekki ætlað sér að byrla þingkonunni. Hann hafi ekki vitað hvernig efni væri um að ræða og þá hafi hann farið glasavillt þegar hann rétti þingkonunni glasið. Frakkland Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að Sandrine hafi óttast að hún fengi hjartaáfall eftir byrlunina. Hún segir öldungardeildarþingmanninn, sem hún hefur þekkt í tíu ár, hafa laumað E-töflu ofan í kampavínsglas sitt. Hann neitar sök. Sandrine, sem er þingkona miðjuflokksins MoDem, segir Joël hafa boðið sér síðasta þriðjudag að fagna með sér endurkjöri sínu til öldungadeildarinnar. Hann hafi fyrst boðið henni á veitingastað en síðan farið fram á að hún mætti heim til sín. Fiktaði stöðugt í ljósarofum Hann hafi borið fyrir sig að þar yrði minni hávaði, færra fólk og að hann myndi elda fajitas. Hann hafi þá hellt kampavíni í glas inni í eldhúsi á meðan hún var inni í stofu og segir Sandrine að hegðun hans hafi verið öll hin einkennilegasta. Öldungardeildarþingmaðurinn hafi stöðugt fiktað í ljósarofum og fært birtustigið í herberginu ýmist upp eða niður og ítrekað skálað við hana eins og til þess að fá hana til að drekka vínið alveg örugglega. „Ég leit fram í eldhús og sá hann setja lítinn poka ofan í skúffu. Á þeim tímapunkti fann ég fyrir einkennum og áttaði mig á því að hann hefði verið með eiturlyf í höndunum. Ég fann fyrir hjartsláttartruflunum og sagði við sjálfa mig að ég yrði að flýja.“ Þingkonan segist hafa nýtt sér smáforrit í hvelli til þess að panta sér leigubíl á heimili öldungardeildarþingmannsins. Hún hafi sagt honum að hún þyrfti að fara aftur í vinnuna. Við hafi tekið hryllilegar tíu mínútur þar sem hann hafi fylgt henni niður í lyftunni þar sem hún hafi átt erfitt með að halda sér á fótum. Sandrine var hjálpað af leigubílstjóra og öðrum kollegum sem hringdu á sjúkrabíl. Þá segir Guardian að blóðprufur á spítalanum hafi leitt í ljós að þingkonan hafi sannanlega innbyrt E-töflur. Segist hafa farið glasavillt Sandrine hefur rætt atvikið opinskátt og segist með því vonast til þess að vekja konur til umhugsunar um byrlanir, sem hefði fjölgað til muna í Frakklandi. Hún segir hvern sem er geta lent í slíku, hvenær sem er og á hvaða aldri sem er. Joël Guerriau hefur verið vikið úr flokki sínum, miðjuflokknum Horizons, vegna málsins. Þá hafa kollegar hans kallað eftir því að hann segi af sér þingmennsku. Hann var handtekinn vegna málsins og einnig fyrir að hafa í fórum sínum fíkniefni. Lögmaður hans hefur fullyrt að öldungardeildarþingmaðurinn hafi ekki ætlað sér að byrla þingkonunni. Hann hafi ekki vitað hvernig efni væri um að ræða og þá hafi hann farið glasavillt þegar hann rétti þingkonunni glasið.
Frakkland Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira