Ráðgjafa- og skýrslukaup borgarinnar komin úr böndum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 21. nóvember 2023 15:01 Í gegnum árin hef ég sem oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn ítrekað vakið máls á sóun og bruðli í Reykjavíkurborg þegar kemur að aðkeyptri þjónustu eins og kaup á ráðgjöf og skýrslum eða kaup á ýmsum verkefnum stórum sem smáum. Tugir milljóna fara einnig ár hvert í verk- og ráðgjafarkaup frá erlendum ráðgjafarfyrirtækjum. Í borgarstjórn í dag 21.11 er umræða „um kostnað Reykjavíkurborgar við ráðgjafakaupað beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins“. Aðkeypt þjónusta af þessu tagi er mismikil eftir sviðum. Það má glöggt sjá í hinu „opna bókhaldskerfi“ Reykjavíkurborgar sem er reyndar hvorki skýrt né gagnsætt. Þar er t.d. mjög erfitt að sjá einhverjar heildarupphæðir sem varið hefur verið í „ráðgjöf“ yfir skilgreint tímabil. Það er ekki hægt að draga ákveðinn lið út úr bókhaldslykli þegar á einn gjaldalykil er sett öll þjónusta sem tengist viðkomandi sérfræðingi óháð hvað hann er að gera, veita ráðgjöf eða annað. Eðli verkefna er ekki aðgreint. Svona á þetta ekki að vera Hvernig þetta er hjá borginni skýtur skökku við því markmið með reglugerð um reikningsskil sveitarfélaganna er að tryggja gagnsæi í reikningsskilum sveitarfélaganna, þ.m.t. með skýrri og glöggri lyklasetningu fylgiskjala. Bent hefur einnig verið á þá gríðarlegu fjármuni sem fara ekki einvörðungu í ráðgjöf heldur í alls kyns verkefnavinnu. Taka má dæmi um verkefni eins og talningu nagladekkja í Reykjavík eða að hámenntaði verkfræðingar eða aðrir sérfræðingar séu ráðnir til að halda utan um starfs- og stýrihópa og jafnvel skrifa fundargerðir. Fastakúnnar borgarinnar Meðal fastakúnna borgarinnar í þessum efnum er KPMG og Efla. Fulltrúi Flokks fólksins spurðist fyrir um aðkeypta vinnu Reykjavíkurborgar hjá ráðgjafarfyrirtækinu KPMG í kjölfar skýrslu fyrirtækisins um Borgarskjalasafn. Í þeirri skýrslu lagði KPPG m.a. til að Borgarskjalasafn yrði lagt niður. Af yfirliti yfir viðskipti við KPMG að dæma sem afhent var fulltrúa Flokks fólksins fyrir skemmstu er nokkuð ljóst að aðkeypt þjónusta frá þessu fyrirtæki er komin úr böndunum. Á síðasta ári fékk fyrirtækið 41,5 milljón fyrir greiningarskýrslur/verkefni án þess að skýringar liggi fyrir um nauðsyn þeirra. Hvergi er hægt að finna í opnu bókhaldi haldbær rök um að fá þetta fyrirtæki til nákvæmlega þessara verkefna. Frá 2018 hefur KPMG fengið um 100 milljónir frá Reykjavíkurborg fyrir skýrslur. Hér er um eitt fyrirtæki að ræða af mun fleirum og má í því sambandi nefna Eflu. Við í Flokki fólksins leggjum áherslu á að skoða vandlega hvort ekki sé hægt að draga úr aðkeyptri vinnu eins og þessari og nýta þá frekar fjármagnið til að bæta þjónustu við börn og aðra viðkvæma hópa. Allir hljóta að sjá að velta þarf við hverri krónu ef borgin á að geta siglt út úr þeim ógöngum sem hún er nú í. Hægt er að fara ýmsar leiðir svo sem að skoða skipulagsbreytingar sem einfalda ferla og draga úr yfirbyggingu. Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins og hefur á að skipa fjölda sérfræðinga sem ráðnir eru einmitt vegna sinnar sérfræðimenntunar, sérþekkingar og reynslu. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum árin hef ég sem oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn ítrekað vakið máls á sóun og bruðli í Reykjavíkurborg þegar kemur að aðkeyptri þjónustu eins og kaup á ráðgjöf og skýrslum eða kaup á ýmsum verkefnum stórum sem smáum. Tugir milljóna fara einnig ár hvert í verk- og ráðgjafarkaup frá erlendum ráðgjafarfyrirtækjum. Í borgarstjórn í dag 21.11 er umræða „um kostnað Reykjavíkurborgar við ráðgjafakaupað beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins“. Aðkeypt þjónusta af þessu tagi er mismikil eftir sviðum. Það má glöggt sjá í hinu „opna bókhaldskerfi“ Reykjavíkurborgar sem er reyndar hvorki skýrt né gagnsætt. Þar er t.d. mjög erfitt að sjá einhverjar heildarupphæðir sem varið hefur verið í „ráðgjöf“ yfir skilgreint tímabil. Það er ekki hægt að draga ákveðinn lið út úr bókhaldslykli þegar á einn gjaldalykil er sett öll þjónusta sem tengist viðkomandi sérfræðingi óháð hvað hann er að gera, veita ráðgjöf eða annað. Eðli verkefna er ekki aðgreint. Svona á þetta ekki að vera Hvernig þetta er hjá borginni skýtur skökku við því markmið með reglugerð um reikningsskil sveitarfélaganna er að tryggja gagnsæi í reikningsskilum sveitarfélaganna, þ.m.t. með skýrri og glöggri lyklasetningu fylgiskjala. Bent hefur einnig verið á þá gríðarlegu fjármuni sem fara ekki einvörðungu í ráðgjöf heldur í alls kyns verkefnavinnu. Taka má dæmi um verkefni eins og talningu nagladekkja í Reykjavík eða að hámenntaði verkfræðingar eða aðrir sérfræðingar séu ráðnir til að halda utan um starfs- og stýrihópa og jafnvel skrifa fundargerðir. Fastakúnnar borgarinnar Meðal fastakúnna borgarinnar í þessum efnum er KPMG og Efla. Fulltrúi Flokks fólksins spurðist fyrir um aðkeypta vinnu Reykjavíkurborgar hjá ráðgjafarfyrirtækinu KPMG í kjölfar skýrslu fyrirtækisins um Borgarskjalasafn. Í þeirri skýrslu lagði KPPG m.a. til að Borgarskjalasafn yrði lagt niður. Af yfirliti yfir viðskipti við KPMG að dæma sem afhent var fulltrúa Flokks fólksins fyrir skemmstu er nokkuð ljóst að aðkeypt þjónusta frá þessu fyrirtæki er komin úr böndunum. Á síðasta ári fékk fyrirtækið 41,5 milljón fyrir greiningarskýrslur/verkefni án þess að skýringar liggi fyrir um nauðsyn þeirra. Hvergi er hægt að finna í opnu bókhaldi haldbær rök um að fá þetta fyrirtæki til nákvæmlega þessara verkefna. Frá 2018 hefur KPMG fengið um 100 milljónir frá Reykjavíkurborg fyrir skýrslur. Hér er um eitt fyrirtæki að ræða af mun fleirum og má í því sambandi nefna Eflu. Við í Flokki fólksins leggjum áherslu á að skoða vandlega hvort ekki sé hægt að draga úr aðkeyptri vinnu eins og þessari og nýta þá frekar fjármagnið til að bæta þjónustu við börn og aðra viðkvæma hópa. Allir hljóta að sjá að velta þarf við hverri krónu ef borgin á að geta siglt út úr þeim ógöngum sem hún er nú í. Hægt er að fara ýmsar leiðir svo sem að skoða skipulagsbreytingar sem einfalda ferla og draga úr yfirbyggingu. Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins og hefur á að skipa fjölda sérfræðinga sem ráðnir eru einmitt vegna sinnar sérfræðimenntunar, sérþekkingar og reynslu. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar