Með hendur í vösum? Árni Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2023 12:30 Opið bréf til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins: Ágæta Halla. Íslendingar skilja út á hvað lýðheilsa gengur. Skilja mikilvægi þess að hafa regluverk sem hefur verndandi áhrif. Ekki síst í þágu barna og ungmenna. Íslendingar flestir vita að áfengi, tóbak og nikótín eru heilsuspillandi vörur sem geta undir engum kringumstæðum flokkast sem venjulegar vörur. Þess vegna höfum við sérstaka löggjöf þar um sem tekur mið af og lýtur þeim sjónarmiðum og ekki síst lýðheilsumarkmiðum. Ólögleg sala áfengis Það stefnir í lýðheilsuslys. Allir vita að einkaréttur ríkisins til smásölu áfengis byggir á lýðheilsusjónarmiðum. Slysið, fyrirséða, snýst um einarðan ásetning áfengisiðnaðarins/sala til brjóta niður núverandi áfengisstefnu og kerfi. Áfengisiðnaðurinn skeytir í engu um afleiðingar, hin ítrustu gróðasjónarmið ráða alfarið för. Allt gert eftir bókinni Aðferðin felst m.a. í að taka eitt skref í einu og gefa helst aldrei eftir. Eitt skrefið er kostaður ólöglegur áfengisáróður (áfengisauglýsingar). Annað skrefið að laumast af stað með ólöglega smásölu áfengis og kalla það „erlenda netsölu“ og vona að hún verði látin óáreitt. Næsta skref sala áfengis í matvöruverslunum, sjoppum og víðar 24/7 alla daga ársins . Lýðheilsusjónarmið, sem ESS hefur fallist á sem grundvöll þess sölufyrirkomulags sem hér er, eru þannig að engu gerð. Ráðherra veit Dómsmálaráðherra núverandi og fyrrverandi vita að áfengissalan sem nú fer fram, þar sem áfengi af innlendum sölustað er selt í smásölu og jafnvel afhent einstaklingum heim á 30-90 mínútum, er ólögleg. Sala sem fram fer allan sólarhringinn, líka á sunnudögum, sem er einnig ólöglegt. Ekki er um innflutning að ræða til einkanota erlendis frá eins og leyfilegt er og ýmsir hafa nýtt sér, hér er einfaldlega um smásölu að ræða. Fyrrverandi dómsmálaráðherra freistaði þess á síðasta þingi að gera söluna löglega með framlagningu frumvarps í samráðsgátt þar sem sagði í greinagerð: „Með frumvarpinu er heimilað að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda.“ Frumvarpið náði ekki fram að ganga sem betur fer. Lögin hafa því ekki breyst. Dómsmálaráðherra leggur til atlögu við lýðheilsusjónarmið enn á ný og boðar skv. nýjustu þingmálaskrá að flytjaþetta þreyttasta þingmál íslenskar þingsögu (tilraun 12 eða 13, í einni eða annarri mynd). Allir, þ.m.t. þáverandi dómsmálaráðherra, vita að ofangreind netsala er smásala á áfengi og algerlega augljós brot á skýrum lögum. Í sumar féll dómur í hæstarétti í Svíþjóð sem skýrði vel að þar sem einkasala ríkir, eins og í Svíþjóð á Íslandi og í fleiri norrænum ríkjum, mega aðrir ekki selja af innlendum lager. Samt viðgengst það hér enn? Hvar er Lögreglan? Þá er ég komin að erindinu með þessu greinarkorni. ÁTVR kærði, eins og vera ber, hina ólöglegu netsölu til lögreglu í júní 2021, Lögreglan á að hafa eftirlit samkvæmt áfengislögum. Fjöldi ábendinga hefur auk þess borist bæði frá einstaklingum og samtökum til Lögregluembættisins. Síðan eru liðin rúm tvö ár. Ekkert bólar á viðbrögðum Lögreglu? Hvers vegna hefur Lögreglan ekki brugðist við þeim fjölda ábendinga um ólöglega áfengissölu sem henni hefur borist? Hvernig í ósköpunum stendur á því að ekki er búið að stoppa þessa ólöglegu smásölu áfengis? Við sem þetta land byggjum verðum að geta treyst því lögreglan sinni sínu hlutverki. Við almenningur verðum að geta treyst því að lögreglan og ákæruvaldið sýni frumkvæði í máli eins og þessu sem varðar fyrst og fremst velferð almennings. Sá sem þetta ritar trúir því ekki að viðhorf dómsmálaráðherra, fyrr og nú, hafi þessi stórkostlega lamandi áhrif á embættið. Þó svo að síðustu dómsmálaráðherrar hafi viljað breyta lögunum þá er ekki slíku að skipta. Salan er ólögleg. Óskhyggja dómsmálaráðherra breytir ekki þeirri staðreynd. Um fyrirkomulag áfengissölu hefur verið nokkuð almenn sátt í samfélaginu og lögin eru kýrskýr. Að þessu rituðu, þá hvet ég þig ágæti lögreglustjóri, og mæli örugglega fyrir hönd fjölmargra, til þessa að taka hendur úr vösum og taka á þessum málum af þeirri einurð, festu og myndugleika sem embættinu er samboðið, sæmandi og ber að gera. Að öðru leyti óska ég þér og þínu fólki velfarnaðar í mikilvægum störfum. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Áfengi Verslun Lögreglan Netverslun með áfengi Árni Guðmundsson Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins: Ágæta Halla. Íslendingar skilja út á hvað lýðheilsa gengur. Skilja mikilvægi þess að hafa regluverk sem hefur verndandi áhrif. Ekki síst í þágu barna og ungmenna. Íslendingar flestir vita að áfengi, tóbak og nikótín eru heilsuspillandi vörur sem geta undir engum kringumstæðum flokkast sem venjulegar vörur. Þess vegna höfum við sérstaka löggjöf þar um sem tekur mið af og lýtur þeim sjónarmiðum og ekki síst lýðheilsumarkmiðum. Ólögleg sala áfengis Það stefnir í lýðheilsuslys. Allir vita að einkaréttur ríkisins til smásölu áfengis byggir á lýðheilsusjónarmiðum. Slysið, fyrirséða, snýst um einarðan ásetning áfengisiðnaðarins/sala til brjóta niður núverandi áfengisstefnu og kerfi. Áfengisiðnaðurinn skeytir í engu um afleiðingar, hin ítrustu gróðasjónarmið ráða alfarið för. Allt gert eftir bókinni Aðferðin felst m.a. í að taka eitt skref í einu og gefa helst aldrei eftir. Eitt skrefið er kostaður ólöglegur áfengisáróður (áfengisauglýsingar). Annað skrefið að laumast af stað með ólöglega smásölu áfengis og kalla það „erlenda netsölu“ og vona að hún verði látin óáreitt. Næsta skref sala áfengis í matvöruverslunum, sjoppum og víðar 24/7 alla daga ársins . Lýðheilsusjónarmið, sem ESS hefur fallist á sem grundvöll þess sölufyrirkomulags sem hér er, eru þannig að engu gerð. Ráðherra veit Dómsmálaráðherra núverandi og fyrrverandi vita að áfengissalan sem nú fer fram, þar sem áfengi af innlendum sölustað er selt í smásölu og jafnvel afhent einstaklingum heim á 30-90 mínútum, er ólögleg. Sala sem fram fer allan sólarhringinn, líka á sunnudögum, sem er einnig ólöglegt. Ekki er um innflutning að ræða til einkanota erlendis frá eins og leyfilegt er og ýmsir hafa nýtt sér, hér er einfaldlega um smásölu að ræða. Fyrrverandi dómsmálaráðherra freistaði þess á síðasta þingi að gera söluna löglega með framlagningu frumvarps í samráðsgátt þar sem sagði í greinagerð: „Með frumvarpinu er heimilað að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda.“ Frumvarpið náði ekki fram að ganga sem betur fer. Lögin hafa því ekki breyst. Dómsmálaráðherra leggur til atlögu við lýðheilsusjónarmið enn á ný og boðar skv. nýjustu þingmálaskrá að flytjaþetta þreyttasta þingmál íslenskar þingsögu (tilraun 12 eða 13, í einni eða annarri mynd). Allir, þ.m.t. þáverandi dómsmálaráðherra, vita að ofangreind netsala er smásala á áfengi og algerlega augljós brot á skýrum lögum. Í sumar féll dómur í hæstarétti í Svíþjóð sem skýrði vel að þar sem einkasala ríkir, eins og í Svíþjóð á Íslandi og í fleiri norrænum ríkjum, mega aðrir ekki selja af innlendum lager. Samt viðgengst það hér enn? Hvar er Lögreglan? Þá er ég komin að erindinu með þessu greinarkorni. ÁTVR kærði, eins og vera ber, hina ólöglegu netsölu til lögreglu í júní 2021, Lögreglan á að hafa eftirlit samkvæmt áfengislögum. Fjöldi ábendinga hefur auk þess borist bæði frá einstaklingum og samtökum til Lögregluembættisins. Síðan eru liðin rúm tvö ár. Ekkert bólar á viðbrögðum Lögreglu? Hvers vegna hefur Lögreglan ekki brugðist við þeim fjölda ábendinga um ólöglega áfengissölu sem henni hefur borist? Hvernig í ósköpunum stendur á því að ekki er búið að stoppa þessa ólöglegu smásölu áfengis? Við sem þetta land byggjum verðum að geta treyst því lögreglan sinni sínu hlutverki. Við almenningur verðum að geta treyst því að lögreglan og ákæruvaldið sýni frumkvæði í máli eins og þessu sem varðar fyrst og fremst velferð almennings. Sá sem þetta ritar trúir því ekki að viðhorf dómsmálaráðherra, fyrr og nú, hafi þessi stórkostlega lamandi áhrif á embættið. Þó svo að síðustu dómsmálaráðherrar hafi viljað breyta lögunum þá er ekki slíku að skipta. Salan er ólögleg. Óskhyggja dómsmálaráðherra breytir ekki þeirri staðreynd. Um fyrirkomulag áfengissölu hefur verið nokkuð almenn sátt í samfélaginu og lögin eru kýrskýr. Að þessu rituðu, þá hvet ég þig ágæti lögreglustjóri, og mæli örugglega fyrir hönd fjölmargra, til þessa að taka hendur úr vösum og taka á þessum málum af þeirri einurð, festu og myndugleika sem embættinu er samboðið, sæmandi og ber að gera. Að öðru leyti óska ég þér og þínu fólki velfarnaðar í mikilvægum störfum. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun