Netöryggi snýst ekki lengur bara um tækni - heldur um fólk Margrét Valgerður Helgadóttir skrifar 17. nóvember 2023 14:31 Við viljum öll geta verið sem mest á netinu og hafa aðgang að góðu og öflugu netsambandi. Lífið okkar hefur að svo miklu leyti færst yfir á stafrænar slóðir. Við eigum í samskiptum við fjölskyldu og vini í gegnum netið. Hver þekkir ekki að hafa skoðað ljósmyndir úr fermingu eða fimmtugsafmæli Fríðu frænku á Facebook. Og við erum mörg sem erum afar þakklát fyrir að geta stundað bankaviðskipti eða átt í netsamskiptum við þjónustustofnanir, og sparað þannig spor og tíma. Októbermánuður er nýliðinn en hann er alþjóðlegur netöryggismánuður og því hafa fyrirtæki og stofnanir út um allan heim undanfarið lagt ríkari áherslu á vitundarvakningu og fræðslu um þessi mál. Ráðstefnur og málþing eru haldin til að vekja athygli á mikilvægi netöryggis enda ekki vanþörf á. Málefnið er hins vegar þess eðlis að við þurfum einfaldlega að vera meðvituð um hætturnar allan ársins hring. Netöryggi er málefni sem varðar okkur öll og það er mikill misskilningur að netöryggi sé einungis eitthvað sem þau sem starfa innan tæknigeirans þurfi bara að hugsa um. Netöryggi er einfaldlega orðið órjúfanlegur hluti af almennri öryggisvitund vegna stafrænni tilveru okkar, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við þurfum öll að huga að öryggi og vera á varðbergi í öllu því stafræna sem við erum að fást við, óháð aldri og starfstétt. Þar skiptir heldur engu hvort við erum að gera eitthvað í símanum okkar, tölvunni, eða að taka út peninga í hraðbanka. Öryggisógnin er alls staðar í kringum okkur. Þessi stafræni veruleiki hefur þróast hratt en hljóðlega. Fyrir suma hefur þessi þróun verið sýnileg, en það eru stórir hópar í þjóðfélaginu sem hafa ekki náð að fylgja henni eftir og fyllast jafnvel kvíða yfir að þurfa að taka þátt í þessum stafræna heimi sem við búum í núna. Og samhliða þessari þróun hefur það aðeins gleymst að ræða skuggahliðarnar og þann veruleika sem þekkjum í dag. Þessar netöryggisógnirnar og allt það sem getur farið úrskeiðis þegar öll okkar tilvera er orðin stafræn. Ef við spólum 20 ár aftur í tímann þá voru það kerfisstjórar og öryggisstjórar sem höfðu mestar áhyggjur af netöryggi og ógnum þess. Þetta var fólkið sem fjárfesti í eldveggjum og vírusvörnum fyrir sína vinnustaði og var gert ábyrgt fyrir netöryggi og að halda árlegan fyrirlestur fyrir samstarfsfólk sitt með misgóðum árangri. En heimurinn er gjörbreyttur og núna erum við öll komin með tölvu í vasann þ.e. símann okkar, sem inniheldur okkar allra mikilvægustu upplýsingar auk þess að vera alltaf nettengdur. Þótt að kerfisstjórar, öryggisstjórar og sérfræðingar í upplýsingatækni vinna mikið og gott starf að auknu netöryggi fyrir mikilvægar þjónustur sem við reiðum okkur á, þá getum við öll verið fulltrúar að bættu öryggi í okkar stafræna lífi. Staðan í dag er sú að hinn almenni borgari er skotmark netglæpamanna. Við þurfum þess vegna að ræða um netöryggi og nauðsyn þess að passa upp á tækin okkar við börnin okkar, við hvert annað, við foreldra okkar og ömmur og afa. Brýnum fyrir þeim sem eru í kringum okkur að gæta sín á gylliboðum sem eru of góð til að vera sönn. Að svara ekki í símann þegar óþekkt símanúmer erlendis frá eru að hringja og þú átt ekki von á símtali. Að gefa aldrei upp rafræn skilríki nema þú hafir sjálf/-ur óskað eftir innskráningu. Að smella ekki á einhverjar slóðir í leikjum eða í gegnum SMS-skilaboð í farsímanum án þess að vita raunverulega fyrir hvað er verið að opna. Að gefa ekki upp persónulegar upplýsingar um okkur í Facebook leikjum. Að opna ekki slóðir frá póst- og flutningafyrirtækjum ef við höfum ekki verið að panta vörur. Að grandskoða tölvupósta og skilaboð sem dúkka skyndilega upp og svo mætti lengi telja. Aukin vitund í samfélaginu um hvaða hættur steðji að og aukin umræða um þekktar ógnir, hækkar öryggisstigið. Það er einmitt með þessum hætti sem við getum öll verið virkir og mikilvægir þátttakendur í því að bæta netöryggi. Með því að vera vakandi fyrir netsvindlum og -svikum sem einstaklingar og sem hluti af þeim samfélögum sem við erum í hverju sinni. Hvort sem það er á vinnustaðnum, í vinahópnum eða innan fjölskyldunnar. Við erum einfaldlega komin á þann stað í hinum stafræna heimi, að við verðum að taka netöryggisógnina með inn í okkar daglega líf og líta svo á að við séum öll okkar eigin öryggisstjórar. Höfundur er sérfræðingur í stafrænu öryggi og starfar hjá Fjarskiptastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Fjarskipti Stafræn þróun Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Við viljum öll geta verið sem mest á netinu og hafa aðgang að góðu og öflugu netsambandi. Lífið okkar hefur að svo miklu leyti færst yfir á stafrænar slóðir. Við eigum í samskiptum við fjölskyldu og vini í gegnum netið. Hver þekkir ekki að hafa skoðað ljósmyndir úr fermingu eða fimmtugsafmæli Fríðu frænku á Facebook. Og við erum mörg sem erum afar þakklát fyrir að geta stundað bankaviðskipti eða átt í netsamskiptum við þjónustustofnanir, og sparað þannig spor og tíma. Októbermánuður er nýliðinn en hann er alþjóðlegur netöryggismánuður og því hafa fyrirtæki og stofnanir út um allan heim undanfarið lagt ríkari áherslu á vitundarvakningu og fræðslu um þessi mál. Ráðstefnur og málþing eru haldin til að vekja athygli á mikilvægi netöryggis enda ekki vanþörf á. Málefnið er hins vegar þess eðlis að við þurfum einfaldlega að vera meðvituð um hætturnar allan ársins hring. Netöryggi er málefni sem varðar okkur öll og það er mikill misskilningur að netöryggi sé einungis eitthvað sem þau sem starfa innan tæknigeirans þurfi bara að hugsa um. Netöryggi er einfaldlega orðið órjúfanlegur hluti af almennri öryggisvitund vegna stafrænni tilveru okkar, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við þurfum öll að huga að öryggi og vera á varðbergi í öllu því stafræna sem við erum að fást við, óháð aldri og starfstétt. Þar skiptir heldur engu hvort við erum að gera eitthvað í símanum okkar, tölvunni, eða að taka út peninga í hraðbanka. Öryggisógnin er alls staðar í kringum okkur. Þessi stafræni veruleiki hefur þróast hratt en hljóðlega. Fyrir suma hefur þessi þróun verið sýnileg, en það eru stórir hópar í þjóðfélaginu sem hafa ekki náð að fylgja henni eftir og fyllast jafnvel kvíða yfir að þurfa að taka þátt í þessum stafræna heimi sem við búum í núna. Og samhliða þessari þróun hefur það aðeins gleymst að ræða skuggahliðarnar og þann veruleika sem þekkjum í dag. Þessar netöryggisógnirnar og allt það sem getur farið úrskeiðis þegar öll okkar tilvera er orðin stafræn. Ef við spólum 20 ár aftur í tímann þá voru það kerfisstjórar og öryggisstjórar sem höfðu mestar áhyggjur af netöryggi og ógnum þess. Þetta var fólkið sem fjárfesti í eldveggjum og vírusvörnum fyrir sína vinnustaði og var gert ábyrgt fyrir netöryggi og að halda árlegan fyrirlestur fyrir samstarfsfólk sitt með misgóðum árangri. En heimurinn er gjörbreyttur og núna erum við öll komin með tölvu í vasann þ.e. símann okkar, sem inniheldur okkar allra mikilvægustu upplýsingar auk þess að vera alltaf nettengdur. Þótt að kerfisstjórar, öryggisstjórar og sérfræðingar í upplýsingatækni vinna mikið og gott starf að auknu netöryggi fyrir mikilvægar þjónustur sem við reiðum okkur á, þá getum við öll verið fulltrúar að bættu öryggi í okkar stafræna lífi. Staðan í dag er sú að hinn almenni borgari er skotmark netglæpamanna. Við þurfum þess vegna að ræða um netöryggi og nauðsyn þess að passa upp á tækin okkar við börnin okkar, við hvert annað, við foreldra okkar og ömmur og afa. Brýnum fyrir þeim sem eru í kringum okkur að gæta sín á gylliboðum sem eru of góð til að vera sönn. Að svara ekki í símann þegar óþekkt símanúmer erlendis frá eru að hringja og þú átt ekki von á símtali. Að gefa aldrei upp rafræn skilríki nema þú hafir sjálf/-ur óskað eftir innskráningu. Að smella ekki á einhverjar slóðir í leikjum eða í gegnum SMS-skilaboð í farsímanum án þess að vita raunverulega fyrir hvað er verið að opna. Að gefa ekki upp persónulegar upplýsingar um okkur í Facebook leikjum. Að opna ekki slóðir frá póst- og flutningafyrirtækjum ef við höfum ekki verið að panta vörur. Að grandskoða tölvupósta og skilaboð sem dúkka skyndilega upp og svo mætti lengi telja. Aukin vitund í samfélaginu um hvaða hættur steðji að og aukin umræða um þekktar ógnir, hækkar öryggisstigið. Það er einmitt með þessum hætti sem við getum öll verið virkir og mikilvægir þátttakendur í því að bæta netöryggi. Með því að vera vakandi fyrir netsvindlum og -svikum sem einstaklingar og sem hluti af þeim samfélögum sem við erum í hverju sinni. Hvort sem það er á vinnustaðnum, í vinahópnum eða innan fjölskyldunnar. Við erum einfaldlega komin á þann stað í hinum stafræna heimi, að við verðum að taka netöryggisógnina með inn í okkar daglega líf og líta svo á að við séum öll okkar eigin öryggisstjórar. Höfundur er sérfræðingur í stafrænu öryggi og starfar hjá Fjarskiptastofu.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun