Haukar svara ÍBV fullum hálsi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2023 22:30 Stefán Arnarson og Díana Guðjónsdóttir eru þjálfarar Hauka. Vísir/Hulda Margrét Stjórn handknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna gagnrýni ÍBV á félagið sem og Handknattleikssamband Íslands. Gagnrýnin hefur snúið að leikskipulagi ÍBV og þá helst leik Hauka og ÍBV í Olís-deild kvenna. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, hefur opinberlega sagst vera ósáttur með vinnubrögð HSÍ og að Haukar hafi ekki viljað fresta leik sínum gegn ÍBV þann 8. nóvember síðastliðinn. Í kjölfarið sendi handknattleiksdeild ÍBV frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmdi vinnubrögð Hauka og HSÍ eftir að liðið fékk ekki að fresta leiknum gegn Haukum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir fráleitt að sambandið hafi hótað að reka kvennalið ÍBV úr keppni eins og Sigurður Bragason sagði í viðtali sínu eftir tapið gegn Haukum. Nú hefur handknattleiksdeild Hauka gefið frá sér yfirlýsingu. Þar vísa Haukar gagnrýni ÍBV „alfarið á bug þar sem málið er ekki á forræði Hauka.“ Þar segir einnig að Haukar hafi vakið athygli á þessu í ágúst og miðjan október þar sem líklegt væri að ÍBV væri í Evrópukeppni á þessum tíma. „Ekki gekk að fá staðfestan leiktíma og fór ákvörðun til mótanefndar,“ segir í kjölfarið í yfirlýsingunni. Þá taka Haukar fram að „Haukar hafa alltaf komið til móts við lið í Evrópukeppnum og munu gera það áfram.“ Einnig fordæma Haukar það að ÍBV hafi nafngreint Díönu Guðjónsdóttur, annan af þjálfurum liðsins. „Þá er það miður að þjálfari ÍBV skuli nafngreina Díönu Guðjónsdóttur annan þjálfara Hauka í sinni umræðu og draga heilindi hennar í efa. Það er ómaklegt og ómálefnalegt því Díana er afar fagleg í sínum störfum og hefur ávallt hugað að hagsmunum leikmanna er varðar álag og aðra þætti. Hún ákvarðar hins vegar ekki leiktíma leikja heldur mótanefnd.“ Yfirlýsingu Hauka má sjá í heild sinni hér að neðan. Handbolti HSÍ Olís-deild kvenna Haukar ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 38-17 | Haukar völtuðu yfir ÍBV Haukar unnu afar sannfærandi sigur á Eyjakonum. Um miðjan fyrri hálfleik fóru Haukar að sigla fram úr. Heimakonur voru ellefu mörkum yfir í hálfleik og gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og enduðu á að vinna með tuttugu og einu marki 38-17. 8. nóvember 2023 21:56 Sigurður sótillur út í HSÍ: Hunsuðu reglu og ætluðu að dæma okkur út úr Íslandsmótinu Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var afar ósáttur út í vinnubrögð HSÍ og afstöðu Hauka að vilja ekki fresta leik kvöldsins gegn Eyjastúlkum. 8. nóvember 2023 23:55 Fordæma vinnubrögð HSÍ og Hauka: „Sannarlega dapurlegt“ Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir vinnubrögð Hauka og Handknattleikssambands Íslands eftir að liðið fékk það ekki í gegn að leik ÍBV og Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta yrði frestað. 9. nóvember 2023 18:21 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Sjá meira
Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, hefur opinberlega sagst vera ósáttur með vinnubrögð HSÍ og að Haukar hafi ekki viljað fresta leik sínum gegn ÍBV þann 8. nóvember síðastliðinn. Í kjölfarið sendi handknattleiksdeild ÍBV frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmdi vinnubrögð Hauka og HSÍ eftir að liðið fékk ekki að fresta leiknum gegn Haukum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir fráleitt að sambandið hafi hótað að reka kvennalið ÍBV úr keppni eins og Sigurður Bragason sagði í viðtali sínu eftir tapið gegn Haukum. Nú hefur handknattleiksdeild Hauka gefið frá sér yfirlýsingu. Þar vísa Haukar gagnrýni ÍBV „alfarið á bug þar sem málið er ekki á forræði Hauka.“ Þar segir einnig að Haukar hafi vakið athygli á þessu í ágúst og miðjan október þar sem líklegt væri að ÍBV væri í Evrópukeppni á þessum tíma. „Ekki gekk að fá staðfestan leiktíma og fór ákvörðun til mótanefndar,“ segir í kjölfarið í yfirlýsingunni. Þá taka Haukar fram að „Haukar hafa alltaf komið til móts við lið í Evrópukeppnum og munu gera það áfram.“ Einnig fordæma Haukar það að ÍBV hafi nafngreint Díönu Guðjónsdóttur, annan af þjálfurum liðsins. „Þá er það miður að þjálfari ÍBV skuli nafngreina Díönu Guðjónsdóttur annan þjálfara Hauka í sinni umræðu og draga heilindi hennar í efa. Það er ómaklegt og ómálefnalegt því Díana er afar fagleg í sínum störfum og hefur ávallt hugað að hagsmunum leikmanna er varðar álag og aðra þætti. Hún ákvarðar hins vegar ekki leiktíma leikja heldur mótanefnd.“ Yfirlýsingu Hauka má sjá í heild sinni hér að neðan.
Handbolti HSÍ Olís-deild kvenna Haukar ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 38-17 | Haukar völtuðu yfir ÍBV Haukar unnu afar sannfærandi sigur á Eyjakonum. Um miðjan fyrri hálfleik fóru Haukar að sigla fram úr. Heimakonur voru ellefu mörkum yfir í hálfleik og gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og enduðu á að vinna með tuttugu og einu marki 38-17. 8. nóvember 2023 21:56 Sigurður sótillur út í HSÍ: Hunsuðu reglu og ætluðu að dæma okkur út úr Íslandsmótinu Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var afar ósáttur út í vinnubrögð HSÍ og afstöðu Hauka að vilja ekki fresta leik kvöldsins gegn Eyjastúlkum. 8. nóvember 2023 23:55 Fordæma vinnubrögð HSÍ og Hauka: „Sannarlega dapurlegt“ Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir vinnubrögð Hauka og Handknattleikssambands Íslands eftir að liðið fékk það ekki í gegn að leik ÍBV og Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta yrði frestað. 9. nóvember 2023 18:21 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 38-17 | Haukar völtuðu yfir ÍBV Haukar unnu afar sannfærandi sigur á Eyjakonum. Um miðjan fyrri hálfleik fóru Haukar að sigla fram úr. Heimakonur voru ellefu mörkum yfir í hálfleik og gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og enduðu á að vinna með tuttugu og einu marki 38-17. 8. nóvember 2023 21:56
Sigurður sótillur út í HSÍ: Hunsuðu reglu og ætluðu að dæma okkur út úr Íslandsmótinu Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var afar ósáttur út í vinnubrögð HSÍ og afstöðu Hauka að vilja ekki fresta leik kvöldsins gegn Eyjastúlkum. 8. nóvember 2023 23:55
Fordæma vinnubrögð HSÍ og Hauka: „Sannarlega dapurlegt“ Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir vinnubrögð Hauka og Handknattleikssambands Íslands eftir að liðið fékk það ekki í gegn að leik ÍBV og Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta yrði frestað. 9. nóvember 2023 18:21