Samstaða um tafarlaust vopnahlé Orri Páll Jóhannsson skrifar 9. nóvember 2023 15:00 Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um afstöðu Íslands til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem kallað er eftir vopnahléi af mannúðarástæðum án tafar á Gaza-svæðinu svo tryggja megi öryggi almennra borgara. Og það er vel. Ísland hefur verið í fararbroddi þeirra þjóða sem styðja Palestínubúa, við vorum fyrsta vestræna þjóðin til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki árið 2011. Og nú er íslenska þjóðþingið meðal þeirra allra fyrstu í heiminum til þess að kalla eftir tafarlausu vopnahléi. Ástandið á Gasa hefur oft verið skelfilegt en aldrei eins og núna og það gengur öllum djúpt inn að hjartarótum að horfa á fréttir, sjá og lesa vitnisburði þeirra sem eru í aðstæðunum þar sem gegndarlaust og hryllilegt ofbeldi á sér stað. Eitt ofbeldisverk réttlætir aldrei annað og þegar börn og aðrir saklausir borgarar lenda í víglínunni er afstaða með mannúð og gegn stríði eina afstaðan sem hægt er að taka. Eina. Það hefur verið þyngra en tárum taki að fylgjast með fréttum af framgangi stríðsins í vanmætti sínum hér lengst norður í hafi. Íslensk stjórnvöld hafa gert vel með því að auka framlög til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og með ályktuninni sem við samþykktum í dag er ríkisstjórninni falið að beita sér fyrir viðbótarframlagi til mannúðaraðstoðar. Til að þau framlög nái að nýtast sem best er nauðsynlegt að komið verði á vopnahléi svo hægt sé að veita bráðnauðsynlega neyðarstoð strax. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur alltaf látið sig málefni Palestínu varða og hreyfingin var einmitt í ríkisstjórn þegar Íslendingar lýstu yfir stuðningi við sjálfstætt ríki Palestínu. Ísland hefur í sögulegu samhengi staðið með Palestínu og palestínskum borgurum. Það er því í fullu samræmi við almennan vilja íslensku þjóðarinnar, sem var lýst í afgreiðslu Alþingis árið 2011, að við stöndum þétt með íbúum Palestínu. Og við verðum að muna að þó athygli heimsins beinist að Gasa-svæðinu núna þá er staða íbúa Vesturbakkans ekki góð heldur. Það er því áfram verk að vinna við að gera hvað í okkar valdi stendur svo líf palestínsku þjóðarinnar geti orðið mannsæmandi, bæði þeim og okkur öllum sem byggjum þennan heim. Ég hef sagt það áður að allt þref um texta og orðalag er hjóm í samhengi þess hryllilega ástands sem er fyrir botni Miðjarðarhafs. Því er ánægjulegt að það skyldi nást einróma samstaða milli allra flokka á Alþingi um þessa tillögu. Mér finnst það þinginu til sóma. Þetta eru skýr skilaboð frá Íslandi til umheimsins um það hver afstaða okkar er til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Páll Jóhannsson Vinstri græn Alþingi Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um afstöðu Íslands til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem kallað er eftir vopnahléi af mannúðarástæðum án tafar á Gaza-svæðinu svo tryggja megi öryggi almennra borgara. Og það er vel. Ísland hefur verið í fararbroddi þeirra þjóða sem styðja Palestínubúa, við vorum fyrsta vestræna þjóðin til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki árið 2011. Og nú er íslenska þjóðþingið meðal þeirra allra fyrstu í heiminum til þess að kalla eftir tafarlausu vopnahléi. Ástandið á Gasa hefur oft verið skelfilegt en aldrei eins og núna og það gengur öllum djúpt inn að hjartarótum að horfa á fréttir, sjá og lesa vitnisburði þeirra sem eru í aðstæðunum þar sem gegndarlaust og hryllilegt ofbeldi á sér stað. Eitt ofbeldisverk réttlætir aldrei annað og þegar börn og aðrir saklausir borgarar lenda í víglínunni er afstaða með mannúð og gegn stríði eina afstaðan sem hægt er að taka. Eina. Það hefur verið þyngra en tárum taki að fylgjast með fréttum af framgangi stríðsins í vanmætti sínum hér lengst norður í hafi. Íslensk stjórnvöld hafa gert vel með því að auka framlög til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og með ályktuninni sem við samþykktum í dag er ríkisstjórninni falið að beita sér fyrir viðbótarframlagi til mannúðaraðstoðar. Til að þau framlög nái að nýtast sem best er nauðsynlegt að komið verði á vopnahléi svo hægt sé að veita bráðnauðsynlega neyðarstoð strax. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur alltaf látið sig málefni Palestínu varða og hreyfingin var einmitt í ríkisstjórn þegar Íslendingar lýstu yfir stuðningi við sjálfstætt ríki Palestínu. Ísland hefur í sögulegu samhengi staðið með Palestínu og palestínskum borgurum. Það er því í fullu samræmi við almennan vilja íslensku þjóðarinnar, sem var lýst í afgreiðslu Alþingis árið 2011, að við stöndum þétt með íbúum Palestínu. Og við verðum að muna að þó athygli heimsins beinist að Gasa-svæðinu núna þá er staða íbúa Vesturbakkans ekki góð heldur. Það er því áfram verk að vinna við að gera hvað í okkar valdi stendur svo líf palestínsku þjóðarinnar geti orðið mannsæmandi, bæði þeim og okkur öllum sem byggjum þennan heim. Ég hef sagt það áður að allt þref um texta og orðalag er hjóm í samhengi þess hryllilega ástands sem er fyrir botni Miðjarðarhafs. Því er ánægjulegt að það skyldi nást einróma samstaða milli allra flokka á Alþingi um þessa tillögu. Mér finnst það þinginu til sóma. Þetta eru skýr skilaboð frá Íslandi til umheimsins um það hver afstaða okkar er til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun