Samstaða um tafarlaust vopnahlé Orri Páll Jóhannsson skrifar 9. nóvember 2023 15:00 Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um afstöðu Íslands til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem kallað er eftir vopnahléi af mannúðarástæðum án tafar á Gaza-svæðinu svo tryggja megi öryggi almennra borgara. Og það er vel. Ísland hefur verið í fararbroddi þeirra þjóða sem styðja Palestínubúa, við vorum fyrsta vestræna þjóðin til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki árið 2011. Og nú er íslenska þjóðþingið meðal þeirra allra fyrstu í heiminum til þess að kalla eftir tafarlausu vopnahléi. Ástandið á Gasa hefur oft verið skelfilegt en aldrei eins og núna og það gengur öllum djúpt inn að hjartarótum að horfa á fréttir, sjá og lesa vitnisburði þeirra sem eru í aðstæðunum þar sem gegndarlaust og hryllilegt ofbeldi á sér stað. Eitt ofbeldisverk réttlætir aldrei annað og þegar börn og aðrir saklausir borgarar lenda í víglínunni er afstaða með mannúð og gegn stríði eina afstaðan sem hægt er að taka. Eina. Það hefur verið þyngra en tárum taki að fylgjast með fréttum af framgangi stríðsins í vanmætti sínum hér lengst norður í hafi. Íslensk stjórnvöld hafa gert vel með því að auka framlög til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og með ályktuninni sem við samþykktum í dag er ríkisstjórninni falið að beita sér fyrir viðbótarframlagi til mannúðaraðstoðar. Til að þau framlög nái að nýtast sem best er nauðsynlegt að komið verði á vopnahléi svo hægt sé að veita bráðnauðsynlega neyðarstoð strax. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur alltaf látið sig málefni Palestínu varða og hreyfingin var einmitt í ríkisstjórn þegar Íslendingar lýstu yfir stuðningi við sjálfstætt ríki Palestínu. Ísland hefur í sögulegu samhengi staðið með Palestínu og palestínskum borgurum. Það er því í fullu samræmi við almennan vilja íslensku þjóðarinnar, sem var lýst í afgreiðslu Alþingis árið 2011, að við stöndum þétt með íbúum Palestínu. Og við verðum að muna að þó athygli heimsins beinist að Gasa-svæðinu núna þá er staða íbúa Vesturbakkans ekki góð heldur. Það er því áfram verk að vinna við að gera hvað í okkar valdi stendur svo líf palestínsku þjóðarinnar geti orðið mannsæmandi, bæði þeim og okkur öllum sem byggjum þennan heim. Ég hef sagt það áður að allt þref um texta og orðalag er hjóm í samhengi þess hryllilega ástands sem er fyrir botni Miðjarðarhafs. Því er ánægjulegt að það skyldi nást einróma samstaða milli allra flokka á Alþingi um þessa tillögu. Mér finnst það þinginu til sóma. Þetta eru skýr skilaboð frá Íslandi til umheimsins um það hver afstaða okkar er til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Páll Jóhannsson Vinstri græn Alþingi Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um afstöðu Íslands til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem kallað er eftir vopnahléi af mannúðarástæðum án tafar á Gaza-svæðinu svo tryggja megi öryggi almennra borgara. Og það er vel. Ísland hefur verið í fararbroddi þeirra þjóða sem styðja Palestínubúa, við vorum fyrsta vestræna þjóðin til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki árið 2011. Og nú er íslenska þjóðþingið meðal þeirra allra fyrstu í heiminum til þess að kalla eftir tafarlausu vopnahléi. Ástandið á Gasa hefur oft verið skelfilegt en aldrei eins og núna og það gengur öllum djúpt inn að hjartarótum að horfa á fréttir, sjá og lesa vitnisburði þeirra sem eru í aðstæðunum þar sem gegndarlaust og hryllilegt ofbeldi á sér stað. Eitt ofbeldisverk réttlætir aldrei annað og þegar börn og aðrir saklausir borgarar lenda í víglínunni er afstaða með mannúð og gegn stríði eina afstaðan sem hægt er að taka. Eina. Það hefur verið þyngra en tárum taki að fylgjast með fréttum af framgangi stríðsins í vanmætti sínum hér lengst norður í hafi. Íslensk stjórnvöld hafa gert vel með því að auka framlög til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og með ályktuninni sem við samþykktum í dag er ríkisstjórninni falið að beita sér fyrir viðbótarframlagi til mannúðaraðstoðar. Til að þau framlög nái að nýtast sem best er nauðsynlegt að komið verði á vopnahléi svo hægt sé að veita bráðnauðsynlega neyðarstoð strax. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur alltaf látið sig málefni Palestínu varða og hreyfingin var einmitt í ríkisstjórn þegar Íslendingar lýstu yfir stuðningi við sjálfstætt ríki Palestínu. Ísland hefur í sögulegu samhengi staðið með Palestínu og palestínskum borgurum. Það er því í fullu samræmi við almennan vilja íslensku þjóðarinnar, sem var lýst í afgreiðslu Alþingis árið 2011, að við stöndum þétt með íbúum Palestínu. Og við verðum að muna að þó athygli heimsins beinist að Gasa-svæðinu núna þá er staða íbúa Vesturbakkans ekki góð heldur. Það er því áfram verk að vinna við að gera hvað í okkar valdi stendur svo líf palestínsku þjóðarinnar geti orðið mannsæmandi, bæði þeim og okkur öllum sem byggjum þennan heim. Ég hef sagt það áður að allt þref um texta og orðalag er hjóm í samhengi þess hryllilega ástands sem er fyrir botni Miðjarðarhafs. Því er ánægjulegt að það skyldi nást einróma samstaða milli allra flokka á Alþingi um þessa tillögu. Mér finnst það þinginu til sóma. Þetta eru skýr skilaboð frá Íslandi til umheimsins um það hver afstaða okkar er til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar