Ferðamaður mögulega ísbjörninn á Langjökli Jón Þór Stefánsson skrifar 8. nóvember 2023 11:31 Ísbirnir hafa heimsótt Ísland þónokkrum sinnum. Þeir eru þó ekki þekktir fyrir að koma sér inn á mitt land. EPA Leit lögreglunnar á Vesturlandi og Landhelgisgæslunnar að ísbirni á Langjökli í gær skilaði litlu. Enginn hvítabjörn fannst og enginn ummerki eftir slíkt dýr heldur. Frá þessu greinir Kristján Ingi Kristjánsson, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við Vísi. Hann tekur þó fram að í raun hafi ekki verið búist við því að leitin myndi skila árangri. „Þeir kláruðu að leita þetta svæði og ekkert fannst, hvorki björn né ummerki. Þannig þetta er bara búið af okkar hálfu nema eitthvað nýtt komi fram,“ segir Kristján. Hann metur að leitin, sem fór fram í þyrlu Landhelgisgæslunnar, hafi tekið um það bil einn og hálfan klukkutíma. Leitin hófst eftir að lögreglunni bárust tilkynningar um fótspor á jöklinum. Enginn ísbjörn fari á mitt Ísland „Ísbjörn á Langjökli. Er ekki í lagi með menn?“ spyr fjallgöngumaðurinn Arngrímur Hermannsson á Facebook-síðu sinni, en hann er með tilgátu um hvað ísbjarnasporin hafi verið í raun og veru. „Nú er hann sloppin úr landi og floginn til Colorado með Icelandair, þar finnið þið Ísbjörninn.“ Í samtali við Vísi útskýrir Arngrímur að í síðustu viku hafi hann farið með tvo erlenda karlmenn í ferðir um Langjökul. „Við gengum um allan jökullinn alla síðustu viku. Og svo sá ég þessa frétt hjá ykkur um þetta á Langjökli. Mér datt bara í hug að þetta væri einhver misskilningur, sem ég var alveg viss um að þetta væri, því það fer enginn ísbjörn inn á mitt Ísland. Þá kom ég með þessa skopkenningu.“ Annar ferðafélaga Arngríms hafi stóran hluta ferðarinnar notast við skó sem skilja eftir spor sem minna gætu á ísbjörn. „Förin eftir hann voru bara eins og ísbjarnaför, það verður bara að segjast eins og er.“ Þá segir Arngrímur að heima hjá sér sé hann með uppstoppaðan ísbörn. Í morgun hafi hann ákveðið að mæla þófana á honum og segir þá vera tíu sentímetra breiða. Þá hafi hann séð myndir af meintum ísbjarnarsporum á Langjökli og sýndist þau vera miklu stærri en það. Leit lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar um Langjökul stóð yfir í um það bil einn og hálfan klukkutíma.Rax Mynd frá Langjökli, en enginn ísbjörn fannst þar.Rax Mögulegt að sporin séu eftir mann Kristján Ingi yfirlögregluþjónn segir vel mögulegt að fótsporinn sem orsökuðu leitina séu í raun eftir veiðimann, eða eftir annan sem hafi verið á jöklinum, þá helst á stórum ísbroddum. Síðan geti slík fótspor breytt um lögun þegar snjór bráðnar, og þá jafnvel líkst ísbjarnasporum. Lögreglumál Dýr Bláskógabyggð Borgarbyggð Ísbirnir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Frá þessu greinir Kristján Ingi Kristjánsson, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við Vísi. Hann tekur þó fram að í raun hafi ekki verið búist við því að leitin myndi skila árangri. „Þeir kláruðu að leita þetta svæði og ekkert fannst, hvorki björn né ummerki. Þannig þetta er bara búið af okkar hálfu nema eitthvað nýtt komi fram,“ segir Kristján. Hann metur að leitin, sem fór fram í þyrlu Landhelgisgæslunnar, hafi tekið um það bil einn og hálfan klukkutíma. Leitin hófst eftir að lögreglunni bárust tilkynningar um fótspor á jöklinum. Enginn ísbjörn fari á mitt Ísland „Ísbjörn á Langjökli. Er ekki í lagi með menn?“ spyr fjallgöngumaðurinn Arngrímur Hermannsson á Facebook-síðu sinni, en hann er með tilgátu um hvað ísbjarnasporin hafi verið í raun og veru. „Nú er hann sloppin úr landi og floginn til Colorado með Icelandair, þar finnið þið Ísbjörninn.“ Í samtali við Vísi útskýrir Arngrímur að í síðustu viku hafi hann farið með tvo erlenda karlmenn í ferðir um Langjökul. „Við gengum um allan jökullinn alla síðustu viku. Og svo sá ég þessa frétt hjá ykkur um þetta á Langjökli. Mér datt bara í hug að þetta væri einhver misskilningur, sem ég var alveg viss um að þetta væri, því það fer enginn ísbjörn inn á mitt Ísland. Þá kom ég með þessa skopkenningu.“ Annar ferðafélaga Arngríms hafi stóran hluta ferðarinnar notast við skó sem skilja eftir spor sem minna gætu á ísbjörn. „Förin eftir hann voru bara eins og ísbjarnaför, það verður bara að segjast eins og er.“ Þá segir Arngrímur að heima hjá sér sé hann með uppstoppaðan ísbörn. Í morgun hafi hann ákveðið að mæla þófana á honum og segir þá vera tíu sentímetra breiða. Þá hafi hann séð myndir af meintum ísbjarnarsporum á Langjökli og sýndist þau vera miklu stærri en það. Leit lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar um Langjökul stóð yfir í um það bil einn og hálfan klukkutíma.Rax Mynd frá Langjökli, en enginn ísbjörn fannst þar.Rax Mögulegt að sporin séu eftir mann Kristján Ingi yfirlögregluþjónn segir vel mögulegt að fótsporinn sem orsökuðu leitina séu í raun eftir veiðimann, eða eftir annan sem hafi verið á jöklinum, þá helst á stórum ísbroddum. Síðan geti slík fótspor breytt um lögun þegar snjór bráðnar, og þá jafnvel líkst ísbjarnasporum.
Lögreglumál Dýr Bláskógabyggð Borgarbyggð Ísbirnir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira