„Við verðum að kunna okkur hóf í notkuninni“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. nóvember 2023 23:50 Sigurður Ingi leggur áherslu á að frumvarpið fái umfjöllun í þinginu sem fyrst. Vísir/Vilhelm Samgönguráðherra leggur áherslu á að frumvarp sem tekur á notkun rafhlaupahjóla fái meðferð í þinginu sem fyrst. Þó hjólin séu fínasta samgöngubót verði fólk að kunna sér hóf. Í Kompás var greint frá því að árlega fari allt að tuttugu manns í endurhæfingu á Grensás vegna mænu- og heilaskaða eftir slys á rafhlaupahjóli. Um fjórðungur allra umferðaslysa verða á hjólunum. Líkt og kom fram í þættinum hefur samgönguráðherra boðað aukið regluverk í kringum hjólin í frumvarpi sem nú liggur í samráðsgátt. Gert er ráð fyrir að lögreglan fái heimildir til að taka á ölvunarakstri, aldursskilyrði sett og fleiri atriði. Hann segir frumvarpið væntanlegt í þingið á næstu vikum. „Ég hef nú bara verið að leggja áherslu á að koma því fyrst þangað inn, ég held að á þeim tíma sem það kom fram upphaflega þá voru kannski meira skiptar skoðanir um ákveðna hluti þess sem þar eru sem ég held að menn hafi í dag í ljósi mjög margra alvarlegra slysa meiri skilning á,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Norðurlöndin hafa flest gripið til einhverra takmarkana þegar kemur að notkun leiguhjóla og svipar frumvarp Sigurðar til þeirra skrefa sem Norðmenn hafa tekið. „Og þeir eru komnir með tölur um ótrúlegan árangur af þessari leið sem þeir fóru og er nokkuð sambærileg þeirri sem við ætlum að fara. Áskorunin er alls staðar sú sama. Þetta er ný og frábær tækni til samgangna en við verðum einhvern veginn að kunna okkur hóf í notkuninni.“ Hann segist ekki eiga von á öðru en að frumvarpið verði samþykkt. „Einfaldlega held ég að þessi fjöldi slysa sem hefur ratað í umræðuna sem er ágætt til að vara fólk við og sú staðreynt að einn fjórði af öllum alvarlegum slysum í landinu eru vegna þessarar notkunar og oft hjá börnum og ungmenni, þá hljótum við að vera tilbúin að skoða að setja einhvers konar regluverk í kringum það.“ Kompás Rafhlaupahjól Samgönguslys Umferðaröryggi Heilbrigðismál Slysavarnir Tengdar fréttir Heilaáverkar og lömun eftir rafhlaupahjólaslys: „Lífið mitt er bara svona núna“ Fjórðungur allra alvarlegra slysa í umferðinni verða á rafhlaupahjólum. Endurhæfingardeild Grensáss tekur á móti alvarlegustu tilfellunum; fólki með mænu- og heilaskaða og sumir ná sér aldrei til fulls. Í Kompás heyrum við sögur Evu og Birnu sem báðar lentu í lífshættu eftir alvarlegt slys á rafhlaupahjóli. 31. október 2023 07:00 Fjöldi kærður og sektaður eftir slys á rafhlaupahjóli Lögregla hefur á þessu ári kært og sektað um hundrað manns sem hafa dottið á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis. Aðalvarðstjóri umferðardeildar segir óhæft hversu algeng slysin eru og telur að taka þurfi á málinu. 1. nóvember 2023 12:51 Hjólin éti upp árangurinn Samhliða fjölgun rafhlaupahjólaslysa fjarlægjast Íslendingar markmið um fækkun umferðarslysa. Samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er talinn nema um fjörutíu milljörðum á ári. 1. nóvember 2023 07:00 Um þrír á dag á bráðamóttöku eftir slys á rafhlaupahjóli Á hverjum degi leita um tveir til þrír á bráðamóttökuna eftir slys á rafhlaupahjóli. Yfirlæknir segir algengt að fólk skelli á andlitið og margir hljóta því höfuðáverka. Hann segir börn og ölvað fólk eiga ekkert erindi á hjólin. 31. október 2023 21:00 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Í Kompás var greint frá því að árlega fari allt að tuttugu manns í endurhæfingu á Grensás vegna mænu- og heilaskaða eftir slys á rafhlaupahjóli. Um fjórðungur allra umferðaslysa verða á hjólunum. Líkt og kom fram í þættinum hefur samgönguráðherra boðað aukið regluverk í kringum hjólin í frumvarpi sem nú liggur í samráðsgátt. Gert er ráð fyrir að lögreglan fái heimildir til að taka á ölvunarakstri, aldursskilyrði sett og fleiri atriði. Hann segir frumvarpið væntanlegt í þingið á næstu vikum. „Ég hef nú bara verið að leggja áherslu á að koma því fyrst þangað inn, ég held að á þeim tíma sem það kom fram upphaflega þá voru kannski meira skiptar skoðanir um ákveðna hluti þess sem þar eru sem ég held að menn hafi í dag í ljósi mjög margra alvarlegra slysa meiri skilning á,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Norðurlöndin hafa flest gripið til einhverra takmarkana þegar kemur að notkun leiguhjóla og svipar frumvarp Sigurðar til þeirra skrefa sem Norðmenn hafa tekið. „Og þeir eru komnir með tölur um ótrúlegan árangur af þessari leið sem þeir fóru og er nokkuð sambærileg þeirri sem við ætlum að fara. Áskorunin er alls staðar sú sama. Þetta er ný og frábær tækni til samgangna en við verðum einhvern veginn að kunna okkur hóf í notkuninni.“ Hann segist ekki eiga von á öðru en að frumvarpið verði samþykkt. „Einfaldlega held ég að þessi fjöldi slysa sem hefur ratað í umræðuna sem er ágætt til að vara fólk við og sú staðreynt að einn fjórði af öllum alvarlegum slysum í landinu eru vegna þessarar notkunar og oft hjá börnum og ungmenni, þá hljótum við að vera tilbúin að skoða að setja einhvers konar regluverk í kringum það.“
Kompás Rafhlaupahjól Samgönguslys Umferðaröryggi Heilbrigðismál Slysavarnir Tengdar fréttir Heilaáverkar og lömun eftir rafhlaupahjólaslys: „Lífið mitt er bara svona núna“ Fjórðungur allra alvarlegra slysa í umferðinni verða á rafhlaupahjólum. Endurhæfingardeild Grensáss tekur á móti alvarlegustu tilfellunum; fólki með mænu- og heilaskaða og sumir ná sér aldrei til fulls. Í Kompás heyrum við sögur Evu og Birnu sem báðar lentu í lífshættu eftir alvarlegt slys á rafhlaupahjóli. 31. október 2023 07:00 Fjöldi kærður og sektaður eftir slys á rafhlaupahjóli Lögregla hefur á þessu ári kært og sektað um hundrað manns sem hafa dottið á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis. Aðalvarðstjóri umferðardeildar segir óhæft hversu algeng slysin eru og telur að taka þurfi á málinu. 1. nóvember 2023 12:51 Hjólin éti upp árangurinn Samhliða fjölgun rafhlaupahjólaslysa fjarlægjast Íslendingar markmið um fækkun umferðarslysa. Samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er talinn nema um fjörutíu milljörðum á ári. 1. nóvember 2023 07:00 Um þrír á dag á bráðamóttöku eftir slys á rafhlaupahjóli Á hverjum degi leita um tveir til þrír á bráðamóttökuna eftir slys á rafhlaupahjóli. Yfirlæknir segir algengt að fólk skelli á andlitið og margir hljóta því höfuðáverka. Hann segir börn og ölvað fólk eiga ekkert erindi á hjólin. 31. október 2023 21:00 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Heilaáverkar og lömun eftir rafhlaupahjólaslys: „Lífið mitt er bara svona núna“ Fjórðungur allra alvarlegra slysa í umferðinni verða á rafhlaupahjólum. Endurhæfingardeild Grensáss tekur á móti alvarlegustu tilfellunum; fólki með mænu- og heilaskaða og sumir ná sér aldrei til fulls. Í Kompás heyrum við sögur Evu og Birnu sem báðar lentu í lífshættu eftir alvarlegt slys á rafhlaupahjóli. 31. október 2023 07:00
Fjöldi kærður og sektaður eftir slys á rafhlaupahjóli Lögregla hefur á þessu ári kært og sektað um hundrað manns sem hafa dottið á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis. Aðalvarðstjóri umferðardeildar segir óhæft hversu algeng slysin eru og telur að taka þurfi á málinu. 1. nóvember 2023 12:51
Hjólin éti upp árangurinn Samhliða fjölgun rafhlaupahjólaslysa fjarlægjast Íslendingar markmið um fækkun umferðarslysa. Samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er talinn nema um fjörutíu milljörðum á ári. 1. nóvember 2023 07:00
Um þrír á dag á bráðamóttöku eftir slys á rafhlaupahjóli Á hverjum degi leita um tveir til þrír á bráðamóttökuna eftir slys á rafhlaupahjóli. Yfirlæknir segir algengt að fólk skelli á andlitið og margir hljóta því höfuðáverka. Hann segir börn og ölvað fólk eiga ekkert erindi á hjólin. 31. október 2023 21:00