Tíu ára fangelsi fyrir manndrápið við Fjarðarkaup Kolbeinn Tumi Daðason og Jón Þór Stefánsson skrifa 3. nóvember 2023 15:19 Stúlkan tók árásina upp á myndband sem var eitt af aðalsönnunargögnunum í málinu. Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, tæplega nítján ára karlmaður, var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness fyrir luktum dyrum á fjórða tímanum. Þinghald í málinu var lokað að kröfu verjenda sakborninga. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólsins. Karlmennirnir þrír voru allir ákærðir fyrir manndráp en þeir yngri voru dæmdir fyrir stórfellda líkamsárás. Það var aðfaranótt föstudagsins 21. apríl sem pólskur karlmaður fannst látinn á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Fjórir ungir Íslendingar voru handteknir, þrír karlkyns og ein kvenkyns. Þrjú þeirra voru undir átján ára þegar atburðurinn átti sér stað og því ekki lögráða. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom upp ósætti hjá ungu Íslendingunum fjórum og hinum látna sem tengdist fíkniefnaneyslu á Íslenska rokkbarnum í nágrenni Fjarðarkaupa. Ósættið breyttist í átök á bílastæði Fjarðarkaupa þar sem piltarnir réðust á brotaþola. Hann lést af stungusárum. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir öllum fjórum vegna málsins. Sæmundur Tryggvi, sem verður nítján ára í lok nóvember og lögráða ólíkt hinum þremur, og virðist af myndbandsupptöku og ákæru hafa haft sig mest í frammi, hefur setið í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði síðan. Sautján ára piltarnir hafa verið vistaðir á Stuðlum en stúlkan var látin laus þremur dögum eftir manndrápið. Piltarnir voru ákærðir fyrir manndráp en stúlkan fyrir að hafa ekki komið hinum látna til hjálpar þar sem hann var staddur í lífsháska. Aðalmeðferð í málinu fór fram í byrjun október. Dómari samþykkti að kröfu verjenda ákærðu að þinghald í málinu yrði lokað. Fjölmiðlar gátu því ekki fylgst með því sem fram fer og aðilum máls er óheimilt að tjá sig um það sem fram kemur. Fjallað verður nánar um niðurstöðu héraðsdóms þegar dómurinn hefur verið birtur. Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Dómsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Deilur um fíkniefni upphafið að hrottalegu manndrápi Átök á milli þriggja 17 til 19 ára pilta við 27 ára pólskan karlmann sem lauk með manndrápi í Hafnarfirði í apríl má rekja til deilna sem tengdust fíkniefnum. Fólkið þekktist ekkert en því hafði verið vísað af Íslenska rokkbarnum fyrir neyslu fíkniefna fyrir opnum tjöldum. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í október. 31. júlí 2023 07:00 Grimmdarlegar lýsingar á manndrápinu í Hafnarfirði Þrír ungir menn sem sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólskum karlmanni bana í apríl eru sakaðir um grimmdarlega árás sem leiddi til dauða. Sá elsti er sakaður um að hafa stungið hann endurtekið þar sem hann lá varnarlaus eftir að hafa náð að reisa sig við í tvígang, særður eftir árásina. Upptaka vinkonu mannanna af árásinni er lykilsönnunargagn í málinu. Hún er ákærð fyrir að hafa ekki komið til hjálpar. 21. júlí 2023 15:59 Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness fyrir luktum dyrum á fjórða tímanum. Þinghald í málinu var lokað að kröfu verjenda sakborninga. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólsins. Karlmennirnir þrír voru allir ákærðir fyrir manndráp en þeir yngri voru dæmdir fyrir stórfellda líkamsárás. Það var aðfaranótt föstudagsins 21. apríl sem pólskur karlmaður fannst látinn á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Fjórir ungir Íslendingar voru handteknir, þrír karlkyns og ein kvenkyns. Þrjú þeirra voru undir átján ára þegar atburðurinn átti sér stað og því ekki lögráða. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom upp ósætti hjá ungu Íslendingunum fjórum og hinum látna sem tengdist fíkniefnaneyslu á Íslenska rokkbarnum í nágrenni Fjarðarkaupa. Ósættið breyttist í átök á bílastæði Fjarðarkaupa þar sem piltarnir réðust á brotaþola. Hann lést af stungusárum. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir öllum fjórum vegna málsins. Sæmundur Tryggvi, sem verður nítján ára í lok nóvember og lögráða ólíkt hinum þremur, og virðist af myndbandsupptöku og ákæru hafa haft sig mest í frammi, hefur setið í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði síðan. Sautján ára piltarnir hafa verið vistaðir á Stuðlum en stúlkan var látin laus þremur dögum eftir manndrápið. Piltarnir voru ákærðir fyrir manndráp en stúlkan fyrir að hafa ekki komið hinum látna til hjálpar þar sem hann var staddur í lífsháska. Aðalmeðferð í málinu fór fram í byrjun október. Dómari samþykkti að kröfu verjenda ákærðu að þinghald í málinu yrði lokað. Fjölmiðlar gátu því ekki fylgst með því sem fram fer og aðilum máls er óheimilt að tjá sig um það sem fram kemur. Fjallað verður nánar um niðurstöðu héraðsdóms þegar dómurinn hefur verið birtur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Dómsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Deilur um fíkniefni upphafið að hrottalegu manndrápi Átök á milli þriggja 17 til 19 ára pilta við 27 ára pólskan karlmann sem lauk með manndrápi í Hafnarfirði í apríl má rekja til deilna sem tengdust fíkniefnum. Fólkið þekktist ekkert en því hafði verið vísað af Íslenska rokkbarnum fyrir neyslu fíkniefna fyrir opnum tjöldum. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í október. 31. júlí 2023 07:00 Grimmdarlegar lýsingar á manndrápinu í Hafnarfirði Þrír ungir menn sem sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólskum karlmanni bana í apríl eru sakaðir um grimmdarlega árás sem leiddi til dauða. Sá elsti er sakaður um að hafa stungið hann endurtekið þar sem hann lá varnarlaus eftir að hafa náð að reisa sig við í tvígang, særður eftir árásina. Upptaka vinkonu mannanna af árásinni er lykilsönnunargagn í málinu. Hún er ákærð fyrir að hafa ekki komið til hjálpar. 21. júlí 2023 15:59 Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Deilur um fíkniefni upphafið að hrottalegu manndrápi Átök á milli þriggja 17 til 19 ára pilta við 27 ára pólskan karlmann sem lauk með manndrápi í Hafnarfirði í apríl má rekja til deilna sem tengdust fíkniefnum. Fólkið þekktist ekkert en því hafði verið vísað af Íslenska rokkbarnum fyrir neyslu fíkniefna fyrir opnum tjöldum. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í október. 31. júlí 2023 07:00
Grimmdarlegar lýsingar á manndrápinu í Hafnarfirði Þrír ungir menn sem sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólskum karlmanni bana í apríl eru sakaðir um grimmdarlega árás sem leiddi til dauða. Sá elsti er sakaður um að hafa stungið hann endurtekið þar sem hann lá varnarlaus eftir að hafa náð að reisa sig við í tvígang, særður eftir árásina. Upptaka vinkonu mannanna af árásinni er lykilsönnunargagn í málinu. Hún er ákærð fyrir að hafa ekki komið til hjálpar. 21. júlí 2023 15:59
Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42