Lokum Bláa lóninu Sveinn Gauti Einarsson skrifar 3. nóvember 2023 12:01 Þann 9. desember 2019 hófst sprengigos á eyjunni Whakaari úti fyrir ströndum Nýja Sjálands. Gosið kom nokkuð á óvart og var töluvert af ferðamönnum á eyjunni. Fólkið á svæðinu hafði enga undankomuleið og alls létust 22 á eyjunni þennan dag. Eldstöðin á Whakaari er vel þekkt, gýs reglulega og hafði síðast gosið árið 2016. Töluverður órói hafði mælst í fjallinu vikurnar fyrir eldgosið og jarðfræðistofnun Nýja Sjálands var búin að vara við aukinni hættu á eldvirkni í eyjunni. Þrátt fyrir það var ferðaþjónustufyrirtækjum leyft að sigla með farþega í skoðunarferðir út í eyjuna. Nú er deilt um það fyrir nýsjálenskum dómstólum hver ber ábyrgð á þessum harmleik. Sagt er að sérfræðingarnir hafi brugðist, banna hefði átt ferðir út í eyjuna. Aðrir segja að græðgi ferðaþjónustunnar hafi ráðið för. Ferðaþjónustufyrirtækin hefðu átt að hætta ferðum þegar viðbúnaðarstig var hækkað. Eftir stendur að bæði sérfræðingarnir og ferðaþjónustufyrirtækin brugðust, 22 létust og 25 særðust illa. Margt af því fólki vissi ekkert um aukinn óróa á svæðinu. Í Svartsengi standa nú yfir jarðhræringar. Sérfræðingum virðist koma saman um það að þar sé kvika að safnast fyrir á 4km dýpi. Mikil óvissa virðist vera um það hvað ferð sé á kvikunni og hvert hún muni leita. Það er þó öllum ljóst að nú er mjög aukin hætta á eldvirkni nærri Svartsengi. Seinast gaus í Svartsengi fyrir um 800 árum. Dæmi eru um að gos í þessu kerfi séu kraftmikil en standi stutt yfir. Eðli málsins samkvæmt eru ekki til miklar upplýsingar um hegðun fyrri gosa. Hegðun eldstöðvarinnar er mun minna þekkt en Whakaari. Nálægt miðju núverandi virkni er Bláa Lónið. Bláa Lónið er um ársins hring fullt af ferðamönnum á baðfötum. Forsvarsfólk Bláa Lónsins hefur verið spurt undanfarna daga hvort óhætt sé að baða sig í lóninu. Þar stendur ekki á svörum. Nægur fyrirvari verður til að rýma lónið komi til eldgoss á svæðinu. Nú er ég ekki eldfjallafræðingur en ég velti þessari staðhæfingu fyrir mér. Það hefur gosið þrisvar á undanförnum árum á Reykjanesi. Aldrei tókst að spá fyrir um upphaf goss og engin viðvörun var um að gos væri við það að hefjast. Hverni er staðan öðruvísi núna. Af hverju treystir fólk sér til að gefa nokkurra klukkutíma viðvörun þrátt fyrir að það hafi ekki tekist í Fimmvörðuhálsi, ekki tekist í þrígang í Fagradalsfjalli og ekki á Nýja Sjálandi? Er hægt að segja með fullri vissu að það geti ekki gosið þarna fyrirvaralaust? Ef kröftugt gos kemur upp undir Bláa Lóninu þá tekur frá einhverjum sekúndum upp í 2 - 3 mínútur fyrir kvikuna að sjóða allt vatnið í lóninu. Ef fólk er í lóninu þá er ekki spurt að leikslokum. Það yrðu mestu hamfarir á Íslandi á lýðveldistímanum og ennþá verra en á Nýja Sjálandi. Það gera allir mistök. Sérfræðingar líka. Við sáum það í vetur þegar snjóflóð féll á hús sem ekki hafði verið rýmt á Neskaupstað. Að sama skapi féll snjóflóð á hús sem átti að vera varið á Flateyri árið 2020. Það er líka óumdeilt að sérfræðingarnir vanmátu hættuna á eldgosi á Nýja Sjálandi. Við hikum ekki við að loka vegum ef veður er vont. Við rýmum hús á hverju ári vegna snjóflóðahættu. Við fórum í alls konar aðgerðir þegar Covid geysaði. Við eigum að loka Bláa Lóninu þar til þessa hrina jarðhræringa er gengin yfir. Ekki veit ég hverjar líkurnar eru á því að það gjósi. En það er alveg ljóst að það er ekki útilokað. Það er líka alveg ljóst að ef að gýs þá geta afleiðingarnar orðið hræðilegar ef ekki hefur verið gripið til aðgerða. Á heimasíðu og Facebook síðu Bláa lónsins eru engar upplýsingar um aukna eldvirkni. Ferðamennirnir sem kaupa sér miða í lónið eru flestir grunlausir um hættuna sem því fylgir. Ég á forsvarsmenn Bláa Lónsins að hætta að láta eins og eldvirknin sé ekki candamál og að engin áhætta fylgi henni og loka lóninu næstu vikurnar þar til ástandið er orðið eðlilegt aftur. Ég skora líka á yfirvöld að tryggja að Bláa Lóninu verði gert að loka tímabundið, rétt eins og gert var í Covid og gert er á hverju ári þegar hætta af völdum annars konar náttúruhamförum blasir við. Við setjum það ekki í hendur íbúa hvenær eigi að rýma snjóflóðahættusvæði og það sama gildir núna. Gerum ekki sömu mistök og í Nýja Sjálandi! Lærum af þeirra mistökum gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að Ísland sé öruggt land til að heimsækja og komum í veg fyrir mögulegar hörmungar. Höfundur er umhverfisverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Almannavarnir Grindavík Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þann 9. desember 2019 hófst sprengigos á eyjunni Whakaari úti fyrir ströndum Nýja Sjálands. Gosið kom nokkuð á óvart og var töluvert af ferðamönnum á eyjunni. Fólkið á svæðinu hafði enga undankomuleið og alls létust 22 á eyjunni þennan dag. Eldstöðin á Whakaari er vel þekkt, gýs reglulega og hafði síðast gosið árið 2016. Töluverður órói hafði mælst í fjallinu vikurnar fyrir eldgosið og jarðfræðistofnun Nýja Sjálands var búin að vara við aukinni hættu á eldvirkni í eyjunni. Þrátt fyrir það var ferðaþjónustufyrirtækjum leyft að sigla með farþega í skoðunarferðir út í eyjuna. Nú er deilt um það fyrir nýsjálenskum dómstólum hver ber ábyrgð á þessum harmleik. Sagt er að sérfræðingarnir hafi brugðist, banna hefði átt ferðir út í eyjuna. Aðrir segja að græðgi ferðaþjónustunnar hafi ráðið för. Ferðaþjónustufyrirtækin hefðu átt að hætta ferðum þegar viðbúnaðarstig var hækkað. Eftir stendur að bæði sérfræðingarnir og ferðaþjónustufyrirtækin brugðust, 22 létust og 25 særðust illa. Margt af því fólki vissi ekkert um aukinn óróa á svæðinu. Í Svartsengi standa nú yfir jarðhræringar. Sérfræðingum virðist koma saman um það að þar sé kvika að safnast fyrir á 4km dýpi. Mikil óvissa virðist vera um það hvað ferð sé á kvikunni og hvert hún muni leita. Það er þó öllum ljóst að nú er mjög aukin hætta á eldvirkni nærri Svartsengi. Seinast gaus í Svartsengi fyrir um 800 árum. Dæmi eru um að gos í þessu kerfi séu kraftmikil en standi stutt yfir. Eðli málsins samkvæmt eru ekki til miklar upplýsingar um hegðun fyrri gosa. Hegðun eldstöðvarinnar er mun minna þekkt en Whakaari. Nálægt miðju núverandi virkni er Bláa Lónið. Bláa Lónið er um ársins hring fullt af ferðamönnum á baðfötum. Forsvarsfólk Bláa Lónsins hefur verið spurt undanfarna daga hvort óhætt sé að baða sig í lóninu. Þar stendur ekki á svörum. Nægur fyrirvari verður til að rýma lónið komi til eldgoss á svæðinu. Nú er ég ekki eldfjallafræðingur en ég velti þessari staðhæfingu fyrir mér. Það hefur gosið þrisvar á undanförnum árum á Reykjanesi. Aldrei tókst að spá fyrir um upphaf goss og engin viðvörun var um að gos væri við það að hefjast. Hverni er staðan öðruvísi núna. Af hverju treystir fólk sér til að gefa nokkurra klukkutíma viðvörun þrátt fyrir að það hafi ekki tekist í Fimmvörðuhálsi, ekki tekist í þrígang í Fagradalsfjalli og ekki á Nýja Sjálandi? Er hægt að segja með fullri vissu að það geti ekki gosið þarna fyrirvaralaust? Ef kröftugt gos kemur upp undir Bláa Lóninu þá tekur frá einhverjum sekúndum upp í 2 - 3 mínútur fyrir kvikuna að sjóða allt vatnið í lóninu. Ef fólk er í lóninu þá er ekki spurt að leikslokum. Það yrðu mestu hamfarir á Íslandi á lýðveldistímanum og ennþá verra en á Nýja Sjálandi. Það gera allir mistök. Sérfræðingar líka. Við sáum það í vetur þegar snjóflóð féll á hús sem ekki hafði verið rýmt á Neskaupstað. Að sama skapi féll snjóflóð á hús sem átti að vera varið á Flateyri árið 2020. Það er líka óumdeilt að sérfræðingarnir vanmátu hættuna á eldgosi á Nýja Sjálandi. Við hikum ekki við að loka vegum ef veður er vont. Við rýmum hús á hverju ári vegna snjóflóðahættu. Við fórum í alls konar aðgerðir þegar Covid geysaði. Við eigum að loka Bláa Lóninu þar til þessa hrina jarðhræringa er gengin yfir. Ekki veit ég hverjar líkurnar eru á því að það gjósi. En það er alveg ljóst að það er ekki útilokað. Það er líka alveg ljóst að ef að gýs þá geta afleiðingarnar orðið hræðilegar ef ekki hefur verið gripið til aðgerða. Á heimasíðu og Facebook síðu Bláa lónsins eru engar upplýsingar um aukna eldvirkni. Ferðamennirnir sem kaupa sér miða í lónið eru flestir grunlausir um hættuna sem því fylgir. Ég á forsvarsmenn Bláa Lónsins að hætta að láta eins og eldvirknin sé ekki candamál og að engin áhætta fylgi henni og loka lóninu næstu vikurnar þar til ástandið er orðið eðlilegt aftur. Ég skora líka á yfirvöld að tryggja að Bláa Lóninu verði gert að loka tímabundið, rétt eins og gert var í Covid og gert er á hverju ári þegar hætta af völdum annars konar náttúruhamförum blasir við. Við setjum það ekki í hendur íbúa hvenær eigi að rýma snjóflóðahættusvæði og það sama gildir núna. Gerum ekki sömu mistök og í Nýja Sjálandi! Lærum af þeirra mistökum gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að Ísland sé öruggt land til að heimsækja og komum í veg fyrir mögulegar hörmungar. Höfundur er umhverfisverkfræðingur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar