Sporhundurinn Alma kominn til starfa Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2023 23:18 Þórir þjálfari og Alma. Þjálfunin tekur um tvö ár. Vísir/Arnar Björgunarsveit Hafnarfjarðar fékk nýlega til liðs við sig sporhundinn Ölmu. Björgunarsveitin hefur verið með sporhunda síðan 1962 Alma er aðeins níu mánaða og telst því enn vera hvolpur. Hún hefur þjálfun sína í næstu viku og lýkur henni eftir um tvö ár. „Núna erum við með hana í umhverfisþjálfun, að þora að vera innan um farartæki og fólk. Svo þegar við byrjum á sporunum sem slíkum gengur þetta út á að láta hana spora og tengja saman lykt frá þeim týnda, við sporið,“ segir Þórir Sigurhansson sporhundaþjálfari hjá björgunarsveitinni. Þórir segir góðan árangur af notkun slíkra hunda við leit. Oft rammi þeir inn svæðið sem gott er að leita á. „Við reynum yfirleitt að byrja með þær ungar og hafa þær þannig að þær komi til landsins ekkert þjálfaðar. Þannig getum við mótað þær eftir okkar eigin höfði.“ Þórir segir hundana nýtast í allt að tíu ár í vinnu en búi áfram hjá björgunarsveitinni eftir það. Þau haldi áfram að sjá um hundana og haldi þeim í þjálfun. „Það er mjög stutt vinnuævi hjá þeim. Í kringum tíu ára aldur höfum við verið að gefa þeim lífeyri.“ Þórir segir alla hunda sem björgunarsveitin hafi verið með hafa verið innflutta, og alla nema einn vera tíkur. Eins og stendur er sveitin með þrjá hunda í vinnu. Alma á eftir að bæta á sig vöðva á meðan þjálfunin fer fram. Vísir/Arnar „Við erum sem sagt með einn sem er rúmlega sjö ára og kominn á seinni stigin. Við erum með eina sem er þriggja ára sem er okkar aðalhundur og svo erum við með hana Ölmu sem á að taka við í framtíðinni.“ Verkefnin eru fjölbreytt hjá hundunum en felast aðallega í því að leita að fólki. Stundum aðstoða þeir þó einnig við verkefni hjá lögreglunni. En fá þeir einhvern tímann frí, svona vinnuhundar? „Nei, þetta er þeirra líf. Þær eru fluttar inn í þetta. Ég er í fullu starfi við að sinna þessum hundum. Bæði að þær fái nóg af hreyfingu, þjálfun til að geta svarað ótrúlega ólíkum verkefnum sem við fáum.“ Björgunarsveitir Hundar Dýr Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sporhundurinn Píla þarf að finna leiðina heim til Íslands Björgunarsveit Hafnarfjarðar auglýsir nú eftir ferðafélaga fyrir blóðhundinn Pílu, sem verður næsti sporhundur sveitarinnar. Píla er nú stödd í Alicante á Spáni, en sveitin auglýsir eftir einhverjum sem gæti skráð hana á sig sem farangur í flugi til Íslands þann 10. janúar næstkomandi. 6. desember 2020 14:40 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Alma er aðeins níu mánaða og telst því enn vera hvolpur. Hún hefur þjálfun sína í næstu viku og lýkur henni eftir um tvö ár. „Núna erum við með hana í umhverfisþjálfun, að þora að vera innan um farartæki og fólk. Svo þegar við byrjum á sporunum sem slíkum gengur þetta út á að láta hana spora og tengja saman lykt frá þeim týnda, við sporið,“ segir Þórir Sigurhansson sporhundaþjálfari hjá björgunarsveitinni. Þórir segir góðan árangur af notkun slíkra hunda við leit. Oft rammi þeir inn svæðið sem gott er að leita á. „Við reynum yfirleitt að byrja með þær ungar og hafa þær þannig að þær komi til landsins ekkert þjálfaðar. Þannig getum við mótað þær eftir okkar eigin höfði.“ Þórir segir hundana nýtast í allt að tíu ár í vinnu en búi áfram hjá björgunarsveitinni eftir það. Þau haldi áfram að sjá um hundana og haldi þeim í þjálfun. „Það er mjög stutt vinnuævi hjá þeim. Í kringum tíu ára aldur höfum við verið að gefa þeim lífeyri.“ Þórir segir alla hunda sem björgunarsveitin hafi verið með hafa verið innflutta, og alla nema einn vera tíkur. Eins og stendur er sveitin með þrjá hunda í vinnu. Alma á eftir að bæta á sig vöðva á meðan þjálfunin fer fram. Vísir/Arnar „Við erum sem sagt með einn sem er rúmlega sjö ára og kominn á seinni stigin. Við erum með eina sem er þriggja ára sem er okkar aðalhundur og svo erum við með hana Ölmu sem á að taka við í framtíðinni.“ Verkefnin eru fjölbreytt hjá hundunum en felast aðallega í því að leita að fólki. Stundum aðstoða þeir þó einnig við verkefni hjá lögreglunni. En fá þeir einhvern tímann frí, svona vinnuhundar? „Nei, þetta er þeirra líf. Þær eru fluttar inn í þetta. Ég er í fullu starfi við að sinna þessum hundum. Bæði að þær fái nóg af hreyfingu, þjálfun til að geta svarað ótrúlega ólíkum verkefnum sem við fáum.“
Björgunarsveitir Hundar Dýr Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sporhundurinn Píla þarf að finna leiðina heim til Íslands Björgunarsveit Hafnarfjarðar auglýsir nú eftir ferðafélaga fyrir blóðhundinn Pílu, sem verður næsti sporhundur sveitarinnar. Píla er nú stödd í Alicante á Spáni, en sveitin auglýsir eftir einhverjum sem gæti skráð hana á sig sem farangur í flugi til Íslands þann 10. janúar næstkomandi. 6. desember 2020 14:40 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Sporhundurinn Píla þarf að finna leiðina heim til Íslands Björgunarsveit Hafnarfjarðar auglýsir nú eftir ferðafélaga fyrir blóðhundinn Pílu, sem verður næsti sporhundur sveitarinnar. Píla er nú stödd í Alicante á Spáni, en sveitin auglýsir eftir einhverjum sem gæti skráð hana á sig sem farangur í flugi til Íslands þann 10. janúar næstkomandi. 6. desember 2020 14:40