Hrópaði „þið munuð öll deyja“ og var skotin átta sinnum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. október 2023 22:22 Frá aðgerðum lögreglu í dag. AP Lögreglumenn í París skutu konu klædda hijab svo hún hlaut lífshættulega áverka eftir að hún hrópaði orðin „Allahu Akbar“ eða „Guð er máttugastur“ og „þið munuð öll deyja“ í lestarstöð í borginni í morgun. Konan var skotin á lestarstöðinni Bibliotheque François-Mitterrand. Að sögn sjónarvotta hafði hún „látið frá sér ógnandi, jihadísk ummæli“. Franskir miðlar hafa eftir embætti saksóknara að konan hafi hótað að sprengja sig í loft upp. Þegar lögregla kom á vettvang var konan beðin um að halda ró sinni og rétta fram hendur. „Það sem gerðist síðan var að lögreglumenn höfðu engra annarra kosta völ en að skjóta á konuna í ljósi þess hve hættulegar aðstæðurnar voru,“ sagði Oliver Veran, talsmaður yfirvalda um málið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í París var hún skotin í kviðinn og í kjölfarið flutt á sjúkrahús. Þá séu áverkar hennar lífshættulegir samkvæmt upplýsingum lögreglumanns. Konan var hvorki með skotvopn né sprengiefni á sér þegar hún var skotin. Í frétt Reuters segir að Frakkland sé nú á hæsta viðbúnaðarstigi eftir að grunnskólakennari var skotinn til bana í bænum Arras í Frakklandi fyrr í mánuðinum. Að sögn lögreglu hrópaði árásarmaðurinn í þeirri árás orðin „Allahu Akbar“ meðan á henni stóð. Talsmaður lögreglunnar í París segir líklegt að konan sé sú sama og sendi frönskum öryggissveitum hryðjuverkahótun fyrir tveimur árum og að hún hafi verið vistuð á geðdeild í kjölfarið. Tvö mál tengd atvikinu eru nú í rannsókn. Annars vegar hátterni konunnar og hins vegar lögmæti vopnanotkunar lögreglunnar í aðstæðunum. Frakkland Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Konan var skotin á lestarstöðinni Bibliotheque François-Mitterrand. Að sögn sjónarvotta hafði hún „látið frá sér ógnandi, jihadísk ummæli“. Franskir miðlar hafa eftir embætti saksóknara að konan hafi hótað að sprengja sig í loft upp. Þegar lögregla kom á vettvang var konan beðin um að halda ró sinni og rétta fram hendur. „Það sem gerðist síðan var að lögreglumenn höfðu engra annarra kosta völ en að skjóta á konuna í ljósi þess hve hættulegar aðstæðurnar voru,“ sagði Oliver Veran, talsmaður yfirvalda um málið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í París var hún skotin í kviðinn og í kjölfarið flutt á sjúkrahús. Þá séu áverkar hennar lífshættulegir samkvæmt upplýsingum lögreglumanns. Konan var hvorki með skotvopn né sprengiefni á sér þegar hún var skotin. Í frétt Reuters segir að Frakkland sé nú á hæsta viðbúnaðarstigi eftir að grunnskólakennari var skotinn til bana í bænum Arras í Frakklandi fyrr í mánuðinum. Að sögn lögreglu hrópaði árásarmaðurinn í þeirri árás orðin „Allahu Akbar“ meðan á henni stóð. Talsmaður lögreglunnar í París segir líklegt að konan sé sú sama og sendi frönskum öryggissveitum hryðjuverkahótun fyrir tveimur árum og að hún hafi verið vistuð á geðdeild í kjölfarið. Tvö mál tengd atvikinu eru nú í rannsókn. Annars vegar hátterni konunnar og hins vegar lögmæti vopnanotkunar lögreglunnar í aðstæðunum.
Frakkland Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira