Hrópaði „þið munuð öll deyja“ og var skotin átta sinnum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. október 2023 22:22 Frá aðgerðum lögreglu í dag. AP Lögreglumenn í París skutu konu klædda hijab svo hún hlaut lífshættulega áverka eftir að hún hrópaði orðin „Allahu Akbar“ eða „Guð er máttugastur“ og „þið munuð öll deyja“ í lestarstöð í borginni í morgun. Konan var skotin á lestarstöðinni Bibliotheque François-Mitterrand. Að sögn sjónarvotta hafði hún „látið frá sér ógnandi, jihadísk ummæli“. Franskir miðlar hafa eftir embætti saksóknara að konan hafi hótað að sprengja sig í loft upp. Þegar lögregla kom á vettvang var konan beðin um að halda ró sinni og rétta fram hendur. „Það sem gerðist síðan var að lögreglumenn höfðu engra annarra kosta völ en að skjóta á konuna í ljósi þess hve hættulegar aðstæðurnar voru,“ sagði Oliver Veran, talsmaður yfirvalda um málið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í París var hún skotin í kviðinn og í kjölfarið flutt á sjúkrahús. Þá séu áverkar hennar lífshættulegir samkvæmt upplýsingum lögreglumanns. Konan var hvorki með skotvopn né sprengiefni á sér þegar hún var skotin. Í frétt Reuters segir að Frakkland sé nú á hæsta viðbúnaðarstigi eftir að grunnskólakennari var skotinn til bana í bænum Arras í Frakklandi fyrr í mánuðinum. Að sögn lögreglu hrópaði árásarmaðurinn í þeirri árás orðin „Allahu Akbar“ meðan á henni stóð. Talsmaður lögreglunnar í París segir líklegt að konan sé sú sama og sendi frönskum öryggissveitum hryðjuverkahótun fyrir tveimur árum og að hún hafi verið vistuð á geðdeild í kjölfarið. Tvö mál tengd atvikinu eru nú í rannsókn. Annars vegar hátterni konunnar og hins vegar lögmæti vopnanotkunar lögreglunnar í aðstæðunum. Frakkland Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Konan var skotin á lestarstöðinni Bibliotheque François-Mitterrand. Að sögn sjónarvotta hafði hún „látið frá sér ógnandi, jihadísk ummæli“. Franskir miðlar hafa eftir embætti saksóknara að konan hafi hótað að sprengja sig í loft upp. Þegar lögregla kom á vettvang var konan beðin um að halda ró sinni og rétta fram hendur. „Það sem gerðist síðan var að lögreglumenn höfðu engra annarra kosta völ en að skjóta á konuna í ljósi þess hve hættulegar aðstæðurnar voru,“ sagði Oliver Veran, talsmaður yfirvalda um málið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í París var hún skotin í kviðinn og í kjölfarið flutt á sjúkrahús. Þá séu áverkar hennar lífshættulegir samkvæmt upplýsingum lögreglumanns. Konan var hvorki með skotvopn né sprengiefni á sér þegar hún var skotin. Í frétt Reuters segir að Frakkland sé nú á hæsta viðbúnaðarstigi eftir að grunnskólakennari var skotinn til bana í bænum Arras í Frakklandi fyrr í mánuðinum. Að sögn lögreglu hrópaði árásarmaðurinn í þeirri árás orðin „Allahu Akbar“ meðan á henni stóð. Talsmaður lögreglunnar í París segir líklegt að konan sé sú sama og sendi frönskum öryggissveitum hryðjuverkahótun fyrir tveimur árum og að hún hafi verið vistuð á geðdeild í kjölfarið. Tvö mál tengd atvikinu eru nú í rannsókn. Annars vegar hátterni konunnar og hins vegar lögmæti vopnanotkunar lögreglunnar í aðstæðunum.
Frakkland Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira