Kvennaverkfallið var ekki uppskeruhátíð Tatjana Latinovic skrifar 30. október 2023 12:30 Fjórðungur þjóðarinnar svaraði ákalli skipuleggjenda Kvennaverkfallsins í ár og safnaðist saman á baráttufundum á Arnarhóli og nítján öðrum stöðum um allt land þann 24. október síðastliðinn. Dagurinn heppnaðist með eindæmum vel – frá morgni til kvölds. Samstaðan var áþreifanleg, kynslóðir komu saman, börn, mæður og ömmur, til að krefjast jafnréttis á þessum sjöunda baráttufundi sem haldinn hefur verið síðan 1975. Margar mæðurnar og ömmurnar voru börn á kvennafrídegi árið 1975, þegar samstaða kvenna gjörbylti íslensku samfélagi. Kvennafrídagurinn 1975 olli straumhvörfum í jafnréttisbaráttunni á Íslandi og var upphafið af þeirri ímynd sem Ísland á í heiminum í dag, að vera jafnréttisparadís. Það ríkti gleði á þessum sólríka degi 48 árum seinna þegar konur og kvár fóru í kvennaverkfall, stolt að vera hluti af einhverju sögulegu, stærra en ein manneskja sjálf er. En það voru líka allskonar aðrar tilfinningar sem bærðust um innra með okkur á fundinum. Reiði, pirringur, svekkelsi - allar réttmætar tilfinningar, byggðar á upplifun okkar á óréttlæti sem við upplifum ennþá í dag, að standa ekki jafnfætis sökum kyns, kynhneigðar, uppruna eða fötlunar. Kvennaverkfallið í ár spratt upp úr reiði sem hefur kraumað lengi, reiði af því hve okkur miðar hægt áfram og að fyrir hvert skref sem við tökum fram á við í jafnréttisbaráttunni eru eitt til tvö skref tekin til baka. Kvennaverkfallið spratt upp úr reiði yfir því að feðraveldispýramídinn stendur ennþá styrkum stoðum í samfélaginu, velferð og velsæld samfélagsins er borin uppi á herðum ótal kvenna og kvára sem skipa botninn á pýramídanum. Og fyrir hverja konu sem klifrar upp pýramídann tekst feðraveldinu að troða annarri konu inn til að fylla hennar skarð, konu sem oftar en ekki tilheyrir einhverjum minnihlutahóp. Og pýramídinn stendur áfram stöðugur, þær sem ná að klifra upp pýramídann eru enn beittar ofbeldi, fá enn lægri laun en karlmenn í sömu stöðu og bera ennþá meiri ábyrgð á heimilishaldinu og ólaunuðum störfum tengdum þeim. Feðraveldispíramídinn stendur sem fastast, okkur hefur ekki enn tekist að brjóta hann niður. Kvennaverkfall 2023 var ekki uppskeruhátíð til að fagna góðum árangri í jafnréttisbaráttu síðan 1975, þó vissulega hefur okkur vegnað betur en mörgum öðrum þjóðum. Við boðuðum til Kvennaverkfalls 2023 af því að konur og kvár eru beitt óréttlæti og það er með öllu ólíðandi. Á útifundinum við Arnarhól var lesin upp yfirlýsing sem þátttakendur tóku kröftulega undir. Það var ánægjulegt að heyra forsætisráðherra segja að við á Íslandi höfum allar forsendur til að ná fullu jafnrétti fyrir árið 2030. Kröfur Kvennaverkfallsins verða að vera handrit að aðgerðum sem farið verður í, ekki seinna en núna, ef stjórnvöldum á að takast að ná þessum markmiðum. Ég hvet öll til að kynna sér kröfur Kvennaverkfallsins og taka þátt í að krefjast þess að stjórnvöld, stofnanir, atvinnurekendur og samfélagið allt geri þær að forgangsmáli – núna! https://kvennafri.is/yfirlysing-utifundar-vid-arnarhol-2023/ Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Kvennaverkfall Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Fjórðungur þjóðarinnar svaraði ákalli skipuleggjenda Kvennaverkfallsins í ár og safnaðist saman á baráttufundum á Arnarhóli og nítján öðrum stöðum um allt land þann 24. október síðastliðinn. Dagurinn heppnaðist með eindæmum vel – frá morgni til kvölds. Samstaðan var áþreifanleg, kynslóðir komu saman, börn, mæður og ömmur, til að krefjast jafnréttis á þessum sjöunda baráttufundi sem haldinn hefur verið síðan 1975. Margar mæðurnar og ömmurnar voru börn á kvennafrídegi árið 1975, þegar samstaða kvenna gjörbylti íslensku samfélagi. Kvennafrídagurinn 1975 olli straumhvörfum í jafnréttisbaráttunni á Íslandi og var upphafið af þeirri ímynd sem Ísland á í heiminum í dag, að vera jafnréttisparadís. Það ríkti gleði á þessum sólríka degi 48 árum seinna þegar konur og kvár fóru í kvennaverkfall, stolt að vera hluti af einhverju sögulegu, stærra en ein manneskja sjálf er. En það voru líka allskonar aðrar tilfinningar sem bærðust um innra með okkur á fundinum. Reiði, pirringur, svekkelsi - allar réttmætar tilfinningar, byggðar á upplifun okkar á óréttlæti sem við upplifum ennþá í dag, að standa ekki jafnfætis sökum kyns, kynhneigðar, uppruna eða fötlunar. Kvennaverkfallið í ár spratt upp úr reiði sem hefur kraumað lengi, reiði af því hve okkur miðar hægt áfram og að fyrir hvert skref sem við tökum fram á við í jafnréttisbaráttunni eru eitt til tvö skref tekin til baka. Kvennaverkfallið spratt upp úr reiði yfir því að feðraveldispýramídinn stendur ennþá styrkum stoðum í samfélaginu, velferð og velsæld samfélagsins er borin uppi á herðum ótal kvenna og kvára sem skipa botninn á pýramídanum. Og fyrir hverja konu sem klifrar upp pýramídann tekst feðraveldinu að troða annarri konu inn til að fylla hennar skarð, konu sem oftar en ekki tilheyrir einhverjum minnihlutahóp. Og pýramídinn stendur áfram stöðugur, þær sem ná að klifra upp pýramídann eru enn beittar ofbeldi, fá enn lægri laun en karlmenn í sömu stöðu og bera ennþá meiri ábyrgð á heimilishaldinu og ólaunuðum störfum tengdum þeim. Feðraveldispíramídinn stendur sem fastast, okkur hefur ekki enn tekist að brjóta hann niður. Kvennaverkfall 2023 var ekki uppskeruhátíð til að fagna góðum árangri í jafnréttisbaráttu síðan 1975, þó vissulega hefur okkur vegnað betur en mörgum öðrum þjóðum. Við boðuðum til Kvennaverkfalls 2023 af því að konur og kvár eru beitt óréttlæti og það er með öllu ólíðandi. Á útifundinum við Arnarhól var lesin upp yfirlýsing sem þátttakendur tóku kröftulega undir. Það var ánægjulegt að heyra forsætisráðherra segja að við á Íslandi höfum allar forsendur til að ná fullu jafnrétti fyrir árið 2030. Kröfur Kvennaverkfallsins verða að vera handrit að aðgerðum sem farið verður í, ekki seinna en núna, ef stjórnvöldum á að takast að ná þessum markmiðum. Ég hvet öll til að kynna sér kröfur Kvennaverkfallsins og taka þátt í að krefjast þess að stjórnvöld, stofnanir, atvinnurekendur og samfélagið allt geri þær að forgangsmáli – núna! https://kvennafri.is/yfirlysing-utifundar-vid-arnarhol-2023/ Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun