Breyta grenndarstöðvum í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2023 12:48 Grenndarstöð af nýjustu gerð með djúpgámum við Laugalæk. Reykjavíkurborg Grenndarstöðvar í Reykjavík fá margar hverjar nýtt hlutverk á næstu vikum. Þær byrja að taka á móti glerum og málum í staðinn fyrir plast og pappír. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Ástæðu breytinganna má rekja til þess að nýtt og samræmt flokkunarkerfi fyrir heimilissorp hefur verið innleitt á höfuðborgarsvæðinu. Breytingarnar verða innleiddar í áföngum og er fjölgun málmagáma stærsta breytingin. Alls eru 58 grenndarstöðvar í Reykjavík með samtals 255 gámum. „Með nýju flokkunarkerfi flokka íbúar heimilisúrgang í fleiri flokka en áður en sveitarfélögum er skylt að safna pappír, plasti, matarleifum og blönduðum úrgangi við hvert heimili,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Fjöldi málmagáma meira en tvöfaldast Þar segir að eftir að byrjað var að sækja pappír og plast við öll heimili hafi þörfin minnkað fyrir grenndargáma, sem taki við þeim flokkum. Samhliða þessum breytingum sé skylt að flokka gler og málma og því verður gámum sem taka við þessum flokkum fjölgað um meira en helming, eða úr 13 í 29 fyrir áramót. Málmarnir mega ekki lengur fara lausir í gráu tunnuna eins og áður var leyfilegt. Á næstu vikum munu eftirfarandi grenndarstöðvar fá ný hlutverk og byrja að taka á móti gleri og málmum í stað plasts og pappírs: Smárakirkja í Hamrahverfi Víkurskóli Norðlingabraut við Bros boli JL húsið Einarsnes Maríubakki Í Holtagörðum og Orrahólum er nú tekið við málmum og gleri í stað pappírs og plasts. Á eftirfarandi stöðvar bætist við málmagámur: Sogavegur Háaleitisbraut Vesturbæjarlaug Spöng Klambratún Suðurfell Þjóðhildarstígur Klambratún Barðastaðir Frekari breytingar framundan Merkingakerfi fyrir grenndargáma verður á næsta ári samræmt við nýjar merkingar á heimilisflokkun, og verður merkingin eins og límmiðarnir á tunnunum við heimili fólks. Á sama tíma verða settir upp skynjarar í alla grenndargáma, sem segja til um hvenær gámarnir eru fullir. Þá verður ný stöð sett upp til reynslu í Gufunesi fyrir málma og gler. Í framhaldinu verður grenndarstöðvum, sem taka við málmum fjölgað enn frekar og tekið við málmum og gleri á öllum stöðvum grenndarstöðvum borgarinnar. Lagt er upp með að grenndarstöðvar með málmum, gleri og textíl séu alltaf í mesta lagi í 500 metra radíus frá heimili þar sem því er við komið. Stærri stöðvar sem taka einnig við pappír og plasti verða í eins kílómetra radíus frá heimilum. Reykjavík Sorphirða Umhverfismál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Ástæðu breytinganna má rekja til þess að nýtt og samræmt flokkunarkerfi fyrir heimilissorp hefur verið innleitt á höfuðborgarsvæðinu. Breytingarnar verða innleiddar í áföngum og er fjölgun málmagáma stærsta breytingin. Alls eru 58 grenndarstöðvar í Reykjavík með samtals 255 gámum. „Með nýju flokkunarkerfi flokka íbúar heimilisúrgang í fleiri flokka en áður en sveitarfélögum er skylt að safna pappír, plasti, matarleifum og blönduðum úrgangi við hvert heimili,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Fjöldi málmagáma meira en tvöfaldast Þar segir að eftir að byrjað var að sækja pappír og plast við öll heimili hafi þörfin minnkað fyrir grenndargáma, sem taki við þeim flokkum. Samhliða þessum breytingum sé skylt að flokka gler og málma og því verður gámum sem taka við þessum flokkum fjölgað um meira en helming, eða úr 13 í 29 fyrir áramót. Málmarnir mega ekki lengur fara lausir í gráu tunnuna eins og áður var leyfilegt. Á næstu vikum munu eftirfarandi grenndarstöðvar fá ný hlutverk og byrja að taka á móti gleri og málmum í stað plasts og pappírs: Smárakirkja í Hamrahverfi Víkurskóli Norðlingabraut við Bros boli JL húsið Einarsnes Maríubakki Í Holtagörðum og Orrahólum er nú tekið við málmum og gleri í stað pappírs og plasts. Á eftirfarandi stöðvar bætist við málmagámur: Sogavegur Háaleitisbraut Vesturbæjarlaug Spöng Klambratún Suðurfell Þjóðhildarstígur Klambratún Barðastaðir Frekari breytingar framundan Merkingakerfi fyrir grenndargáma verður á næsta ári samræmt við nýjar merkingar á heimilisflokkun, og verður merkingin eins og límmiðarnir á tunnunum við heimili fólks. Á sama tíma verða settir upp skynjarar í alla grenndargáma, sem segja til um hvenær gámarnir eru fullir. Þá verður ný stöð sett upp til reynslu í Gufunesi fyrir málma og gler. Í framhaldinu verður grenndarstöðvum, sem taka við málmum fjölgað enn frekar og tekið við málmum og gleri á öllum stöðvum grenndarstöðvum borgarinnar. Lagt er upp með að grenndarstöðvar með málmum, gleri og textíl séu alltaf í mesta lagi í 500 metra radíus frá heimili þar sem því er við komið. Stærri stöðvar sem taka einnig við pappír og plasti verða í eins kílómetra radíus frá heimilum.
Reykjavík Sorphirða Umhverfismál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Sjá meira