Breyta grenndarstöðvum í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2023 12:48 Grenndarstöð af nýjustu gerð með djúpgámum við Laugalæk. Reykjavíkurborg Grenndarstöðvar í Reykjavík fá margar hverjar nýtt hlutverk á næstu vikum. Þær byrja að taka á móti glerum og málum í staðinn fyrir plast og pappír. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Ástæðu breytinganna má rekja til þess að nýtt og samræmt flokkunarkerfi fyrir heimilissorp hefur verið innleitt á höfuðborgarsvæðinu. Breytingarnar verða innleiddar í áföngum og er fjölgun málmagáma stærsta breytingin. Alls eru 58 grenndarstöðvar í Reykjavík með samtals 255 gámum. „Með nýju flokkunarkerfi flokka íbúar heimilisúrgang í fleiri flokka en áður en sveitarfélögum er skylt að safna pappír, plasti, matarleifum og blönduðum úrgangi við hvert heimili,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Fjöldi málmagáma meira en tvöfaldast Þar segir að eftir að byrjað var að sækja pappír og plast við öll heimili hafi þörfin minnkað fyrir grenndargáma, sem taki við þeim flokkum. Samhliða þessum breytingum sé skylt að flokka gler og málma og því verður gámum sem taka við þessum flokkum fjölgað um meira en helming, eða úr 13 í 29 fyrir áramót. Málmarnir mega ekki lengur fara lausir í gráu tunnuna eins og áður var leyfilegt. Á næstu vikum munu eftirfarandi grenndarstöðvar fá ný hlutverk og byrja að taka á móti gleri og málmum í stað plasts og pappírs: Smárakirkja í Hamrahverfi Víkurskóli Norðlingabraut við Bros boli JL húsið Einarsnes Maríubakki Í Holtagörðum og Orrahólum er nú tekið við málmum og gleri í stað pappírs og plasts. Á eftirfarandi stöðvar bætist við málmagámur: Sogavegur Háaleitisbraut Vesturbæjarlaug Spöng Klambratún Suðurfell Þjóðhildarstígur Klambratún Barðastaðir Frekari breytingar framundan Merkingakerfi fyrir grenndargáma verður á næsta ári samræmt við nýjar merkingar á heimilisflokkun, og verður merkingin eins og límmiðarnir á tunnunum við heimili fólks. Á sama tíma verða settir upp skynjarar í alla grenndargáma, sem segja til um hvenær gámarnir eru fullir. Þá verður ný stöð sett upp til reynslu í Gufunesi fyrir málma og gler. Í framhaldinu verður grenndarstöðvum, sem taka við málmum fjölgað enn frekar og tekið við málmum og gleri á öllum stöðvum grenndarstöðvum borgarinnar. Lagt er upp með að grenndarstöðvar með málmum, gleri og textíl séu alltaf í mesta lagi í 500 metra radíus frá heimili þar sem því er við komið. Stærri stöðvar sem taka einnig við pappír og plasti verða í eins kílómetra radíus frá heimilum. Reykjavík Sorphirða Umhverfismál Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Ástæðu breytinganna má rekja til þess að nýtt og samræmt flokkunarkerfi fyrir heimilissorp hefur verið innleitt á höfuðborgarsvæðinu. Breytingarnar verða innleiddar í áföngum og er fjölgun málmagáma stærsta breytingin. Alls eru 58 grenndarstöðvar í Reykjavík með samtals 255 gámum. „Með nýju flokkunarkerfi flokka íbúar heimilisúrgang í fleiri flokka en áður en sveitarfélögum er skylt að safna pappír, plasti, matarleifum og blönduðum úrgangi við hvert heimili,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Fjöldi málmagáma meira en tvöfaldast Þar segir að eftir að byrjað var að sækja pappír og plast við öll heimili hafi þörfin minnkað fyrir grenndargáma, sem taki við þeim flokkum. Samhliða þessum breytingum sé skylt að flokka gler og málma og því verður gámum sem taka við þessum flokkum fjölgað um meira en helming, eða úr 13 í 29 fyrir áramót. Málmarnir mega ekki lengur fara lausir í gráu tunnuna eins og áður var leyfilegt. Á næstu vikum munu eftirfarandi grenndarstöðvar fá ný hlutverk og byrja að taka á móti gleri og málmum í stað plasts og pappírs: Smárakirkja í Hamrahverfi Víkurskóli Norðlingabraut við Bros boli JL húsið Einarsnes Maríubakki Í Holtagörðum og Orrahólum er nú tekið við málmum og gleri í stað pappírs og plasts. Á eftirfarandi stöðvar bætist við málmagámur: Sogavegur Háaleitisbraut Vesturbæjarlaug Spöng Klambratún Suðurfell Þjóðhildarstígur Klambratún Barðastaðir Frekari breytingar framundan Merkingakerfi fyrir grenndargáma verður á næsta ári samræmt við nýjar merkingar á heimilisflokkun, og verður merkingin eins og límmiðarnir á tunnunum við heimili fólks. Á sama tíma verða settir upp skynjarar í alla grenndargáma, sem segja til um hvenær gámarnir eru fullir. Þá verður ný stöð sett upp til reynslu í Gufunesi fyrir málma og gler. Í framhaldinu verður grenndarstöðvum, sem taka við málmum fjölgað enn frekar og tekið við málmum og gleri á öllum stöðvum grenndarstöðvum borgarinnar. Lagt er upp með að grenndarstöðvar með málmum, gleri og textíl séu alltaf í mesta lagi í 500 metra radíus frá heimili þar sem því er við komið. Stærri stöðvar sem taka einnig við pappír og plasti verða í eins kílómetra radíus frá heimilum.
Reykjavík Sorphirða Umhverfismál Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Sjá meira