Aðgerðir í Foldahverfi virðist ekki í samræmi við lög Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2023 12:09 Frá aðgerðum í Foldahverfinu í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, segir að málið verði skoðað. vísir/samsett Lögregluaðgerðirnar í Foldahverfi í gær, þar sem flytja átti þrjá drengi úr umsjá móður þeirra, verða skoðaðar segir dómsmálaráðherra. Hún segir alvarlegt að einkennisklæddir lögreglumenn hafi verið á staðnum og að viðbúnaðurinn virðist hafa gengið gegn ákvæðum barnalaga. Fjölmenn lögregluaðgerð fór fram í Foldahverfinu í Grafarvogi í gærkvöldi þegar flytja átti þrjá íslenska drengi úr umsjá móður sinnar og til föður síns í Noregi. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrkurði íslenskra og norskra dómstóla og með þessu átti að framfylgja því. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu bar ábyrgð á aðgerðunum og á vettvangi var lögregla til að tryggja öryggi og framfylgja aðgerðinni. Móðir drengjanna og sambýlismaður hennar voru handtekin á vettvangi en síðar sleppt og aðgerðinni var frestað þegar drengirnir neituðu að fara. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og vísaði í 45. gr. barnalaga sem segir meðal annars að lögreglumenn skuli vera óeinkennisklæddir við þessar aðstæður. „Framkvæmd aðfarar skal haga þannig að sem minnst álag verði fyrir barn. Þarna voru komnir þrír til fjórir lögreglubílar, mótorhjól, allir lögreglumenn í fullum skrúða með sírenur og ljós og öllu tilheyrandi. Götum var lokað og annað. Eins og þarna væri um sekasta fíkniefnabarón Íslands að ræða,“ sagði Arndís og benti í ræðu sinni einnig á að taka bæri tillit til vilja barnanna. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm „Lögmaður móðurinnar hefur ítrekað bent á matsgerð dómskvadds sálfræðings þar sem fram kemur eindreginn vilji drengjanna til þess að vera á Íslandi hjá móður sinni.“ Áhyggjur af velferð barnanna við þessar aðstæður Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra sagðist hafa haft áhyggjur af velferð barnanna þegar hún fylgdist með aðgerðunum í gær og ítrekaði að fara þyrfti eftir ákvæðum barnalaga við þessar aðstæður. „Eftir því sem ráðherra sá í fjölmiðlum í gær var það ekki raunin. Og ég tek því alvarlega. Ég tek það til skoðunar að farið verði yfir þessa þessir verkferla og farið yfir málið.“ Hún hafi einnig rætt málið við barnamálaráðherra. „Og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja öryggi og velferð barna á Íslandi,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, á Alþingi í morgun. Íslendingar erlendis Noregur Dómsmál Fjölskyldumál Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Fjölmenn lögregluaðgerð fór fram í Foldahverfinu í Grafarvogi í gærkvöldi þegar flytja átti þrjá íslenska drengi úr umsjá móður sinnar og til föður síns í Noregi. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrkurði íslenskra og norskra dómstóla og með þessu átti að framfylgja því. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu bar ábyrgð á aðgerðunum og á vettvangi var lögregla til að tryggja öryggi og framfylgja aðgerðinni. Móðir drengjanna og sambýlismaður hennar voru handtekin á vettvangi en síðar sleppt og aðgerðinni var frestað þegar drengirnir neituðu að fara. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og vísaði í 45. gr. barnalaga sem segir meðal annars að lögreglumenn skuli vera óeinkennisklæddir við þessar aðstæður. „Framkvæmd aðfarar skal haga þannig að sem minnst álag verði fyrir barn. Þarna voru komnir þrír til fjórir lögreglubílar, mótorhjól, allir lögreglumenn í fullum skrúða með sírenur og ljós og öllu tilheyrandi. Götum var lokað og annað. Eins og þarna væri um sekasta fíkniefnabarón Íslands að ræða,“ sagði Arndís og benti í ræðu sinni einnig á að taka bæri tillit til vilja barnanna. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm „Lögmaður móðurinnar hefur ítrekað bent á matsgerð dómskvadds sálfræðings þar sem fram kemur eindreginn vilji drengjanna til þess að vera á Íslandi hjá móður sinni.“ Áhyggjur af velferð barnanna við þessar aðstæður Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra sagðist hafa haft áhyggjur af velferð barnanna þegar hún fylgdist með aðgerðunum í gær og ítrekaði að fara þyrfti eftir ákvæðum barnalaga við þessar aðstæður. „Eftir því sem ráðherra sá í fjölmiðlum í gær var það ekki raunin. Og ég tek því alvarlega. Ég tek það til skoðunar að farið verði yfir þessa þessir verkferla og farið yfir málið.“ Hún hafi einnig rætt málið við barnamálaráðherra. „Og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja öryggi og velferð barna á Íslandi,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, á Alþingi í morgun.
Íslendingar erlendis Noregur Dómsmál Fjölskyldumál Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira