Aðgerðir í Foldahverfi virðist ekki í samræmi við lög Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2023 12:09 Frá aðgerðum í Foldahverfinu í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, segir að málið verði skoðað. vísir/samsett Lögregluaðgerðirnar í Foldahverfi í gær, þar sem flytja átti þrjá drengi úr umsjá móður þeirra, verða skoðaðar segir dómsmálaráðherra. Hún segir alvarlegt að einkennisklæddir lögreglumenn hafi verið á staðnum og að viðbúnaðurinn virðist hafa gengið gegn ákvæðum barnalaga. Fjölmenn lögregluaðgerð fór fram í Foldahverfinu í Grafarvogi í gærkvöldi þegar flytja átti þrjá íslenska drengi úr umsjá móður sinnar og til föður síns í Noregi. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrkurði íslenskra og norskra dómstóla og með þessu átti að framfylgja því. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu bar ábyrgð á aðgerðunum og á vettvangi var lögregla til að tryggja öryggi og framfylgja aðgerðinni. Móðir drengjanna og sambýlismaður hennar voru handtekin á vettvangi en síðar sleppt og aðgerðinni var frestað þegar drengirnir neituðu að fara. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og vísaði í 45. gr. barnalaga sem segir meðal annars að lögreglumenn skuli vera óeinkennisklæddir við þessar aðstæður. „Framkvæmd aðfarar skal haga þannig að sem minnst álag verði fyrir barn. Þarna voru komnir þrír til fjórir lögreglubílar, mótorhjól, allir lögreglumenn í fullum skrúða með sírenur og ljós og öllu tilheyrandi. Götum var lokað og annað. Eins og þarna væri um sekasta fíkniefnabarón Íslands að ræða,“ sagði Arndís og benti í ræðu sinni einnig á að taka bæri tillit til vilja barnanna. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm „Lögmaður móðurinnar hefur ítrekað bent á matsgerð dómskvadds sálfræðings þar sem fram kemur eindreginn vilji drengjanna til þess að vera á Íslandi hjá móður sinni.“ Áhyggjur af velferð barnanna við þessar aðstæður Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra sagðist hafa haft áhyggjur af velferð barnanna þegar hún fylgdist með aðgerðunum í gær og ítrekaði að fara þyrfti eftir ákvæðum barnalaga við þessar aðstæður. „Eftir því sem ráðherra sá í fjölmiðlum í gær var það ekki raunin. Og ég tek því alvarlega. Ég tek það til skoðunar að farið verði yfir þessa þessir verkferla og farið yfir málið.“ Hún hafi einnig rætt málið við barnamálaráðherra. „Og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja öryggi og velferð barna á Íslandi,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, á Alþingi í morgun. Íslendingar erlendis Noregur Dómsmál Fjölskyldumál Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira
Fjölmenn lögregluaðgerð fór fram í Foldahverfinu í Grafarvogi í gærkvöldi þegar flytja átti þrjá íslenska drengi úr umsjá móður sinnar og til föður síns í Noregi. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrkurði íslenskra og norskra dómstóla og með þessu átti að framfylgja því. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu bar ábyrgð á aðgerðunum og á vettvangi var lögregla til að tryggja öryggi og framfylgja aðgerðinni. Móðir drengjanna og sambýlismaður hennar voru handtekin á vettvangi en síðar sleppt og aðgerðinni var frestað þegar drengirnir neituðu að fara. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og vísaði í 45. gr. barnalaga sem segir meðal annars að lögreglumenn skuli vera óeinkennisklæddir við þessar aðstæður. „Framkvæmd aðfarar skal haga þannig að sem minnst álag verði fyrir barn. Þarna voru komnir þrír til fjórir lögreglubílar, mótorhjól, allir lögreglumenn í fullum skrúða með sírenur og ljós og öllu tilheyrandi. Götum var lokað og annað. Eins og þarna væri um sekasta fíkniefnabarón Íslands að ræða,“ sagði Arndís og benti í ræðu sinni einnig á að taka bæri tillit til vilja barnanna. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm „Lögmaður móðurinnar hefur ítrekað bent á matsgerð dómskvadds sálfræðings þar sem fram kemur eindreginn vilji drengjanna til þess að vera á Íslandi hjá móður sinni.“ Áhyggjur af velferð barnanna við þessar aðstæður Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra sagðist hafa haft áhyggjur af velferð barnanna þegar hún fylgdist með aðgerðunum í gær og ítrekaði að fara þyrfti eftir ákvæðum barnalaga við þessar aðstæður. „Eftir því sem ráðherra sá í fjölmiðlum í gær var það ekki raunin. Og ég tek því alvarlega. Ég tek það til skoðunar að farið verði yfir þessa þessir verkferla og farið yfir málið.“ Hún hafi einnig rætt málið við barnamálaráðherra. „Og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja öryggi og velferð barna á Íslandi,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, á Alþingi í morgun.
Íslendingar erlendis Noregur Dómsmál Fjölskyldumál Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira