Ísraelar samþykkja að bíða með innrás Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2023 17:05 Ísraelskir hermenn skjóta sprengikúlum á Gasaströndina. AP/Tsafrir Abayov Yfirvöld í Ísrael eru sögð hafa samþykkt beiðni frá ráðamönnum Bandaríkjanna um að bíða með innrás á Gasaströndina. Þannig vilja Bandaríkjamenn fá tíma til að auka viðbúnað sinn og þá sérstaklega loftvarnir í Mið-Austurlöndum. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal vinna Bandaríkjamenn að því að koma fjölda loftvarnarkerfa til Mið-Austurlanda til að verja bandaríska hermenn í Írak, Sýrlandi, Kúveit, Jórdaníu, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þetta hefur WSJ eftir bandarískum embættismönnum og fólki sem sagt er þekkja til ætlana Ísraela. Frá því stríðið milli Hamas-samtakanna og Ísraela hófst með mannskæðum og hrottalegum árásum Hamas-liða á suðurhluta Ísraels, hafa að minnsta kosti þrettán árásir verið gerðar á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak og í Sýrlandi. Þær hafa verið gerðar með drónum og eldflaugum og eru rúmlega þrjátíu hermenn sagðir hafa særst lítillega. Ráðamenn í Bandaríkjunum búast við því að þessum árásum muni fjölga með innrás Ísraela á Gasaströndina. Allt frá því ísraelskir hermenn gengu úr skugga um að engir vígamenn Hamas-samtakanna væru enn Ísraelsmegin við girðinguna kringum Gasaströndina, hefur verið búist við því að Ísraelar geri innrás á Gasa. Yfirlýst markmið ráðamanna í Ísrael er að gera útaf við samtökin sem hafa stjórnað svæðinu frá 2005. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum, hafa um 6.500 Palestínumenn fallið í loft- og stórskotaliðsárásum Ísraela á Gasaströndina. Innrás á Gasaströndina myndi hafa hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa þar, leiða til mun meira eignatjóns en hingað hefur sést og líklega myndu margir ísraelskir hermenn og Hamas-liðar verða felldir í átökum. Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd og þar búa um 2,3 milljónir manna. Þar að auki hafa Hamas-liðar grafið þar umfangsmikið gangakerfi. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Erdogan afboðar heimsókn til Ísrael og segir Hamas „frelsishreyfingu“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur afboðað fyrirhugaða heimsókn sína til Ísrael og kallað eftir tafarlausu vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas. 25. október 2023 12:47 Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05 Bjóða öryggi fyrir upplýsingar um gísla Ísraelski herinn varpaði í dag blöðum úr lofti yfir Gasaströndinni. Á þeim eru íbúar beðnir um upplýsingar um gísla Hamas-samtakanna. Í skiptum fengi fólk öryggi og peninga. 24. október 2023 14:15 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Samkvæmt heimildum Wall Street Journal vinna Bandaríkjamenn að því að koma fjölda loftvarnarkerfa til Mið-Austurlanda til að verja bandaríska hermenn í Írak, Sýrlandi, Kúveit, Jórdaníu, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þetta hefur WSJ eftir bandarískum embættismönnum og fólki sem sagt er þekkja til ætlana Ísraela. Frá því stríðið milli Hamas-samtakanna og Ísraela hófst með mannskæðum og hrottalegum árásum Hamas-liða á suðurhluta Ísraels, hafa að minnsta kosti þrettán árásir verið gerðar á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak og í Sýrlandi. Þær hafa verið gerðar með drónum og eldflaugum og eru rúmlega þrjátíu hermenn sagðir hafa særst lítillega. Ráðamenn í Bandaríkjunum búast við því að þessum árásum muni fjölga með innrás Ísraela á Gasaströndina. Allt frá því ísraelskir hermenn gengu úr skugga um að engir vígamenn Hamas-samtakanna væru enn Ísraelsmegin við girðinguna kringum Gasaströndina, hefur verið búist við því að Ísraelar geri innrás á Gasa. Yfirlýst markmið ráðamanna í Ísrael er að gera útaf við samtökin sem hafa stjórnað svæðinu frá 2005. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum, hafa um 6.500 Palestínumenn fallið í loft- og stórskotaliðsárásum Ísraela á Gasaströndina. Innrás á Gasaströndina myndi hafa hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa þar, leiða til mun meira eignatjóns en hingað hefur sést og líklega myndu margir ísraelskir hermenn og Hamas-liðar verða felldir í átökum. Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd og þar búa um 2,3 milljónir manna. Þar að auki hafa Hamas-liðar grafið þar umfangsmikið gangakerfi.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Erdogan afboðar heimsókn til Ísrael og segir Hamas „frelsishreyfingu“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur afboðað fyrirhugaða heimsókn sína til Ísrael og kallað eftir tafarlausu vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas. 25. október 2023 12:47 Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05 Bjóða öryggi fyrir upplýsingar um gísla Ísraelski herinn varpaði í dag blöðum úr lofti yfir Gasaströndinni. Á þeim eru íbúar beðnir um upplýsingar um gísla Hamas-samtakanna. Í skiptum fengi fólk öryggi og peninga. 24. október 2023 14:15 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Erdogan afboðar heimsókn til Ísrael og segir Hamas „frelsishreyfingu“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur afboðað fyrirhugaða heimsókn sína til Ísrael og kallað eftir tafarlausu vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas. 25. október 2023 12:47
Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05
Bjóða öryggi fyrir upplýsingar um gísla Ísraelski herinn varpaði í dag blöðum úr lofti yfir Gasaströndinni. Á þeim eru íbúar beðnir um upplýsingar um gísla Hamas-samtakanna. Í skiptum fengi fólk öryggi og peninga. 24. október 2023 14:15