Slösuð fyrir lífstíð eftir harkalegan árekstur í Ölfusi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2023 17:53 Áreksturinn varð á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar norður af Þorlákshöfn. Vísir Rúmlega sjötugur bandarískur karlmaður búsettur vestan hafs sætir ákæru fyrir að hafa sumarið 2021 ekið bíl Mazda CX-30 bíl í veg fyrir Chevrolet Malibu bíl á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar án þess að virða forgang sem gefin var til kynna með stöðvunarmerki. Árekstur varð með þeim afleiðingum að 26 ára kona hlaut alvarleg meiðsl sem líklegt er að hái henni fyrir lífstíð. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu í dag en Lögreglustjórinn á Suðurlandi grípur til þess úrræðis þar sem ekki hefur náðst til bandaríska karlmannsins. Þar er hann boðaður í dómþing við Héraðsdóm Suðurlands þann 30. nóvember. Mæti hann ekki þá sé það metið til jafns við viðurkenningu að hafa framið brotið. Manninum er gefið að sök að hafa ekki sýnt nægjanlega aðgæslu við akstur fimmtudaginn 24. júní 2021 með fyrrnefndum afleiðingum. Í einkaréttakröfu lögmanns konunnar kemur fram að karlmaður hafi orðið vitni að árekstrinum. Sá ók á eftir bíl Bandaríkjamannsins vestur Eyrarbakkaveg þegar komið var að stöðvunarskyldu við Þorlákshafnarveg. Haft er eftir karlmanninum að hann væri ekki viss hvort Bandaríkjamaðurinn hefði stöðvað eða hægt ferð sína en hafi svo ekið í veg fyrir Chevrolet-bílinn. Vitnið hafi tjáð lögreglu að Bandaríkjamaðurinn hefði ranglega talið að hann væri í rétti og að bifreið konunnar hefði því átt að stöðva. Lögmaður konunnar segir í einkaréttakröfu sinni að Bandaríkjamaðurinn hafi greinilega verið á miklum hraða því úr varð harður árekstur þar sem konan varð fyrir miklu líkamlegu og andlegu tjóni. Krafist er miskabóta upp á þrjár milljónir króna og skaðabóta upp á 400 þúsund krónur. Konan varð fyrir miklu líkamlegu og andlegu þjóni í árekstrinum. Í vottorði heimilislæknis kemur fram að konan hafi verið frá vinnu vegna afleiðinga slyssins fram í apríl 2022. Þá hafi hún verið í samtalsmeðferð hjá sálfræðingi til að halda andlegum afleiðingum í skefjum. Meiðslum konunnar er lýst nánar í ákærunni. Þar segir að hún hafi fengið slink á hálshrygg, herðar, brjósthrygg, lendhrygg, spjaldhrygg og mjaðmir ásamt því að meiða sig í hnjám er þau rákust í mælaborðið. Þrátt fyrir þrotlausa endurhæfingu, bæði líkamlega og andlega hafi hún ekki jafnað sig af þeim alvarlegu áverkum sem hún hlaut í slysinu og muni þeir hafa áhrif á hana það sem eftir er. Fréttin hefur verið uppfærð. Samgönguslys Ölfus Dómsmál Samgöngur Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Árekstur varð með þeim afleiðingum að 26 ára kona hlaut alvarleg meiðsl sem líklegt er að hái henni fyrir lífstíð. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu í dag en Lögreglustjórinn á Suðurlandi grípur til þess úrræðis þar sem ekki hefur náðst til bandaríska karlmannsins. Þar er hann boðaður í dómþing við Héraðsdóm Suðurlands þann 30. nóvember. Mæti hann ekki þá sé það metið til jafns við viðurkenningu að hafa framið brotið. Manninum er gefið að sök að hafa ekki sýnt nægjanlega aðgæslu við akstur fimmtudaginn 24. júní 2021 með fyrrnefndum afleiðingum. Í einkaréttakröfu lögmanns konunnar kemur fram að karlmaður hafi orðið vitni að árekstrinum. Sá ók á eftir bíl Bandaríkjamannsins vestur Eyrarbakkaveg þegar komið var að stöðvunarskyldu við Þorlákshafnarveg. Haft er eftir karlmanninum að hann væri ekki viss hvort Bandaríkjamaðurinn hefði stöðvað eða hægt ferð sína en hafi svo ekið í veg fyrir Chevrolet-bílinn. Vitnið hafi tjáð lögreglu að Bandaríkjamaðurinn hefði ranglega talið að hann væri í rétti og að bifreið konunnar hefði því átt að stöðva. Lögmaður konunnar segir í einkaréttakröfu sinni að Bandaríkjamaðurinn hafi greinilega verið á miklum hraða því úr varð harður árekstur þar sem konan varð fyrir miklu líkamlegu og andlegu tjóni. Krafist er miskabóta upp á þrjár milljónir króna og skaðabóta upp á 400 þúsund krónur. Konan varð fyrir miklu líkamlegu og andlegu þjóni í árekstrinum. Í vottorði heimilislæknis kemur fram að konan hafi verið frá vinnu vegna afleiðinga slyssins fram í apríl 2022. Þá hafi hún verið í samtalsmeðferð hjá sálfræðingi til að halda andlegum afleiðingum í skefjum. Meiðslum konunnar er lýst nánar í ákærunni. Þar segir að hún hafi fengið slink á hálshrygg, herðar, brjósthrygg, lendhrygg, spjaldhrygg og mjaðmir ásamt því að meiða sig í hnjám er þau rákust í mælaborðið. Þrátt fyrir þrotlausa endurhæfingu, bæði líkamlega og andlega hafi hún ekki jafnað sig af þeim alvarlegu áverkum sem hún hlaut í slysinu og muni þeir hafa áhrif á hana það sem eftir er. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgönguslys Ölfus Dómsmál Samgöngur Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira