„Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart“ Árni Sæberg skrifar 21. október 2023 14:08 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Ívar Fannar Formaður Eflingar segir ekki koma á óvart að atvinnurekendur segi engin efni til launahækkana. Koma verði til móts við þau lægst launuðu og þannig vinna gegn verðbólgunni. Niðurstöður nýlegrar könnunar meðal aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins benda til þess að atvinnurekendur telji svo gott sem engin efni til launahækkana þegar nýir kjarasamningar verða gerðir á næstunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það gamla sögu og nýja. „Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart, þetta er nákvæmlega það sama og heyrist alltaf þegar kjaraviðræður og kjarasamningar eru í nánd.“ Í sömu könnun kom í ljós að almenningur telur ekki líklegt að atvinnurekendur geti hækkað laun mikið. Sólveig Anna segir að Efling stefni fyrst og fremst að því að laun þeirra launalægstu verði hækkuð. „Við viljum byggja á módeli lífskjarasamningsins. Það voru mjög farsælir og góðir samningar sem náðust árið 2019. Krónutölusamningar þar sem allir fá sömu krónutöluna í hækkun. Ég held og ég trúi að það muni nást sátt um þannig samninga,“ segir Sólveig Anna. Vill langtímasamninga Þá segir hún að vilji verkalýðshreyfingarinnar sé að kjarasamningar verði gerðir til lengri tíma og að samningar þar sem helst er komið til móts við þau launalægstu myndu stuðla að minni verðbólgu og lægra vaxtastigi. „Skynsamlegasta og besta nálgunin á þessum tímum sem við lifum, í því efnahagsástandi sem er uppi, er að gera samninga sem lyfta fyrst og fremst upp þeim sem eru á lægstu laununum, sem augljóslega duga ekki til framfærslu. Þannig getur verkalýðshreyfingin sannarlega lagt sitt af mörkum til að ná hér niður vaxtastigi og byrja að hemja verðbólgubálið.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Niðurstöður nýlegrar könnunar meðal aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins benda til þess að atvinnurekendur telji svo gott sem engin efni til launahækkana þegar nýir kjarasamningar verða gerðir á næstunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það gamla sögu og nýja. „Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart, þetta er nákvæmlega það sama og heyrist alltaf þegar kjaraviðræður og kjarasamningar eru í nánd.“ Í sömu könnun kom í ljós að almenningur telur ekki líklegt að atvinnurekendur geti hækkað laun mikið. Sólveig Anna segir að Efling stefni fyrst og fremst að því að laun þeirra launalægstu verði hækkuð. „Við viljum byggja á módeli lífskjarasamningsins. Það voru mjög farsælir og góðir samningar sem náðust árið 2019. Krónutölusamningar þar sem allir fá sömu krónutöluna í hækkun. Ég held og ég trúi að það muni nást sátt um þannig samninga,“ segir Sólveig Anna. Vill langtímasamninga Þá segir hún að vilji verkalýðshreyfingarinnar sé að kjarasamningar verði gerðir til lengri tíma og að samningar þar sem helst er komið til móts við þau launalægstu myndu stuðla að minni verðbólgu og lægra vaxtastigi. „Skynsamlegasta og besta nálgunin á þessum tímum sem við lifum, í því efnahagsástandi sem er uppi, er að gera samninga sem lyfta fyrst og fremst upp þeim sem eru á lægstu laununum, sem augljóslega duga ekki til framfærslu. Þannig getur verkalýðshreyfingin sannarlega lagt sitt af mörkum til að ná hér niður vaxtastigi og byrja að hemja verðbólgubálið.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira