Fékk færri atkvæði í seinna skiptið en vill reyna aftur, aftur Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2023 11:09 Jim Jordan í þinghúsi Bandaríkjanna í gær. AP/Mark Schiefelbein Hinn umdeildi bandaríski þingmaður Jim Jordan gerði aðra atrennu að embætti forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Hann fékk þó færri atkvæði en í fyrstu atkvæðagreiðslunni og þrátt fyrir það vill hann reyna aftur. Í fyrstu atkvæðagreiðslunni greiddu tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði gegn Jordan. Í gær fjölgaði þeim svo um tvo, þar sem fjórir þingmenn sem höfðu veitt honum atkvæði sitt gerðu það ekki aftur og tveir sem fóru gegn honum fyrstu snerist hugur í gær. Jordan fékk 199 atkvæði en hann þurfti 217 til að tryggja sér embætti þingforseta. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, fékk 212 atkvæði í gær en fulltrúadeildin skiptist milli flokka 221-212. Ein þingkona sem fór gegn Jordan segist hafa fengið trúverðugar morðhótanir og gífurlega mörg símtöl þar sem henni var hótað í kjölfar atkvæðagreiðslunnar í gær. Bandamenn Jordans höfðu dreift símanúmerum þingmanna sem neituðu að lýsa yfir stuðningi við framboð hans og hvatt fólk til að láta þingmennina heyra það. Fundaði með andstæðingum sínum Eftir atkvæðagreiðsluna í gær fundaði Jordan með nokkrum af andstæðingum sínum en samkvæmt frétt New York Times virðist hann ekki hafa náð til þeirra. Nokkrir þingmannanna eru sagðir alfarið mótfallnir því að Jordan verði þingforseti. Enginn endir á óreiðunni í fulltrúadeildinni er í sjónmáli. Þingmenn munu koma saman á fundi í dag en óljóst er hvort önnur atkvæðagreiðsla fari fram. Á sama tíma eru þingmenn úr báðum flokkum þingsins að reyna að finna leið til að veita Patrick McHenry, sitjandi þingforseta, umboð til að sitja yfir hefðbundnum störfum þingsins. Að svo stöddu hefur hann eingöngu umboð til að sitja yfir þingfundum sem snúast um að finna þingforseta. Samkvæmt heimildum blaðamanna Washington Post er alls ekki eining innan Repúblikanaflokksins um það og þá sérstaklega meðal bandamanna Jordans, sem segjast óttast að með þessu skapist hættulegt fordæmi. Margir þingmenn eru þó sagðir hafa miklar áhyggjur af óreiðunni og þingforsetaleysinu, með hliðsjón af stríðunum í Úkraínu og fyrir botni Miðjarðarhafsins, auk þess sem nokkrar vikur eru þar til Bandaríkjamenn neyðast til að loka opinberum stofnunum, verði þingið ekki búið að samþykkja fjárlög. Það mun gerast þann 17. nóvember en AP fréttaveitan segir einhverja þingmenn telja að fulltrúadeildin verði forsetalaus um langt skeið. Fyrsti forsetinn sem vikið er úr embætti Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í byrjun mánaðarins þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem þingforseta var vikið úr embætti. Eftir deilur innan flokksins var Steve Scalise tilnefndur til embættisins eftir að hann sigraði Jordan í atkvæðagreiðslu hjá þingflokknum. Hann dró framboð sitt þó til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið en bandamenn Scalise hafa sakað Jordan um að grafa undan honum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18. október 2023 12:10 Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17. október 2023 15:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Í fyrstu atkvæðagreiðslunni greiddu tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði gegn Jordan. Í gær fjölgaði þeim svo um tvo, þar sem fjórir þingmenn sem höfðu veitt honum atkvæði sitt gerðu það ekki aftur og tveir sem fóru gegn honum fyrstu snerist hugur í gær. Jordan fékk 199 atkvæði en hann þurfti 217 til að tryggja sér embætti þingforseta. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, fékk 212 atkvæði í gær en fulltrúadeildin skiptist milli flokka 221-212. Ein þingkona sem fór gegn Jordan segist hafa fengið trúverðugar morðhótanir og gífurlega mörg símtöl þar sem henni var hótað í kjölfar atkvæðagreiðslunnar í gær. Bandamenn Jordans höfðu dreift símanúmerum þingmanna sem neituðu að lýsa yfir stuðningi við framboð hans og hvatt fólk til að láta þingmennina heyra það. Fundaði með andstæðingum sínum Eftir atkvæðagreiðsluna í gær fundaði Jordan með nokkrum af andstæðingum sínum en samkvæmt frétt New York Times virðist hann ekki hafa náð til þeirra. Nokkrir þingmannanna eru sagðir alfarið mótfallnir því að Jordan verði þingforseti. Enginn endir á óreiðunni í fulltrúadeildinni er í sjónmáli. Þingmenn munu koma saman á fundi í dag en óljóst er hvort önnur atkvæðagreiðsla fari fram. Á sama tíma eru þingmenn úr báðum flokkum þingsins að reyna að finna leið til að veita Patrick McHenry, sitjandi þingforseta, umboð til að sitja yfir hefðbundnum störfum þingsins. Að svo stöddu hefur hann eingöngu umboð til að sitja yfir þingfundum sem snúast um að finna þingforseta. Samkvæmt heimildum blaðamanna Washington Post er alls ekki eining innan Repúblikanaflokksins um það og þá sérstaklega meðal bandamanna Jordans, sem segjast óttast að með þessu skapist hættulegt fordæmi. Margir þingmenn eru þó sagðir hafa miklar áhyggjur af óreiðunni og þingforsetaleysinu, með hliðsjón af stríðunum í Úkraínu og fyrir botni Miðjarðarhafsins, auk þess sem nokkrar vikur eru þar til Bandaríkjamenn neyðast til að loka opinberum stofnunum, verði þingið ekki búið að samþykkja fjárlög. Það mun gerast þann 17. nóvember en AP fréttaveitan segir einhverja þingmenn telja að fulltrúadeildin verði forsetalaus um langt skeið. Fyrsti forsetinn sem vikið er úr embætti Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í byrjun mánaðarins þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem þingforseta var vikið úr embætti. Eftir deilur innan flokksins var Steve Scalise tilnefndur til embættisins eftir að hann sigraði Jordan í atkvæðagreiðslu hjá þingflokknum. Hann dró framboð sitt þó til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið en bandamenn Scalise hafa sakað Jordan um að grafa undan honum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18. október 2023 12:10 Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17. október 2023 15:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18. október 2023 12:10
Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17. október 2023 15:01