Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar er verulega brugðið Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. október 2023 09:21 Drengirnir sem köstuðu stíflueyðinum í stúlkuna á lóð Breiðagerðisskóla hafa birt myndbönd af heimatilbúnum sprengjum og flugeldum á samfélagsmiðlinum TikTok. Vilhelm/Tiktok Stíflueyðir sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hefur verið tekinn úr sölu í verslunum Hagkaups. Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra horfa á á samfélagsmiðlum. Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar var verulega brugðið. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við hrukkum í kút við að sjá þessar fréttir og spurðum okkur hvað getum við gert og fórum strax í að innkalla þessar vörur úr okkar búðum og klukkutíma síðar voru þær allar farnar úr sölu,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Í dag taki í gildi nýjar reglur í verslunum Hagkaups. „Við ætlum að setja ákveðnar vörur sem við flokkum sem hættulegar undir svona ákveðinn spurningalista í kassakerfinu þar sem við spyrjum spurninga hvort að viðkomandi kaupandi sé orðinn sextán ára,“ segir Sigurður. Verslunin ein og sér muni þó ekki leysa þetta verkefni. „Ég held að við þurfum öll sem eigum börn að líta í eigin barm og segja á hvaða stað erum við og hvað getum við gert. Viljum við vera á þessum stað?“ Fréttastofa náði ekki tali af skólastjórnendum Breiðagerðisskóla í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Skólastjórnendur sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom meðal annars að enn sé ekki ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlega skaða af. Rétt fyrstu viðbrögð stúlkunnar sem og þeirra sem hún leitaði til í nærliggjandi húsi hafi án efa dregið úr skaðanum. Það hafi vonandi komið í veg fyrir varanlegan skaða. Fréttastofa náði tali af fólkinu sem stúlkan leitaði til. Þau vilja ekki láta nafn síns getið og er mikið brugðið eftir þetta áfall. Þau segjast strax hafa áttað sig á því að stúlkan væri mjög slösuð án þess þó að vita hvað hefði nákvæmlega gerst. Í ljósi þess að stúlkan átti erfitt með að opna augun auk þess að finna fyrir brunatilfinningu í munni hafi þau brugðið á það ráð að skola augu hennar og öndunarfæri með vatni og mjólk á meðan þau biðu eftir sjúkrabíl. Rannsóknarlögreglumaður sagði í kvöldfréttum okkar í fyrradag að svo virtist sem árásin hafi verið tilefnislaus. Drengirnir hafi verið að herma eftir athæfi sem þeir sáu á Youtube. Þessir sömu drengir hafi verið búnir að kaupa þennan tiltekna stíflueyði og búið til sprengjur sem þeir hafi sprengt á víð og dreif. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa drengirnir tekið upp sprengingar og sett myndbönd á samfélagsmiðilinn TikTok. Berglind Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Foreldrahúss.Vísir/Einar Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss, segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra skoði á samfélagsmiðlum. „Eru þau að horfa á eitthvað gagnlegt eða einhvern sora hreinlega og eitthvað sem er hættulegt og varðar jafnvel lög. Það er mikilvægt að taka samtalið,“ segir hún. „Við berum ábyrgð á börnunum okkar og hver á að fylgjast með þeim ef það eru ekki foreldrar. Ég sé enga aðra,“ segir Berglind. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Samfélagsmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Stíflueyðirinn tekinn úr sölu og aldurstakmörk til skoðunar Forstjóri Haga, sem rekur meðal annars verslanir Hagkaups, segir stíflueyði sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á mánudagskvöldi á skólalóð á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tekinn rakleiðis úr sölu eftir að upp komst um atvikið. 18. október 2023 12:26 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við hrukkum í kút við að sjá þessar fréttir og spurðum okkur hvað getum við gert og fórum strax í að innkalla þessar vörur úr okkar búðum og klukkutíma síðar voru þær allar farnar úr sölu,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Í dag taki í gildi nýjar reglur í verslunum Hagkaups. „Við ætlum að setja ákveðnar vörur sem við flokkum sem hættulegar undir svona ákveðinn spurningalista í kassakerfinu þar sem við spyrjum spurninga hvort að viðkomandi kaupandi sé orðinn sextán ára,“ segir Sigurður. Verslunin ein og sér muni þó ekki leysa þetta verkefni. „Ég held að við þurfum öll sem eigum börn að líta í eigin barm og segja á hvaða stað erum við og hvað getum við gert. Viljum við vera á þessum stað?“ Fréttastofa náði ekki tali af skólastjórnendum Breiðagerðisskóla í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Skólastjórnendur sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom meðal annars að enn sé ekki ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlega skaða af. Rétt fyrstu viðbrögð stúlkunnar sem og þeirra sem hún leitaði til í nærliggjandi húsi hafi án efa dregið úr skaðanum. Það hafi vonandi komið í veg fyrir varanlegan skaða. Fréttastofa náði tali af fólkinu sem stúlkan leitaði til. Þau vilja ekki láta nafn síns getið og er mikið brugðið eftir þetta áfall. Þau segjast strax hafa áttað sig á því að stúlkan væri mjög slösuð án þess þó að vita hvað hefði nákvæmlega gerst. Í ljósi þess að stúlkan átti erfitt með að opna augun auk þess að finna fyrir brunatilfinningu í munni hafi þau brugðið á það ráð að skola augu hennar og öndunarfæri með vatni og mjólk á meðan þau biðu eftir sjúkrabíl. Rannsóknarlögreglumaður sagði í kvöldfréttum okkar í fyrradag að svo virtist sem árásin hafi verið tilefnislaus. Drengirnir hafi verið að herma eftir athæfi sem þeir sáu á Youtube. Þessir sömu drengir hafi verið búnir að kaupa þennan tiltekna stíflueyði og búið til sprengjur sem þeir hafi sprengt á víð og dreif. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa drengirnir tekið upp sprengingar og sett myndbönd á samfélagsmiðilinn TikTok. Berglind Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Foreldrahúss.Vísir/Einar Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss, segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra skoði á samfélagsmiðlum. „Eru þau að horfa á eitthvað gagnlegt eða einhvern sora hreinlega og eitthvað sem er hættulegt og varðar jafnvel lög. Það er mikilvægt að taka samtalið,“ segir hún. „Við berum ábyrgð á börnunum okkar og hver á að fylgjast með þeim ef það eru ekki foreldrar. Ég sé enga aðra,“ segir Berglind.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Samfélagsmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Stíflueyðirinn tekinn úr sölu og aldurstakmörk til skoðunar Forstjóri Haga, sem rekur meðal annars verslanir Hagkaups, segir stíflueyði sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á mánudagskvöldi á skólalóð á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tekinn rakleiðis úr sölu eftir að upp komst um atvikið. 18. október 2023 12:26 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Stíflueyðirinn tekinn úr sölu og aldurstakmörk til skoðunar Forstjóri Haga, sem rekur meðal annars verslanir Hagkaups, segir stíflueyði sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á mánudagskvöldi á skólalóð á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tekinn rakleiðis úr sölu eftir að upp komst um atvikið. 18. október 2023 12:26