Frumvarp um félagafrelsi Bára Kristín Pétursdóttir skrifar 17. október 2023 15:01 Sjálfstæðismenn virðast, þrátt fyrir yfirlýsingar ítrekaðar um að þeir vilji vinna að hagsmunum allra, einna helst vera í því að moka flórinn fyrir fjármagnseigendur og vini vors og blóma. Nú er enn eitt útspilið að leggja fram frumvarp um félagafrelsi, svona fyrst það tókst ekki að þröngva SALEK í gegn. Við erum sem betur fer með ágæta verkalýðsforingja sem í raun vinna að hagsmunum hinnar vinnandi stéttar. Ástæða þessa pistils er póstur sem Vilhjálmur Birgisson verkalýsðsforingi setti á Facebook hjá sér og tilefnið var uppsögn 7 barna föður hjá Norðuráli. Föðurnum var fyrirvaralaust sagt upp störfum eftir 17 ár hjá fyrirtækinu. Sakirnar voru að faðirinn átti að hafa talað illa um fyrirtækið út á við og mætt á jólaskemmtun með börnin án þess að skrá sig. Kom í ljós að sakirnar áttu ekki við rök að styðjast. Að auki ekki í eitt einasta sinn hafði honum verið veittar ávítur í starfi eða kvartað undan honum. Svo hver er hin raunverulega ástæða uppsagnar? Getur það verið að starfsmaðurinn hafi verið kominn upp í launaflokk sem vinnuveitandi sér að hann getur auðveldlega lækkað með því að ráða yngri starfsmann í staðinn? Eða erlent vinnuafl? Nú hefur hann stuðning síns stéttarfélags og verður fróðlegt að sjá hverju fram vindur í hans málum. Nú sný ég mér aftur að frumvarpinu um félagafrelsi. Allt í nafni frelsisins eða hvað? Í lögum er nú þegar réttur fólks til að standa utan félags tryggður svo hverju er verið að breyta? Mætti lesa að verið væri að spara fólki klink til að þurfa ekki að borga í stéttarfélag og fyrirtæki myndu þá spara sér svipað klink. Það er nú meira en svo. Með frumvarpinu er hætta á að fyrirtæki geti farið að krefjast þess að starfsfólk standi utan félags vilji það fá starf. Með því er verkfallsréttur tekinn af því sama fólki, réttur sem fyrri verkalýðsbarátta barðist mikið fyrir og hefur verið verfæri hinnar vinnandi stéttar gegn því að vera fótum troðið af hálfu bandalaga vinnuveitenda. Réttur til að leita ásjár verkalýðsfélaga þegar launaþjófnaður og kjarabrot eiga sér stað hverfur með þessu frumvarpi. Réttur til launa í veikindum eða ef stéttarfélagsmaður lendir í slysi. Í raun les ég úr þessu frumvarpi bakslag aftur til miðrar síðustu aldar ef það fær að fara í gegn. Það efast fáir um það hversu mikilvægt það er vinnandi fólki að hafa stéttarfélag sem bakhjarl þegar á reynir. Er einhver sem trúir því að frumvarp þetta stuðli að frelsi? Með kveðju, Bára Kristín Pétursdóttir Höfundur er liðsmaður í stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðismenn virðast, þrátt fyrir yfirlýsingar ítrekaðar um að þeir vilji vinna að hagsmunum allra, einna helst vera í því að moka flórinn fyrir fjármagnseigendur og vini vors og blóma. Nú er enn eitt útspilið að leggja fram frumvarp um félagafrelsi, svona fyrst það tókst ekki að þröngva SALEK í gegn. Við erum sem betur fer með ágæta verkalýðsforingja sem í raun vinna að hagsmunum hinnar vinnandi stéttar. Ástæða þessa pistils er póstur sem Vilhjálmur Birgisson verkalýsðsforingi setti á Facebook hjá sér og tilefnið var uppsögn 7 barna föður hjá Norðuráli. Föðurnum var fyrirvaralaust sagt upp störfum eftir 17 ár hjá fyrirtækinu. Sakirnar voru að faðirinn átti að hafa talað illa um fyrirtækið út á við og mætt á jólaskemmtun með börnin án þess að skrá sig. Kom í ljós að sakirnar áttu ekki við rök að styðjast. Að auki ekki í eitt einasta sinn hafði honum verið veittar ávítur í starfi eða kvartað undan honum. Svo hver er hin raunverulega ástæða uppsagnar? Getur það verið að starfsmaðurinn hafi verið kominn upp í launaflokk sem vinnuveitandi sér að hann getur auðveldlega lækkað með því að ráða yngri starfsmann í staðinn? Eða erlent vinnuafl? Nú hefur hann stuðning síns stéttarfélags og verður fróðlegt að sjá hverju fram vindur í hans málum. Nú sný ég mér aftur að frumvarpinu um félagafrelsi. Allt í nafni frelsisins eða hvað? Í lögum er nú þegar réttur fólks til að standa utan félags tryggður svo hverju er verið að breyta? Mætti lesa að verið væri að spara fólki klink til að þurfa ekki að borga í stéttarfélag og fyrirtæki myndu þá spara sér svipað klink. Það er nú meira en svo. Með frumvarpinu er hætta á að fyrirtæki geti farið að krefjast þess að starfsfólk standi utan félags vilji það fá starf. Með því er verkfallsréttur tekinn af því sama fólki, réttur sem fyrri verkalýðsbarátta barðist mikið fyrir og hefur verið verfæri hinnar vinnandi stéttar gegn því að vera fótum troðið af hálfu bandalaga vinnuveitenda. Réttur til að leita ásjár verkalýðsfélaga þegar launaþjófnaður og kjarabrot eiga sér stað hverfur með þessu frumvarpi. Réttur til launa í veikindum eða ef stéttarfélagsmaður lendir í slysi. Í raun les ég úr þessu frumvarpi bakslag aftur til miðrar síðustu aldar ef það fær að fara í gegn. Það efast fáir um það hversu mikilvægt það er vinnandi fólki að hafa stéttarfélag sem bakhjarl þegar á reynir. Er einhver sem trúir því að frumvarp þetta stuðli að frelsi? Með kveðju, Bára Kristín Pétursdóttir Höfundur er liðsmaður í stéttarfélagi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun