Hvorki umræða né eftirspurn eftir sameiningu á Seltjarnarnesi Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir skrifar 16. október 2023 14:31 Enn og aftur, er sprottin upp umræða um sameiningu Seltjarnarnesbæjar við Reykjavíkurborg. Í þetta skiptið sprettur umræðan upp úr viðjum Vinstri grænna, en Líf Magneudóttir, oddviti þess flokks í borgarstjórn, leggur til á fundi borgarstjórnar á morgun að farið verði í sameiningarviðræður við Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ. Hún leggur til að þessum sveitarfélögum verði „boðið“ til viðræðna um „kosti þess að sameina sveitarfélögin þrjú í eina, öfluga heild,“ eins og það er orðað í tillögunni. Nú sem fyrr get ég ekki orða bundist, enda hvorki umræða né eftirspurn eftir sameiningu Seltjarnarnesbæjar við Reykjavík í bæjarfélaginu. Tillaga sem sætir mikilli furðu Tillögugerð þessi sætir því mikilli furðu meðal bæjarbúa, enda hafa Seltirningar almennt ekki orðið varir við neina umræðu í bæjarfélaginu um sameiningu síðan fv. borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, kvaðst mjög efins um að Seltjarnarnes ætti að vera sjálfstætt sveitarfélag á íbúasíðu Seltirninga. Þá er það í hæsta máta óeðlilegt að Seltirningum sé „boðið“ til viðræðna en ekki öfugt, enda á frumkvæði í sameiningarmálum miklu fremur að koma frá íbúunum sjálfum eða bæjaryfirvöldum á viðkomandi stað. Þetta á borgarfulltrúi Vinstri grænna, sem gerir mikið úr lýðræðisvitund, að þekkja. Þess vegna spyr ég mig: Hvað vakir eiginlega fyrir borgarfulltrúanum, Líf Magneudóttur? Háværar raddir um að slíta sig frá Reykjavík Rétt er að minna Seltirninga á þá sorgarsögu sem átti sér stað þegar Reykjavíkurborg ginnti Kjalnesinga til sameiningarviðræðna með fögrum loforðum um bætta þjónustu og Sundabraut. Síðan þá eru liðin 25 ár og ekki sér enn fyrir endann á þeim fagurgalaloforðum sem þá voru gefin. Raunar hefur Líf látið að því liggja að Sundabrautin sé óþörf með tilkomu borgarlínu. Hins vegar hafa skotið upp kollinum, öðru hvoru, háværar raddir meðal íbúa á Kjalarnesi um að slíta sig frá Reykjavík. Það segir e.t.v. ýmislegt um ágæti þessarar tillögu borgarfulltrúans. Oft á tíðum er því haldið fram að stærðarhagkvæmni skipti máli. Í mörgum tilfellum er það reyndar svo að hægt er að ná fram slíkri hagkvæmni í krafti stærðar, en Reykjavíkurborg hefur því miður ekki nýtt sér þann kost sem varpar ljósi á vondan rekstur borgarinnar. Áður en borgarfulltrúar, annarra sveitarfélaga, fara að ásælast önnur sveitarfélög, ættu þeir kannski að svara þeirri spurningu hvers vegna sé dýrara að hirða sorp í Reykjavík en í mörgum öðrum minni sveitarfélögum? Sturtaði niður sex milljörðum af skattfé höfuðborgarbúa Það er heldur ekki traustvekjandi, að sá aðili sem er upphafsmaður af þessari málaleitan, skuli vera Líf Magneudóttir, fv. stjórnarformaður SORPU, sem á síðasta kjörtímabili, sturtaði niður, sex milljörðum af skattfé höfuðborgarbúa með glórulausu fjármálaaustri í gas- og jarðgerðarstöðina GAJU. Og lætur svo eins og ekkert sé. Þá er rétt að geta þess að Reykjavíkurborg hefur gert allt sem í hennar valdi stendur í að þrengja að umferðaræðum Seltirninga sem liggja að Reykjavík. Þetta hefur komið niður á viðbragðstíma sjúkra- og slökkviliðs, sem er mikið áhyggjuefni meðal íbúa svæðisins. Þá hefur þetta lengt ferðatíma íbúana svo um munar. Þetta gerir borgin þrátt fyrir að lög kveði á um að greiðfært skuli vera á milli sveitarfélaga. Borgarfulltrúi fer erindisleysu Líf segir það lykilatriðið að koma umræðunni af stað og nálgast verkefnið fordómalaust. Hér er ekki um neina fordóma að ræða, heldur blákaldar staðreyndir sem því miður koma niður á íbúum Seltjarnarnesbæjar. Það segir sig því sjálft að það er hvorki grundvöllur né vilji til sameiningar sveitarfélaganna. Því fer borgarfulltrúinn erindisleysu með þessari tillögu sinni. Höfundur er íbúi á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur, er sprottin upp umræða um sameiningu Seltjarnarnesbæjar við Reykjavíkurborg. Í þetta skiptið sprettur umræðan upp úr viðjum Vinstri grænna, en Líf Magneudóttir, oddviti þess flokks í borgarstjórn, leggur til á fundi borgarstjórnar á morgun að farið verði í sameiningarviðræður við Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ. Hún leggur til að þessum sveitarfélögum verði „boðið“ til viðræðna um „kosti þess að sameina sveitarfélögin þrjú í eina, öfluga heild,“ eins og það er orðað í tillögunni. Nú sem fyrr get ég ekki orða bundist, enda hvorki umræða né eftirspurn eftir sameiningu Seltjarnarnesbæjar við Reykjavík í bæjarfélaginu. Tillaga sem sætir mikilli furðu Tillögugerð þessi sætir því mikilli furðu meðal bæjarbúa, enda hafa Seltirningar almennt ekki orðið varir við neina umræðu í bæjarfélaginu um sameiningu síðan fv. borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, kvaðst mjög efins um að Seltjarnarnes ætti að vera sjálfstætt sveitarfélag á íbúasíðu Seltirninga. Þá er það í hæsta máta óeðlilegt að Seltirningum sé „boðið“ til viðræðna en ekki öfugt, enda á frumkvæði í sameiningarmálum miklu fremur að koma frá íbúunum sjálfum eða bæjaryfirvöldum á viðkomandi stað. Þetta á borgarfulltrúi Vinstri grænna, sem gerir mikið úr lýðræðisvitund, að þekkja. Þess vegna spyr ég mig: Hvað vakir eiginlega fyrir borgarfulltrúanum, Líf Magneudóttur? Háværar raddir um að slíta sig frá Reykjavík Rétt er að minna Seltirninga á þá sorgarsögu sem átti sér stað þegar Reykjavíkurborg ginnti Kjalnesinga til sameiningarviðræðna með fögrum loforðum um bætta þjónustu og Sundabraut. Síðan þá eru liðin 25 ár og ekki sér enn fyrir endann á þeim fagurgalaloforðum sem þá voru gefin. Raunar hefur Líf látið að því liggja að Sundabrautin sé óþörf með tilkomu borgarlínu. Hins vegar hafa skotið upp kollinum, öðru hvoru, háværar raddir meðal íbúa á Kjalarnesi um að slíta sig frá Reykjavík. Það segir e.t.v. ýmislegt um ágæti þessarar tillögu borgarfulltrúans. Oft á tíðum er því haldið fram að stærðarhagkvæmni skipti máli. Í mörgum tilfellum er það reyndar svo að hægt er að ná fram slíkri hagkvæmni í krafti stærðar, en Reykjavíkurborg hefur því miður ekki nýtt sér þann kost sem varpar ljósi á vondan rekstur borgarinnar. Áður en borgarfulltrúar, annarra sveitarfélaga, fara að ásælast önnur sveitarfélög, ættu þeir kannski að svara þeirri spurningu hvers vegna sé dýrara að hirða sorp í Reykjavík en í mörgum öðrum minni sveitarfélögum? Sturtaði niður sex milljörðum af skattfé höfuðborgarbúa Það er heldur ekki traustvekjandi, að sá aðili sem er upphafsmaður af þessari málaleitan, skuli vera Líf Magneudóttir, fv. stjórnarformaður SORPU, sem á síðasta kjörtímabili, sturtaði niður, sex milljörðum af skattfé höfuðborgarbúa með glórulausu fjármálaaustri í gas- og jarðgerðarstöðina GAJU. Og lætur svo eins og ekkert sé. Þá er rétt að geta þess að Reykjavíkurborg hefur gert allt sem í hennar valdi stendur í að þrengja að umferðaræðum Seltirninga sem liggja að Reykjavík. Þetta hefur komið niður á viðbragðstíma sjúkra- og slökkviliðs, sem er mikið áhyggjuefni meðal íbúa svæðisins. Þá hefur þetta lengt ferðatíma íbúana svo um munar. Þetta gerir borgin þrátt fyrir að lög kveði á um að greiðfært skuli vera á milli sveitarfélaga. Borgarfulltrúi fer erindisleysu Líf segir það lykilatriðið að koma umræðunni af stað og nálgast verkefnið fordómalaust. Hér er ekki um neina fordóma að ræða, heldur blákaldar staðreyndir sem því miður koma niður á íbúum Seltjarnarnesbæjar. Það segir sig því sjálft að það er hvorki grundvöllur né vilji til sameiningar sveitarfélaganna. Því fer borgarfulltrúinn erindisleysu með þessari tillögu sinni. Höfundur er íbúi á Seltjarnarnesi.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun