Stakk sex ára dreng til bana og særði móður hans vegna íslamstrúar þeirra Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. október 2023 23:03 Hinn 71 árs Joseph M. Czuba stakk hinn sex ára Wadea Al-Fayoume til bana og særði móður hans alvarlega. Hún hefur ekki enn verið nafngreind. Maður í Illinois sem stakk sex ára dreng til bana og særði móður hans alvarlega vegna íslamstrúar þeirra hefur verið ákærður fyrir morð og hatursglæp. Lögregluembættið í Will-sýslu í Plainfield í Illinois greindi frá því í fréttatilkynningu í gær að lögreglunni hefði borist neyðarkall frá 32 ára gamalli konu sem sagði að leigusali sinn hefði ráðist á hana með hníf. Á vettvangi komu lögreglumenn að hinum 71 árs gamla Joseph M. Czuba, eiganda húsnæðisins, þar sem hann sat á jörðinni fyrir framan innkeyrsluna. Inni í húsinu voru fórnarlömbin tvö, 32 ára gömul kona og sex ára drengur, sem voru bæði með tugi stungusára um allan líkamann, á höndum, fótum og á búknum. Drengurinn, Wadea Al-Fayoume, var fluttur á spítala þar sem hann lést af sárum og liggur móðir hans þungt haldin á sjúkrahúsi. Þó er talið að hún muni lifa árásina af. Réðist á þau af því þau voru múslimar Samkvæmt lögreglu greindi Joseph Czuba ekki frá því hvers vegna hann hefði ráðist á mæðginin. Lögreglumaenn hafi þrátt fyrir það safnað nægilegum upplýsingum með gagnasöfnun og viðtölum til að ákæra Czuba í nokkrum ákæruliðum, þar á meðal fyrir morð og hatursglæpi. „Lögreglumenn á vettvangi komust að þeirri niðurstöðu að hinn grunaði hefði ráðist á bæði fórnarlömbin vegna þess að þau voru múslimar og vegna yfirstandandi átaka milli Hamas og Ísraela í Mið-Austurlöndum,“ sagði í tilkynningu frá embættinu. CAIR (Council on American-Islamic Relations), stærstu mannréttindasamtök múslima í Bandaríkjunum, gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem sögðust málið sína „verstu martröð“. Þar hefði maður tjáð and-íslömsk og and-palestínsk viðhorf sín með því að brjótast inn í íbúð múslimafjölskyldu til að ráðast á þau með hníf. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Sjá meira
Lögregluembættið í Will-sýslu í Plainfield í Illinois greindi frá því í fréttatilkynningu í gær að lögreglunni hefði borist neyðarkall frá 32 ára gamalli konu sem sagði að leigusali sinn hefði ráðist á hana með hníf. Á vettvangi komu lögreglumenn að hinum 71 árs gamla Joseph M. Czuba, eiganda húsnæðisins, þar sem hann sat á jörðinni fyrir framan innkeyrsluna. Inni í húsinu voru fórnarlömbin tvö, 32 ára gömul kona og sex ára drengur, sem voru bæði með tugi stungusára um allan líkamann, á höndum, fótum og á búknum. Drengurinn, Wadea Al-Fayoume, var fluttur á spítala þar sem hann lést af sárum og liggur móðir hans þungt haldin á sjúkrahúsi. Þó er talið að hún muni lifa árásina af. Réðist á þau af því þau voru múslimar Samkvæmt lögreglu greindi Joseph Czuba ekki frá því hvers vegna hann hefði ráðist á mæðginin. Lögreglumaenn hafi þrátt fyrir það safnað nægilegum upplýsingum með gagnasöfnun og viðtölum til að ákæra Czuba í nokkrum ákæruliðum, þar á meðal fyrir morð og hatursglæpi. „Lögreglumenn á vettvangi komust að þeirri niðurstöðu að hinn grunaði hefði ráðist á bæði fórnarlömbin vegna þess að þau voru múslimar og vegna yfirstandandi átaka milli Hamas og Ísraela í Mið-Austurlöndum,“ sagði í tilkynningu frá embættinu. CAIR (Council on American-Islamic Relations), stærstu mannréttindasamtök múslima í Bandaríkjunum, gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem sögðust málið sína „verstu martröð“. Þar hefði maður tjáð and-íslömsk og and-palestínsk viðhorf sín með því að brjótast inn í íbúð múslimafjölskyldu til að ráðast á þau með hníf.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Sjá meira