Stakk sex ára dreng til bana og særði móður hans vegna íslamstrúar þeirra Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. október 2023 23:03 Hinn 71 árs Joseph M. Czuba stakk hinn sex ára Wadea Al-Fayoume til bana og særði móður hans alvarlega. Hún hefur ekki enn verið nafngreind. Maður í Illinois sem stakk sex ára dreng til bana og særði móður hans alvarlega vegna íslamstrúar þeirra hefur verið ákærður fyrir morð og hatursglæp. Lögregluembættið í Will-sýslu í Plainfield í Illinois greindi frá því í fréttatilkynningu í gær að lögreglunni hefði borist neyðarkall frá 32 ára gamalli konu sem sagði að leigusali sinn hefði ráðist á hana með hníf. Á vettvangi komu lögreglumenn að hinum 71 árs gamla Joseph M. Czuba, eiganda húsnæðisins, þar sem hann sat á jörðinni fyrir framan innkeyrsluna. Inni í húsinu voru fórnarlömbin tvö, 32 ára gömul kona og sex ára drengur, sem voru bæði með tugi stungusára um allan líkamann, á höndum, fótum og á búknum. Drengurinn, Wadea Al-Fayoume, var fluttur á spítala þar sem hann lést af sárum og liggur móðir hans þungt haldin á sjúkrahúsi. Þó er talið að hún muni lifa árásina af. Réðist á þau af því þau voru múslimar Samkvæmt lögreglu greindi Joseph Czuba ekki frá því hvers vegna hann hefði ráðist á mæðginin. Lögreglumaenn hafi þrátt fyrir það safnað nægilegum upplýsingum með gagnasöfnun og viðtölum til að ákæra Czuba í nokkrum ákæruliðum, þar á meðal fyrir morð og hatursglæpi. „Lögreglumenn á vettvangi komust að þeirri niðurstöðu að hinn grunaði hefði ráðist á bæði fórnarlömbin vegna þess að þau voru múslimar og vegna yfirstandandi átaka milli Hamas og Ísraela í Mið-Austurlöndum,“ sagði í tilkynningu frá embættinu. CAIR (Council on American-Islamic Relations), stærstu mannréttindasamtök múslima í Bandaríkjunum, gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem sögðust málið sína „verstu martröð“. Þar hefði maður tjáð and-íslömsk og and-palestínsk viðhorf sín með því að brjótast inn í íbúð múslimafjölskyldu til að ráðast á þau með hníf. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Lögregluembættið í Will-sýslu í Plainfield í Illinois greindi frá því í fréttatilkynningu í gær að lögreglunni hefði borist neyðarkall frá 32 ára gamalli konu sem sagði að leigusali sinn hefði ráðist á hana með hníf. Á vettvangi komu lögreglumenn að hinum 71 árs gamla Joseph M. Czuba, eiganda húsnæðisins, þar sem hann sat á jörðinni fyrir framan innkeyrsluna. Inni í húsinu voru fórnarlömbin tvö, 32 ára gömul kona og sex ára drengur, sem voru bæði með tugi stungusára um allan líkamann, á höndum, fótum og á búknum. Drengurinn, Wadea Al-Fayoume, var fluttur á spítala þar sem hann lést af sárum og liggur móðir hans þungt haldin á sjúkrahúsi. Þó er talið að hún muni lifa árásina af. Réðist á þau af því þau voru múslimar Samkvæmt lögreglu greindi Joseph Czuba ekki frá því hvers vegna hann hefði ráðist á mæðginin. Lögreglumaenn hafi þrátt fyrir það safnað nægilegum upplýsingum með gagnasöfnun og viðtölum til að ákæra Czuba í nokkrum ákæruliðum, þar á meðal fyrir morð og hatursglæpi. „Lögreglumenn á vettvangi komust að þeirri niðurstöðu að hinn grunaði hefði ráðist á bæði fórnarlömbin vegna þess að þau voru múslimar og vegna yfirstandandi átaka milli Hamas og Ísraela í Mið-Austurlöndum,“ sagði í tilkynningu frá embættinu. CAIR (Council on American-Islamic Relations), stærstu mannréttindasamtök múslima í Bandaríkjunum, gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem sögðust málið sína „verstu martröð“. Þar hefði maður tjáð and-íslömsk og and-palestínsk viðhorf sín með því að brjótast inn í íbúð múslimafjölskyldu til að ráðast á þau með hníf.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira