Stakk sex ára dreng til bana og særði móður hans vegna íslamstrúar þeirra Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. október 2023 23:03 Hinn 71 árs Joseph M. Czuba stakk hinn sex ára Wadea Al-Fayoume til bana og særði móður hans alvarlega. Hún hefur ekki enn verið nafngreind. Maður í Illinois sem stakk sex ára dreng til bana og særði móður hans alvarlega vegna íslamstrúar þeirra hefur verið ákærður fyrir morð og hatursglæp. Lögregluembættið í Will-sýslu í Plainfield í Illinois greindi frá því í fréttatilkynningu í gær að lögreglunni hefði borist neyðarkall frá 32 ára gamalli konu sem sagði að leigusali sinn hefði ráðist á hana með hníf. Á vettvangi komu lögreglumenn að hinum 71 árs gamla Joseph M. Czuba, eiganda húsnæðisins, þar sem hann sat á jörðinni fyrir framan innkeyrsluna. Inni í húsinu voru fórnarlömbin tvö, 32 ára gömul kona og sex ára drengur, sem voru bæði með tugi stungusára um allan líkamann, á höndum, fótum og á búknum. Drengurinn, Wadea Al-Fayoume, var fluttur á spítala þar sem hann lést af sárum og liggur móðir hans þungt haldin á sjúkrahúsi. Þó er talið að hún muni lifa árásina af. Réðist á þau af því þau voru múslimar Samkvæmt lögreglu greindi Joseph Czuba ekki frá því hvers vegna hann hefði ráðist á mæðginin. Lögreglumaenn hafi þrátt fyrir það safnað nægilegum upplýsingum með gagnasöfnun og viðtölum til að ákæra Czuba í nokkrum ákæruliðum, þar á meðal fyrir morð og hatursglæpi. „Lögreglumenn á vettvangi komust að þeirri niðurstöðu að hinn grunaði hefði ráðist á bæði fórnarlömbin vegna þess að þau voru múslimar og vegna yfirstandandi átaka milli Hamas og Ísraela í Mið-Austurlöndum,“ sagði í tilkynningu frá embættinu. CAIR (Council on American-Islamic Relations), stærstu mannréttindasamtök múslima í Bandaríkjunum, gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem sögðust málið sína „verstu martröð“. Þar hefði maður tjáð and-íslömsk og and-palestínsk viðhorf sín með því að brjótast inn í íbúð múslimafjölskyldu til að ráðast á þau með hníf. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Lögregluembættið í Will-sýslu í Plainfield í Illinois greindi frá því í fréttatilkynningu í gær að lögreglunni hefði borist neyðarkall frá 32 ára gamalli konu sem sagði að leigusali sinn hefði ráðist á hana með hníf. Á vettvangi komu lögreglumenn að hinum 71 árs gamla Joseph M. Czuba, eiganda húsnæðisins, þar sem hann sat á jörðinni fyrir framan innkeyrsluna. Inni í húsinu voru fórnarlömbin tvö, 32 ára gömul kona og sex ára drengur, sem voru bæði með tugi stungusára um allan líkamann, á höndum, fótum og á búknum. Drengurinn, Wadea Al-Fayoume, var fluttur á spítala þar sem hann lést af sárum og liggur móðir hans þungt haldin á sjúkrahúsi. Þó er talið að hún muni lifa árásina af. Réðist á þau af því þau voru múslimar Samkvæmt lögreglu greindi Joseph Czuba ekki frá því hvers vegna hann hefði ráðist á mæðginin. Lögreglumaenn hafi þrátt fyrir það safnað nægilegum upplýsingum með gagnasöfnun og viðtölum til að ákæra Czuba í nokkrum ákæruliðum, þar á meðal fyrir morð og hatursglæpi. „Lögreglumenn á vettvangi komust að þeirri niðurstöðu að hinn grunaði hefði ráðist á bæði fórnarlömbin vegna þess að þau voru múslimar og vegna yfirstandandi átaka milli Hamas og Ísraela í Mið-Austurlöndum,“ sagði í tilkynningu frá embættinu. CAIR (Council on American-Islamic Relations), stærstu mannréttindasamtök múslima í Bandaríkjunum, gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem sögðust málið sína „verstu martröð“. Þar hefði maður tjáð and-íslömsk og and-palestínsk viðhorf sín með því að brjótast inn í íbúð múslimafjölskyldu til að ráðast á þau með hníf.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira