Svo virðist sem annar hafi hafið áflogin með því að ráðast á hinn. Honum er gefið að sök að hafa slegið hinn ítrekað í höfuðið og bringu sem varð til þess að hinn hlaut skurð á hnakka, eyra og verk í baki.
Hinum manninum er síðan gefið að sök að hafa í kjölfarið tekið upp steypuklump og ítrekað slegið þann sem réðst á sig ítrekað í höfuðið með klumpinum. Fyrir vikið hlaut maðurinn brot á tönnum, þónokkra skurði á höfði, nefi, vör og tungu, og verk í baki.
Fram kemur að umræddur steypuklumpur hafi verið ellefu sentímetrar á lengd, sex að breidd og rétt rúmlega þrjúhundruð grömm.
Sá sem er grunaður um fyrra brotið er ákærður fyrir líkamsárás, en sá seinni fyrir stórfellda líkamsárás.
Sá sem varð fyrir fyrra brotinu krefst einnar milljónar af hinum í skaða- og miskabætur. En hinn krefst 1,2 milljónar af honum.