128 ára múmía lögð til hinstu hvílu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. október 2023 14:31 James Murphy, "Stoneman Willie" á útfararstofunni í Reading áður en hann lagði af stað í sína hinstu för í gær. Andrew Caballero-Reynolds/Getty Images Bandarískur vasaþjófur sem lést árið 1895 var loks lagður til hinstu hvílu í gær. Hann hefur verið til sýnis í opinni kistu í 128 ár. Neitaði að segja til nafns Vasaþjófurinn sálugi hefur allt frá dauða sínum verið þekktur undir viðurnefninu „Stoneman Willie“, en ekkert hefur verið vitað um nafn hans þar til í gær þegar hann var lagður til hinstu hvílu í kirkjugarðinum í Reading í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Stoneman Willie var handtekinn haustið 1895 fyrir vasaþjófnað. Hann var drykkfelldur og heimilislaus og neitaði að segja til nafns þegar hann var handtekinn. Hann lést í fangelsinu af nýrnabilun þann 19. nóvember þetta sama ár. Smurður og gerður að múmíu Útfararstjóri bæjarins var að þróa nýja aðferð við varðveislu líka sem fundin hafði verið upp í bandaríska borgarastríðinu og hann fékk að gera tilraun á líkinu þar sem enginn gerði tilkall til þess. Hann smurði líkið með efnablöndu sem innihélt formalín, blásýru og arsenik og í ferlinu breyttist Willie hreinlega í grjótharða múmíu. Hefur verið sýningargripur í 128 ár Hann hefur síðan verið til sýnis á útfararstofunni, þar sem hann hvílir í kistu, uppáklæddur í jakkaföt og með rauðan borða yfir brjóstinu. Hann er ennþá með hár og tennur, en húð hans er orðin eins og hert leður, ekki ósvipuð líkum sem fundist hafa í mýrlendi eftir mörg þúsund ára legu þar. Eftir margra ára rannsóknir á uppruna Willie tókst útfararstofunni loks að komast að nafni mannsins sem var af írskum uppruna. Um helgina er haldið upp á 275 ára afmæli bæjarins og við það tækifæri, í gær, var Stoneman Willie ekið með viðhöfn um götur bæjarins og upp í kirkjugarð þar sem hann var lagður til hinstu hvílu og á legsteininn var ritað nafnið sem hann bar í lifanda lífi; James Murphy. Bandaríkin Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Neitaði að segja til nafns Vasaþjófurinn sálugi hefur allt frá dauða sínum verið þekktur undir viðurnefninu „Stoneman Willie“, en ekkert hefur verið vitað um nafn hans þar til í gær þegar hann var lagður til hinstu hvílu í kirkjugarðinum í Reading í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Stoneman Willie var handtekinn haustið 1895 fyrir vasaþjófnað. Hann var drykkfelldur og heimilislaus og neitaði að segja til nafns þegar hann var handtekinn. Hann lést í fangelsinu af nýrnabilun þann 19. nóvember þetta sama ár. Smurður og gerður að múmíu Útfararstjóri bæjarins var að þróa nýja aðferð við varðveislu líka sem fundin hafði verið upp í bandaríska borgarastríðinu og hann fékk að gera tilraun á líkinu þar sem enginn gerði tilkall til þess. Hann smurði líkið með efnablöndu sem innihélt formalín, blásýru og arsenik og í ferlinu breyttist Willie hreinlega í grjótharða múmíu. Hefur verið sýningargripur í 128 ár Hann hefur síðan verið til sýnis á útfararstofunni, þar sem hann hvílir í kistu, uppáklæddur í jakkaföt og með rauðan borða yfir brjóstinu. Hann er ennþá með hár og tennur, en húð hans er orðin eins og hert leður, ekki ósvipuð líkum sem fundist hafa í mýrlendi eftir mörg þúsund ára legu þar. Eftir margra ára rannsóknir á uppruna Willie tókst útfararstofunni loks að komast að nafni mannsins sem var af írskum uppruna. Um helgina er haldið upp á 275 ára afmæli bæjarins og við það tækifæri, í gær, var Stoneman Willie ekið með viðhöfn um götur bæjarins og upp í kirkjugarð þar sem hann var lagður til hinstu hvílu og á legsteininn var ritað nafnið sem hann bar í lifanda lífi; James Murphy.
Bandaríkin Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira