Sagðist hataður af fiskeldisfyrirtækjum og skammaður af mótmælendum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. október 2023 20:21 Guðlaugur, sem hefur laxeldið að litlu leyti á sinni ráðherrakönnu, fékk ekkert sérlega hlýjar kveðjur. Hann kveðst hafa haft áhyggjur af eldinu lengi. Valgarð Gíslason Fjölmenn mótmæli gegn sjókvíaeldi á Íslandi fóru fram á Austurvelli í dag. Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra þakkaði mótmælendum fyrir mætingu en fékk kaldar kveðjur til baka. Bubbi Morthens sagði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra eina ráðherrann sem væri að standa sig. Það var fjölmennt á Austurvelli í dag. Umræðan um skaðsemi sjókvíaeldis hefur enda verið hávær og áberandi síðustu vikur, eða frá því að göt á kví ArcticFish uppgötvuðust í Patreksfirði. Síðan þá hafa laxveiðimenn tilkynnt fjöldann allan af eldislöxum til Hafró, sem komu úr ám víðsvegar á Norður og Vesturlandi. Valgarð Gíslason Guðlaugur Þór flutti stutta ræðu. Mótmælin sagði hann ekki koma til af góðu. „Þetta kemur til vegna þess að því sem var lofað, gekk ekki eftir. Það er hvorki meira né minna undir en náttúra Íslands. Það hefur oft verið sagt að við séum ekki tilbúin að vernda það sem er mikilvægt en þessi stórkostlega mæting hér sýnir að svo er ekki,“ sagði Guðlaugur og þakkaði mótmælendum fyrir mætinguna. Ráðherra skammaður Í stað þess að fagna þeim orðum Guðlaugs heyrðist hrópað úr mótmælendahópnum og ráðherrann beðinn að gera eitthvað í málnum. Á endanum var baulað á Guðlaug sem klóraði þó í bakkann og fékk nokkra til að klappa þegar hann þakkaði mótmælendum í annað sinn. Ávarp hans má sjá í heild sinni hér að neðan, sem og viðtal eftir ávarpið. Þegar ávarpi Guðlaugs lauk og hann steig niður af sviðinu gantaðist Guðlaugur með það við skipuleggjanda að hann væri hataður af fiskeldisfyrirtækjunum en líka skammaður eins og hundur þegar hann mæti til á mótmæli til að sýna samstöðu. Hann tók það fram í viðtali eftir ræðuna að fiskeldið væri ekki á hans borði heldur sjávarútvegsráðherra. Heilbrigðiseftirlit sé hins vegar í hans verkahring og sagði Guðlaugur að niðurstöður skýrslu liggi fyrir sem eigi að styrkja það eftirlit. Mótmælendur helltu „lúsaeitri“ yfir eldislaxana, sem eiga það til að vera lúsugir.Valgarð Gíslason Upp á land, segir Bubbi Bubbi Morthens, sem er mikill laxveiðimaður, segir mótmælin stafa af því að íslensk náttúra eigi undir högg að sækja. Bubbi spilaði fyrir mótmælendur. Hann vill eldið á land.Valgarð Gíslason „Laxeldi á að vera uppi á landi, ég er ekki á móti laxeldi, alls ekki. Þetta snýst ekki um laxveiðimenn, þetta snýst um náttúru Íslands,“ sagði Bubbi sem fullyrðir að firðir landsins verði eyðimörk verði ekkert að gert. „En Svandís þú ert að standa þig, þú mátt eiga það. Einn ráðherra og þingmanna á Íslandi,“ sagði Bubbi í lok viðtalsins sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Sviðin jörð Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur hjá Laxfiskum ávarpaði einnig fundinn. „Fyrir lágu sorgleg dæmi frá Noregi, Kanada og öðrum löndum þar sem sjókvíaeldi á laxi hefur verið stundað og skilið eftir sig sviðna jörð. Sjúkdóma, mengaðar ár og sjór og eyðingu laxastofna,“ sagði Jóhannes í ávarpi sem má sjá hér að neðan. Skilaboðin voru skýr.Valgarð Gíslason Ungir sem aldnir mótmæltu.Valgarð Gíslason Mönnum var heitt í hamsi.Valgarð Gíslason Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fiskeldi Reykjavík Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Sjá meira
Það var fjölmennt á Austurvelli í dag. Umræðan um skaðsemi sjókvíaeldis hefur enda verið hávær og áberandi síðustu vikur, eða frá því að göt á kví ArcticFish uppgötvuðust í Patreksfirði. Síðan þá hafa laxveiðimenn tilkynnt fjöldann allan af eldislöxum til Hafró, sem komu úr ám víðsvegar á Norður og Vesturlandi. Valgarð Gíslason Guðlaugur Þór flutti stutta ræðu. Mótmælin sagði hann ekki koma til af góðu. „Þetta kemur til vegna þess að því sem var lofað, gekk ekki eftir. Það er hvorki meira né minna undir en náttúra Íslands. Það hefur oft verið sagt að við séum ekki tilbúin að vernda það sem er mikilvægt en þessi stórkostlega mæting hér sýnir að svo er ekki,“ sagði Guðlaugur og þakkaði mótmælendum fyrir mætinguna. Ráðherra skammaður Í stað þess að fagna þeim orðum Guðlaugs heyrðist hrópað úr mótmælendahópnum og ráðherrann beðinn að gera eitthvað í málnum. Á endanum var baulað á Guðlaug sem klóraði þó í bakkann og fékk nokkra til að klappa þegar hann þakkaði mótmælendum í annað sinn. Ávarp hans má sjá í heild sinni hér að neðan, sem og viðtal eftir ávarpið. Þegar ávarpi Guðlaugs lauk og hann steig niður af sviðinu gantaðist Guðlaugur með það við skipuleggjanda að hann væri hataður af fiskeldisfyrirtækjunum en líka skammaður eins og hundur þegar hann mæti til á mótmæli til að sýna samstöðu. Hann tók það fram í viðtali eftir ræðuna að fiskeldið væri ekki á hans borði heldur sjávarútvegsráðherra. Heilbrigðiseftirlit sé hins vegar í hans verkahring og sagði Guðlaugur að niðurstöður skýrslu liggi fyrir sem eigi að styrkja það eftirlit. Mótmælendur helltu „lúsaeitri“ yfir eldislaxana, sem eiga það til að vera lúsugir.Valgarð Gíslason Upp á land, segir Bubbi Bubbi Morthens, sem er mikill laxveiðimaður, segir mótmælin stafa af því að íslensk náttúra eigi undir högg að sækja. Bubbi spilaði fyrir mótmælendur. Hann vill eldið á land.Valgarð Gíslason „Laxeldi á að vera uppi á landi, ég er ekki á móti laxeldi, alls ekki. Þetta snýst ekki um laxveiðimenn, þetta snýst um náttúru Íslands,“ sagði Bubbi sem fullyrðir að firðir landsins verði eyðimörk verði ekkert að gert. „En Svandís þú ert að standa þig, þú mátt eiga það. Einn ráðherra og þingmanna á Íslandi,“ sagði Bubbi í lok viðtalsins sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Sviðin jörð Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur hjá Laxfiskum ávarpaði einnig fundinn. „Fyrir lágu sorgleg dæmi frá Noregi, Kanada og öðrum löndum þar sem sjókvíaeldi á laxi hefur verið stundað og skilið eftir sig sviðna jörð. Sjúkdóma, mengaðar ár og sjór og eyðingu laxastofna,“ sagði Jóhannes í ávarpi sem má sjá hér að neðan. Skilaboðin voru skýr.Valgarð Gíslason Ungir sem aldnir mótmæltu.Valgarð Gíslason Mönnum var heitt í hamsi.Valgarð Gíslason
Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fiskeldi Reykjavík Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Sjá meira