Sagðist hataður af fiskeldisfyrirtækjum og skammaður af mótmælendum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. október 2023 20:21 Guðlaugur, sem hefur laxeldið að litlu leyti á sinni ráðherrakönnu, fékk ekkert sérlega hlýjar kveðjur. Hann kveðst hafa haft áhyggjur af eldinu lengi. Valgarð Gíslason Fjölmenn mótmæli gegn sjókvíaeldi á Íslandi fóru fram á Austurvelli í dag. Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra þakkaði mótmælendum fyrir mætingu en fékk kaldar kveðjur til baka. Bubbi Morthens sagði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra eina ráðherrann sem væri að standa sig. Það var fjölmennt á Austurvelli í dag. Umræðan um skaðsemi sjókvíaeldis hefur enda verið hávær og áberandi síðustu vikur, eða frá því að göt á kví ArcticFish uppgötvuðust í Patreksfirði. Síðan þá hafa laxveiðimenn tilkynnt fjöldann allan af eldislöxum til Hafró, sem komu úr ám víðsvegar á Norður og Vesturlandi. Valgarð Gíslason Guðlaugur Þór flutti stutta ræðu. Mótmælin sagði hann ekki koma til af góðu. „Þetta kemur til vegna þess að því sem var lofað, gekk ekki eftir. Það er hvorki meira né minna undir en náttúra Íslands. Það hefur oft verið sagt að við séum ekki tilbúin að vernda það sem er mikilvægt en þessi stórkostlega mæting hér sýnir að svo er ekki,“ sagði Guðlaugur og þakkaði mótmælendum fyrir mætinguna. Ráðherra skammaður Í stað þess að fagna þeim orðum Guðlaugs heyrðist hrópað úr mótmælendahópnum og ráðherrann beðinn að gera eitthvað í málnum. Á endanum var baulað á Guðlaug sem klóraði þó í bakkann og fékk nokkra til að klappa þegar hann þakkaði mótmælendum í annað sinn. Ávarp hans má sjá í heild sinni hér að neðan, sem og viðtal eftir ávarpið. Þegar ávarpi Guðlaugs lauk og hann steig niður af sviðinu gantaðist Guðlaugur með það við skipuleggjanda að hann væri hataður af fiskeldisfyrirtækjunum en líka skammaður eins og hundur þegar hann mæti til á mótmæli til að sýna samstöðu. Hann tók það fram í viðtali eftir ræðuna að fiskeldið væri ekki á hans borði heldur sjávarútvegsráðherra. Heilbrigðiseftirlit sé hins vegar í hans verkahring og sagði Guðlaugur að niðurstöður skýrslu liggi fyrir sem eigi að styrkja það eftirlit. Mótmælendur helltu „lúsaeitri“ yfir eldislaxana, sem eiga það til að vera lúsugir.Valgarð Gíslason Upp á land, segir Bubbi Bubbi Morthens, sem er mikill laxveiðimaður, segir mótmælin stafa af því að íslensk náttúra eigi undir högg að sækja. Bubbi spilaði fyrir mótmælendur. Hann vill eldið á land.Valgarð Gíslason „Laxeldi á að vera uppi á landi, ég er ekki á móti laxeldi, alls ekki. Þetta snýst ekki um laxveiðimenn, þetta snýst um náttúru Íslands,“ sagði Bubbi sem fullyrðir að firðir landsins verði eyðimörk verði ekkert að gert. „En Svandís þú ert að standa þig, þú mátt eiga það. Einn ráðherra og þingmanna á Íslandi,“ sagði Bubbi í lok viðtalsins sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Sviðin jörð Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur hjá Laxfiskum ávarpaði einnig fundinn. „Fyrir lágu sorgleg dæmi frá Noregi, Kanada og öðrum löndum þar sem sjókvíaeldi á laxi hefur verið stundað og skilið eftir sig sviðna jörð. Sjúkdóma, mengaðar ár og sjór og eyðingu laxastofna,“ sagði Jóhannes í ávarpi sem má sjá hér að neðan. Skilaboðin voru skýr.Valgarð Gíslason Ungir sem aldnir mótmæltu.Valgarð Gíslason Mönnum var heitt í hamsi.Valgarð Gíslason Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fiskeldi Reykjavík Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni Sjá meira
Það var fjölmennt á Austurvelli í dag. Umræðan um skaðsemi sjókvíaeldis hefur enda verið hávær og áberandi síðustu vikur, eða frá því að göt á kví ArcticFish uppgötvuðust í Patreksfirði. Síðan þá hafa laxveiðimenn tilkynnt fjöldann allan af eldislöxum til Hafró, sem komu úr ám víðsvegar á Norður og Vesturlandi. Valgarð Gíslason Guðlaugur Þór flutti stutta ræðu. Mótmælin sagði hann ekki koma til af góðu. „Þetta kemur til vegna þess að því sem var lofað, gekk ekki eftir. Það er hvorki meira né minna undir en náttúra Íslands. Það hefur oft verið sagt að við séum ekki tilbúin að vernda það sem er mikilvægt en þessi stórkostlega mæting hér sýnir að svo er ekki,“ sagði Guðlaugur og þakkaði mótmælendum fyrir mætinguna. Ráðherra skammaður Í stað þess að fagna þeim orðum Guðlaugs heyrðist hrópað úr mótmælendahópnum og ráðherrann beðinn að gera eitthvað í málnum. Á endanum var baulað á Guðlaug sem klóraði þó í bakkann og fékk nokkra til að klappa þegar hann þakkaði mótmælendum í annað sinn. Ávarp hans má sjá í heild sinni hér að neðan, sem og viðtal eftir ávarpið. Þegar ávarpi Guðlaugs lauk og hann steig niður af sviðinu gantaðist Guðlaugur með það við skipuleggjanda að hann væri hataður af fiskeldisfyrirtækjunum en líka skammaður eins og hundur þegar hann mæti til á mótmæli til að sýna samstöðu. Hann tók það fram í viðtali eftir ræðuna að fiskeldið væri ekki á hans borði heldur sjávarútvegsráðherra. Heilbrigðiseftirlit sé hins vegar í hans verkahring og sagði Guðlaugur að niðurstöður skýrslu liggi fyrir sem eigi að styrkja það eftirlit. Mótmælendur helltu „lúsaeitri“ yfir eldislaxana, sem eiga það til að vera lúsugir.Valgarð Gíslason Upp á land, segir Bubbi Bubbi Morthens, sem er mikill laxveiðimaður, segir mótmælin stafa af því að íslensk náttúra eigi undir högg að sækja. Bubbi spilaði fyrir mótmælendur. Hann vill eldið á land.Valgarð Gíslason „Laxeldi á að vera uppi á landi, ég er ekki á móti laxeldi, alls ekki. Þetta snýst ekki um laxveiðimenn, þetta snýst um náttúru Íslands,“ sagði Bubbi sem fullyrðir að firðir landsins verði eyðimörk verði ekkert að gert. „En Svandís þú ert að standa þig, þú mátt eiga það. Einn ráðherra og þingmanna á Íslandi,“ sagði Bubbi í lok viðtalsins sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Sviðin jörð Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur hjá Laxfiskum ávarpaði einnig fundinn. „Fyrir lágu sorgleg dæmi frá Noregi, Kanada og öðrum löndum þar sem sjókvíaeldi á laxi hefur verið stundað og skilið eftir sig sviðna jörð. Sjúkdóma, mengaðar ár og sjór og eyðingu laxastofna,“ sagði Jóhannes í ávarpi sem má sjá hér að neðan. Skilaboðin voru skýr.Valgarð Gíslason Ungir sem aldnir mótmæltu.Valgarð Gíslason Mönnum var heitt í hamsi.Valgarð Gíslason
Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fiskeldi Reykjavík Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni Sjá meira