Furða sig yfir að rannsóknin nái ekki yfir allan tímann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. október 2023 22:22 Fólk sem dvaldi á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á árunum 1974-1979 furða sig yfir að rannsóknarnefnd hafi ekki farið yfir starfshætti þar á þessum árum. Sagnfræðingur segir fjölmarga þar með liggja óbætta hjá garði. Amalía Sörensdóttir, Steinar Immanuel Sörensson, Inda Björk Eyrbekk Alexandersdóttir og Árni H. Kristjánsson. Vísir Fólk sem var vistað á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins gagnrýnir að heimilið hafi ekki verið rannsakað allan þann tíma sem það starfaði. Vísbendingar séu um að börn hafi sætt illri meðferð þar allt til ársins 1979. Ráðherra býst við að sanngirnisbætur verði ákveðnar í vetur. Vöggustofunefnd skilaði í gær af sér kolsvartri skýrslu um illa meðferð á ungbörnum á Vöggustofunni á Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins frá 1949-1973. Nefndin kemst að því að skortur á samskiptum, örvun og hvatningu sem börnin urðu fyrir hafi verið til þess fallin að valda þeim líkamlegum og andlegum skaða. Slíkt teljist til vanrækslu og illrar meðferðar. Þá hafi börn sem þar dvöldu lifað skemur en jafnaldrar og verið líklegri til að fara á örorku. Alls voru 1083 börn vistuð á vöggustofunum 1949-1973 flest frá nokkrum mánuðum og upp í nokkur ár. Eftir 1973 starfaði stofnunin sem upptökuheimili barna tólf ára og yngri, til ársins 1979. Eins og blaut tuska í andlitið Vöggustofunefndin bendir á í skýrslu sinni að Reykjavíkurborg þurfi að taka afstöðu til þess hvort skoða eigi allan tímann sem Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins starfaði eða til ársins 1979. Þó nokkur þeirra sem voru vistuð á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins eftir 1973 hafa lýst yfir vonbrigðum með tímalengd rannsóknarinnar. „Það að rannsaka ekki allan tímann sem heimilið starfaði er eins og er eins og blaut tuska í andlitið. Það er mjög mikilvægt að allur þessi tími verði rannsakaður. Það er sterkur grunur minn að það hafi ekki allt verið með felldu. Fósturmóðir mín sagði mér t.d. að ég hefði aldrei grátið eftir að ég kom til hennar og fósturföðurs míns og ekki farið að ganga fyrr en ég var átján mánaða,“ segir Amalía Sörensdóttir sem var vistuð frá fæðingu og til níu mánaða á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins árið 1974. Steinar Immanuel Sörensson bróðir Amalíu tekur undir með henni en hann var í um tíu mánuði á stofnuninni frá eins og hálfs árs aldri til ríflega tveggja ára aldurs. „Mér finnst mjög athyglisvert að sjá það að þetta sé bara tekið til 1973 því Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins var rekin til 1979. Hún var í aðeins annarri mynd ásamt annarri þjónustu sem þarna átti sér stað. Ég veit um manneskju sem var þarna 1978-1979 sem hlaut mikinn skaða af vegna vanrækslu. Að sjá að þessum parti sé ýtt út af borðinu finnst mér nánast eins og sé verið að friðþægja einhvern, eitthvað. Mér finnst mjög furðulegt að fara ekki alla leið með þetta,“ segir Steinar. Inda Björk Eyrbekk Alexandersdóttir var vistuð af og til á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins frá 3 mánaða til 2 ára aldurs á árunum 1976-1978. Hún furðar sig einnig á að rannsóknin nái ekki til alls tímans. „Þetta er eins og hætta í hálfleik.Það er bara verið að segja við okkur: Það var ekkert að ykkar aðbúnaði. Það er ekki rétt.Það eru til skýrslur um mig meðan ég var þarna þar sem kemur fram að ég var með gegndarlausar eyrnarbólgur því ég var vanrækt og ég sýndi ekki viðbrögð, ég næ engum þroska sem smábarn því það er engin örvun. Það þarf að rannsaka allan tímann. Fjölmörg börn liggi óbætt hjá garði Í sama streng tekur Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur sem hefur frá upphafi vakið athygli á aðbúnaði á Vöggustofunum ásamt öðrum. „Það vekur furðu að nefndin hafi miðað rannsókn sína við tímabilið 1949–1973. Árið 1973 var Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins breytt í upptökuheimili fyrir 23 börn, frá 3 mánaða til 12 ára aldurs. Á þessu upptökuheimili var eftir sem áður rekin vöggustofa sem sérstök deild til ársins 1979 er heimilið var lagt niður og sameinað rekstri Upptökuheimilisins við Dalbraut. Því hefði átt að miða rannsóknina við tímabilið 1949–1979. Vegna þessarar nálgunar liggja fjölmörg börn sem vistuð voru á vöggustofunni tímabilið 1973–1979 óbætt hjá garði,“ segir Árni en bætir við að hann sé ánægður með skýrsluna. Niðurstöður séu afdráttarlausari en hann þorði að vona. En hún er ekki fullkomin frekar en önnur mannanna verk. Sanngirnisbætur í vetur Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra býst við að ríkisstjórnin taki ákvörðun um sanngirnisbætur til handa þeim sem voru vistaðir á Vöggustofunum 1949-1973 í vetur. Ríkisstjórnarfundur í Ráðherrabústaðnum, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherraVísir/Vilhelm „Þessi skýrsla var að koma út og hún er auðvitað hryggileg. Forsætisráðherra mun leggja fram frumvarp um sanngirnisbætur fyrir þingið. Það fer til þingsins og stjórnarflokkanna og ég vænti þess að það komi niðurstöður í það mál á þessu þingi og þá munum við taka málið áfram. Það er mikilvægt að við gerum þetta upp og við lærum af málinu,“ segir Guðrún. Vöggustofur í Reykjavík Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir „Því miður entist þeim ekki aldur eins og fjölmörgum vöggustofubörnum“ Vöggustofubörn sættu illri meðferð að mati vöggustofunefndar. Þá virðast afdrif þeirra talsvert verri en annarra jafnaldra. Maður sem vistaður var á vöggustofu sem og einn þeirra fimmmenninga sem kallaði eftir því að starfsemin yrði rannsökuð segir niðurstöðuna áfellisdóm en henni fylgi þó líka mikill léttir. 5. október 2023 19:31 Vilja að öll sambærileg vistheimili sæti rannsókn Þrjár konur sem beittar voru ofbeldi á Varpholti á Laugalandi segja gríðarlega mikilvægt að sambærileg vistheimili frá sama tíma verði rannsökuð. Þær gagnrýndu skýrslu sem var unnin um málið í velferðarnefnd í morgun. 16. nóvember 2022 20:00 Yfirvöld þurfi að bregðast við svo þau verði ekki sanngirnisbótaskyld Talskonur Heimilis og skóla segja úrræðaleysi ríkja í málefnum barna sem verða fyrir ofbeldi í skólum. Varaformaðurinn vill fá opinbera stefnumótun í málaflokknum. Ella sé hætta á að það þurfi að greiða þolendum ofbeldis sanngirnisbætur í framtíðinni. 3. október 2022 19:46 Samþykktu að ráðast í úttekt á vöggustofum Borgarráð samþykkti í dag að setja á stofn þriggja manna sérfræðinganefnd til að ráðast í heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem reknar voru í Reykjavík á síðustu öld. 10. mars 2022 16:48 Glíma enn við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu á vöggustofu Systkini sem voru fóstruð á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins sem ungbörn segjast enn glíma við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu sem þau urðu fyrir þar. Þau segja nauðsynlegt að borgin rannsaki allan þann tíma sem stofnunin starfaði. Þau segja að systkini sín hafi þurft að þola mikið andlegt og líkamleg ofbeldi árum saman fósturheimili á Hjalteyri. Það hafi aldrei verið rannsakað. 9. júlí 2021 19:01 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Vöggustofunefnd skilaði í gær af sér kolsvartri skýrslu um illa meðferð á ungbörnum á Vöggustofunni á Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins frá 1949-1973. Nefndin kemst að því að skortur á samskiptum, örvun og hvatningu sem börnin urðu fyrir hafi verið til þess fallin að valda þeim líkamlegum og andlegum skaða. Slíkt teljist til vanrækslu og illrar meðferðar. Þá hafi börn sem þar dvöldu lifað skemur en jafnaldrar og verið líklegri til að fara á örorku. Alls voru 1083 börn vistuð á vöggustofunum 1949-1973 flest frá nokkrum mánuðum og upp í nokkur ár. Eftir 1973 starfaði stofnunin sem upptökuheimili barna tólf ára og yngri, til ársins 1979. Eins og blaut tuska í andlitið Vöggustofunefndin bendir á í skýrslu sinni að Reykjavíkurborg þurfi að taka afstöðu til þess hvort skoða eigi allan tímann sem Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins starfaði eða til ársins 1979. Þó nokkur þeirra sem voru vistuð á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins eftir 1973 hafa lýst yfir vonbrigðum með tímalengd rannsóknarinnar. „Það að rannsaka ekki allan tímann sem heimilið starfaði er eins og er eins og blaut tuska í andlitið. Það er mjög mikilvægt að allur þessi tími verði rannsakaður. Það er sterkur grunur minn að það hafi ekki allt verið með felldu. Fósturmóðir mín sagði mér t.d. að ég hefði aldrei grátið eftir að ég kom til hennar og fósturföðurs míns og ekki farið að ganga fyrr en ég var átján mánaða,“ segir Amalía Sörensdóttir sem var vistuð frá fæðingu og til níu mánaða á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins árið 1974. Steinar Immanuel Sörensson bróðir Amalíu tekur undir með henni en hann var í um tíu mánuði á stofnuninni frá eins og hálfs árs aldri til ríflega tveggja ára aldurs. „Mér finnst mjög athyglisvert að sjá það að þetta sé bara tekið til 1973 því Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins var rekin til 1979. Hún var í aðeins annarri mynd ásamt annarri þjónustu sem þarna átti sér stað. Ég veit um manneskju sem var þarna 1978-1979 sem hlaut mikinn skaða af vegna vanrækslu. Að sjá að þessum parti sé ýtt út af borðinu finnst mér nánast eins og sé verið að friðþægja einhvern, eitthvað. Mér finnst mjög furðulegt að fara ekki alla leið með þetta,“ segir Steinar. Inda Björk Eyrbekk Alexandersdóttir var vistuð af og til á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins frá 3 mánaða til 2 ára aldurs á árunum 1976-1978. Hún furðar sig einnig á að rannsóknin nái ekki til alls tímans. „Þetta er eins og hætta í hálfleik.Það er bara verið að segja við okkur: Það var ekkert að ykkar aðbúnaði. Það er ekki rétt.Það eru til skýrslur um mig meðan ég var þarna þar sem kemur fram að ég var með gegndarlausar eyrnarbólgur því ég var vanrækt og ég sýndi ekki viðbrögð, ég næ engum þroska sem smábarn því það er engin örvun. Það þarf að rannsaka allan tímann. Fjölmörg börn liggi óbætt hjá garði Í sama streng tekur Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur sem hefur frá upphafi vakið athygli á aðbúnaði á Vöggustofunum ásamt öðrum. „Það vekur furðu að nefndin hafi miðað rannsókn sína við tímabilið 1949–1973. Árið 1973 var Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins breytt í upptökuheimili fyrir 23 börn, frá 3 mánaða til 12 ára aldurs. Á þessu upptökuheimili var eftir sem áður rekin vöggustofa sem sérstök deild til ársins 1979 er heimilið var lagt niður og sameinað rekstri Upptökuheimilisins við Dalbraut. Því hefði átt að miða rannsóknina við tímabilið 1949–1979. Vegna þessarar nálgunar liggja fjölmörg börn sem vistuð voru á vöggustofunni tímabilið 1973–1979 óbætt hjá garði,“ segir Árni en bætir við að hann sé ánægður með skýrsluna. Niðurstöður séu afdráttarlausari en hann þorði að vona. En hún er ekki fullkomin frekar en önnur mannanna verk. Sanngirnisbætur í vetur Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra býst við að ríkisstjórnin taki ákvörðun um sanngirnisbætur til handa þeim sem voru vistaðir á Vöggustofunum 1949-1973 í vetur. Ríkisstjórnarfundur í Ráðherrabústaðnum, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherraVísir/Vilhelm „Þessi skýrsla var að koma út og hún er auðvitað hryggileg. Forsætisráðherra mun leggja fram frumvarp um sanngirnisbætur fyrir þingið. Það fer til þingsins og stjórnarflokkanna og ég vænti þess að það komi niðurstöður í það mál á þessu þingi og þá munum við taka málið áfram. Það er mikilvægt að við gerum þetta upp og við lærum af málinu,“ segir Guðrún.
Vöggustofur í Reykjavík Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir „Því miður entist þeim ekki aldur eins og fjölmörgum vöggustofubörnum“ Vöggustofubörn sættu illri meðferð að mati vöggustofunefndar. Þá virðast afdrif þeirra talsvert verri en annarra jafnaldra. Maður sem vistaður var á vöggustofu sem og einn þeirra fimmmenninga sem kallaði eftir því að starfsemin yrði rannsökuð segir niðurstöðuna áfellisdóm en henni fylgi þó líka mikill léttir. 5. október 2023 19:31 Vilja að öll sambærileg vistheimili sæti rannsókn Þrjár konur sem beittar voru ofbeldi á Varpholti á Laugalandi segja gríðarlega mikilvægt að sambærileg vistheimili frá sama tíma verði rannsökuð. Þær gagnrýndu skýrslu sem var unnin um málið í velferðarnefnd í morgun. 16. nóvember 2022 20:00 Yfirvöld þurfi að bregðast við svo þau verði ekki sanngirnisbótaskyld Talskonur Heimilis og skóla segja úrræðaleysi ríkja í málefnum barna sem verða fyrir ofbeldi í skólum. Varaformaðurinn vill fá opinbera stefnumótun í málaflokknum. Ella sé hætta á að það þurfi að greiða þolendum ofbeldis sanngirnisbætur í framtíðinni. 3. október 2022 19:46 Samþykktu að ráðast í úttekt á vöggustofum Borgarráð samþykkti í dag að setja á stofn þriggja manna sérfræðinganefnd til að ráðast í heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem reknar voru í Reykjavík á síðustu öld. 10. mars 2022 16:48 Glíma enn við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu á vöggustofu Systkini sem voru fóstruð á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins sem ungbörn segjast enn glíma við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu sem þau urðu fyrir þar. Þau segja nauðsynlegt að borgin rannsaki allan þann tíma sem stofnunin starfaði. Þau segja að systkini sín hafi þurft að þola mikið andlegt og líkamleg ofbeldi árum saman fósturheimili á Hjalteyri. Það hafi aldrei verið rannsakað. 9. júlí 2021 19:01 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Því miður entist þeim ekki aldur eins og fjölmörgum vöggustofubörnum“ Vöggustofubörn sættu illri meðferð að mati vöggustofunefndar. Þá virðast afdrif þeirra talsvert verri en annarra jafnaldra. Maður sem vistaður var á vöggustofu sem og einn þeirra fimmmenninga sem kallaði eftir því að starfsemin yrði rannsökuð segir niðurstöðuna áfellisdóm en henni fylgi þó líka mikill léttir. 5. október 2023 19:31
Vilja að öll sambærileg vistheimili sæti rannsókn Þrjár konur sem beittar voru ofbeldi á Varpholti á Laugalandi segja gríðarlega mikilvægt að sambærileg vistheimili frá sama tíma verði rannsökuð. Þær gagnrýndu skýrslu sem var unnin um málið í velferðarnefnd í morgun. 16. nóvember 2022 20:00
Yfirvöld þurfi að bregðast við svo þau verði ekki sanngirnisbótaskyld Talskonur Heimilis og skóla segja úrræðaleysi ríkja í málefnum barna sem verða fyrir ofbeldi í skólum. Varaformaðurinn vill fá opinbera stefnumótun í málaflokknum. Ella sé hætta á að það þurfi að greiða þolendum ofbeldis sanngirnisbætur í framtíðinni. 3. október 2022 19:46
Samþykktu að ráðast í úttekt á vöggustofum Borgarráð samþykkti í dag að setja á stofn þriggja manna sérfræðinganefnd til að ráðast í heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem reknar voru í Reykjavík á síðustu öld. 10. mars 2022 16:48
Glíma enn við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu á vöggustofu Systkini sem voru fóstruð á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins sem ungbörn segjast enn glíma við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu sem þau urðu fyrir þar. Þau segja nauðsynlegt að borgin rannsaki allan þann tíma sem stofnunin starfaði. Þau segja að systkini sín hafi þurft að þola mikið andlegt og líkamleg ofbeldi árum saman fósturheimili á Hjalteyri. Það hafi aldrei verið rannsakað. 9. júlí 2021 19:01
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent