Fyrsta skóflustungan tekin við Grensás Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2023 13:49 Mikil gleði var í loftinu þegar skóflustungan var tekin. Eva Björk Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala. Deildin er endurhæfingardeild Landspítala en þangað koma sjúklingar til endurhæfingar eftir að hafa lokið meðferð á öðrum deildum spítalans. Auk ráðherra tóku skóflustunguna Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala, Svava Magnúsdóttir fulltrúi Hollvina Grensásdeildar, Arnar Helgi Lárusson formaður SEM samtakanna svo og starfsmenn Grensásdeildar þær Guðbjörg Efemía Magnúsdóttir og Eiríksína Kr. Hafsteinsdóttir. „Ég er viss um að þessi langþráða viðbót við Grensásdeildina eigi eftir að reynast starfseminni vel. Í allri heildaruppbyggingu Landspítalans er nauðsynlegt að halda því til haga að það er verið að fjárfesta í steypu, veggjum og öðrum innviðum til þess eins að skapa góðar aðstæður fyrir fólkið innan veggjanna. Við erum því fyrst og fremst að fjárfesta í fólki og byggja undir áframhaldandi öfluga heilbrigðisþjónustu,“ segir Willum Þór. Forstjóri Landspítalans og heilbrigðisráðherra á leið til skóflustungu.Eva Björk Fyrsta verkefnið utan Hringbrautar Haft er eftir Gunnari Svavarssyni, framkvæmdastjóra Nýs Landspitala að verkefnið við Grensás sé eitt af fjölmörgum sem Nýr Landspítali ohf. sinni og það fyrsta sem félagið sinnir utan framkvæmdagirðingarinnar á Hringbraut. „Nú þegar hönnun er langt komin og jarðvinna er að hefjast þá tekst NLSH á við nýjar áskoranir að byggja í þegar byggðu hverfi. Umhverfis- og öryggismálin eru alltaf hjá félaginu í öndvegi og munu verða það í þessu verkefni líka. Markmiðið er að verklegar framkvæmdir séu unnar í sátt við allt og alla,“ segir Gunnar. Viðbyggingin verður 4.400 fermetrar að stærð. „Þörfin fyrir sérhæfða endurhæfingarþjónustu hefur aukist í takt við fjölgun íbúa. Það er öllum ljóst sem til þekkja að húsnæði Grensásdeildar, sem lítið hefur verið endurnýjað frá því deildin var opnuð fyrir 50 árum, mætir engan veginn kröfum samtímans,“ segir Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala. „Því er sérlega ánægjulegt að loks hilli undir að reist verði viðbygging sem mun valda straumhvörfum því hún verður sérsniðin fyrir nýtingu á nýjustu þekkingu og tækni á sviði sérhæfðs þjálfunarbúnaðar og hjálpartækja í endurhæfingarmeðferð en mikil framþróun á því sviði hefur átt sér stað á undanförnum árum. Það kostar mikla fjármuni að koma upp sérhæfðum þjálfunarbúnaði. Við á Landspítala erum því afar þakklát fyrir söfnunarátak Hollvina Grensáss og vonum að landsmenn sýni okkur stuðning.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Auk ráðherra tóku skóflustunguna Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala, Svava Magnúsdóttir fulltrúi Hollvina Grensásdeildar, Arnar Helgi Lárusson formaður SEM samtakanna svo og starfsmenn Grensásdeildar þær Guðbjörg Efemía Magnúsdóttir og Eiríksína Kr. Hafsteinsdóttir. „Ég er viss um að þessi langþráða viðbót við Grensásdeildina eigi eftir að reynast starfseminni vel. Í allri heildaruppbyggingu Landspítalans er nauðsynlegt að halda því til haga að það er verið að fjárfesta í steypu, veggjum og öðrum innviðum til þess eins að skapa góðar aðstæður fyrir fólkið innan veggjanna. Við erum því fyrst og fremst að fjárfesta í fólki og byggja undir áframhaldandi öfluga heilbrigðisþjónustu,“ segir Willum Þór. Forstjóri Landspítalans og heilbrigðisráðherra á leið til skóflustungu.Eva Björk Fyrsta verkefnið utan Hringbrautar Haft er eftir Gunnari Svavarssyni, framkvæmdastjóra Nýs Landspitala að verkefnið við Grensás sé eitt af fjölmörgum sem Nýr Landspítali ohf. sinni og það fyrsta sem félagið sinnir utan framkvæmdagirðingarinnar á Hringbraut. „Nú þegar hönnun er langt komin og jarðvinna er að hefjast þá tekst NLSH á við nýjar áskoranir að byggja í þegar byggðu hverfi. Umhverfis- og öryggismálin eru alltaf hjá félaginu í öndvegi og munu verða það í þessu verkefni líka. Markmiðið er að verklegar framkvæmdir séu unnar í sátt við allt og alla,“ segir Gunnar. Viðbyggingin verður 4.400 fermetrar að stærð. „Þörfin fyrir sérhæfða endurhæfingarþjónustu hefur aukist í takt við fjölgun íbúa. Það er öllum ljóst sem til þekkja að húsnæði Grensásdeildar, sem lítið hefur verið endurnýjað frá því deildin var opnuð fyrir 50 árum, mætir engan veginn kröfum samtímans,“ segir Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala. „Því er sérlega ánægjulegt að loks hilli undir að reist verði viðbygging sem mun valda straumhvörfum því hún verður sérsniðin fyrir nýtingu á nýjustu þekkingu og tækni á sviði sérhæfðs þjálfunarbúnaðar og hjálpartækja í endurhæfingarmeðferð en mikil framþróun á því sviði hefur átt sér stað á undanförnum árum. Það kostar mikla fjármuni að koma upp sérhæfðum þjálfunarbúnaði. Við á Landspítala erum því afar þakklát fyrir söfnunarátak Hollvina Grensáss og vonum að landsmenn sýni okkur stuðning.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira