Grét lengi eftir að hún komst að því að hugmyndin yrði að veruleika Jón Þór Stefánsson skrifar 2. október 2023 17:23 Birgitta Jeanne Sigurðardóttir og Finnbogi Darri Guðmundsson segist finna fyrir miklum stuðningi þar sem að Alexöndruróló hefur verið samþykktur. Vísir/Vilhelm Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir segist enn vera að jafna sig á fréttum þess efnis að Alexöndruróló, leikvöllur gerður í minningu dóttur hennar, verði að veruleika. Verkefnið var eitt af þeim sem var kosið um í Hverfið mitt, en 98 prósent þeirra sem kusu um það voru samþykkir verkefninu. „Við erum eiginlega bara búin að vera í spennufalli. Þegar ég fékk póst frá verkefnastjóra Hverfið mitt um að Alexöndruróló yrði framkvæmdur 2024 þá bara grét ég í nokkra klukkutíma. Okkur þykir svo ótrúlega vænt um þetta verkefni og það hefur verið ómetanlegt að finna stuðninginn frá fólki. Hjörtun okkar eru stútfull af þakklæti.“ segir Birgitta við Vísi. Dóttir hennar, Alexandra Eldey, lést úr bráðri heilahimnubólgu, í júní á síðasta ári, einungis tuttugu mánaða gömul. Faðir Alexöndru, Finnbogi Darri, alltaf kallaður Darri, segist upplifa mikinn stuðning. „Við fundum fyrir svo miklum stuðningi við hugmyndina úr öllum áttum. Fólk var að deila þessu út um allt á öllum samfélagsmiðlum, bæði vinir og vandamenn okkar, og fólk sem við þekkjum ekki,“ segir hann og Birgitta tekur í sama streng. „Við fengum miklu meiri stuðning við Alexöndruróló en við þorðum að vona og það er búið að vera mjög dýrmætt fyrir okkur.“ Líkt og áður segir hefur hugmyndin um Alexöndruróló nú verið samþykkt. En á meðan hún var í hugmyndasamkeppninni var erfitt að sjá hvernig henni gekk í samanburði við aðrar hugmyndir. „Okkur fannst erfitt að sjá ekki í rauntíma hvernig atkvæðin skiptust og reyndum þess vegna að vera bara temmilega vongóð. Við erum búin að upplifa ansi mikið mótlæti í lífinu svo að fá jákvæðar fréttir og þessa ósk uppfyllta var svo fjarlægur draumur sem við erum eiginlega ennþá að átta okkur á að sé að raungerast.“ segir Birgitta. Foreldrar Alexöndru segjast hlakka mikið til að sjá hugmyndina verða að veruleika. Þau munu fá að koma sínu á framfæri varðandi það hvernig leikvöllurinn verði útfærður. Svo hann geti verið í anda Alexöndru. „Mér finnst svo fallegt að þetta verði staður þar sem minning hennar lifir í gleði og gæðastundum.“ segir Birgitta. „Ég vona að hann muni standa um ókomna tíð og veita fullt af fjölskyldum margar gleðistundir.“ bætir Darri við. „Þónokkrir hafa nú þegar sagt okkur að þau hlakki mikið til að fara þangað með börnin sín og eiga þar góðar stundir. Það er það eina sem Alex vildi, að hafa gleði og gaman í lífinu.“ Reykjavík Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
„Við erum eiginlega bara búin að vera í spennufalli. Þegar ég fékk póst frá verkefnastjóra Hverfið mitt um að Alexöndruróló yrði framkvæmdur 2024 þá bara grét ég í nokkra klukkutíma. Okkur þykir svo ótrúlega vænt um þetta verkefni og það hefur verið ómetanlegt að finna stuðninginn frá fólki. Hjörtun okkar eru stútfull af þakklæti.“ segir Birgitta við Vísi. Dóttir hennar, Alexandra Eldey, lést úr bráðri heilahimnubólgu, í júní á síðasta ári, einungis tuttugu mánaða gömul. Faðir Alexöndru, Finnbogi Darri, alltaf kallaður Darri, segist upplifa mikinn stuðning. „Við fundum fyrir svo miklum stuðningi við hugmyndina úr öllum áttum. Fólk var að deila þessu út um allt á öllum samfélagsmiðlum, bæði vinir og vandamenn okkar, og fólk sem við þekkjum ekki,“ segir hann og Birgitta tekur í sama streng. „Við fengum miklu meiri stuðning við Alexöndruróló en við þorðum að vona og það er búið að vera mjög dýrmætt fyrir okkur.“ Líkt og áður segir hefur hugmyndin um Alexöndruróló nú verið samþykkt. En á meðan hún var í hugmyndasamkeppninni var erfitt að sjá hvernig henni gekk í samanburði við aðrar hugmyndir. „Okkur fannst erfitt að sjá ekki í rauntíma hvernig atkvæðin skiptust og reyndum þess vegna að vera bara temmilega vongóð. Við erum búin að upplifa ansi mikið mótlæti í lífinu svo að fá jákvæðar fréttir og þessa ósk uppfyllta var svo fjarlægur draumur sem við erum eiginlega ennþá að átta okkur á að sé að raungerast.“ segir Birgitta. Foreldrar Alexöndru segjast hlakka mikið til að sjá hugmyndina verða að veruleika. Þau munu fá að koma sínu á framfæri varðandi það hvernig leikvöllurinn verði útfærður. Svo hann geti verið í anda Alexöndru. „Mér finnst svo fallegt að þetta verði staður þar sem minning hennar lifir í gleði og gæðastundum.“ segir Birgitta. „Ég vona að hann muni standa um ókomna tíð og veita fullt af fjölskyldum margar gleðistundir.“ bætir Darri við. „Þónokkrir hafa nú þegar sagt okkur að þau hlakki mikið til að fara þangað með börnin sín og eiga þar góðar stundir. Það er það eina sem Alex vildi, að hafa gleði og gaman í lífinu.“
Reykjavík Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira