„Við borgum það ekki með glöðu geði, heldur með óbragð í munni“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. október 2023 19:16 Gunnar H. Jónasson starfar í Kjötborg. Vísir/Steingrímur Dúi Gjaldskyldutími í bílastæði miðsvæðis í Reykjavík lengdist í dag og borga þarf meira á ákveðnum stöðum. Verslunareigendur segja gjaldtökuna ósanngjarna og skref í ranga átt. Ný gjaldskrá bílastæða Reykjavíkurborgar tók gildi í dag. Í fyrsta sinn þarf að greiða í stæði á sunnudögum og til klukkan níu á kvöldin. Ekki eru allir sáttir við nýju gjaldskrána. Klippa: Ósáttir við hækkun Uppfærða gjaldskráin snýr að mestu leyti að gjaldsvæðum P1 og P2 sem sjá má hér á kortinu. Gjaldskyldutíminn þar hefur verið lengdur til klukkan níu á kvöldin og þá þarf að greiða í stæðin á sunnudögum. Einnig hækkar gjald á gjaldsvæði P1 í 600 krónur á tímann. Gjaldskylda á svæði P3 fellur niður á laugardögum en engar breytingar eru gerðar á svæði P4. Í fréttinni hér fyrir neðan má lesa nánar um breytingarnar. Skref í vitlausa átt Verslunin Kjötborg er staðsett á Ásvallagötu sem er á gjaldsvæði P2. hún rekin af bræðrunum Gunnari og Kristjáni Jónassonum. Þeir hafa lengi kvartað yfir því að þurfa að greiða í stæði við verslunina og er það nú enn dýrara fyrir þá að mæta í vinnuna. „Við erum mjög ósáttir við að hafa himinhá fasteignagjöld í rekstrinum og hafa ekki einu sinni bílastæði. Kristján er eigandi húsnæðisins og ég get fengið að leigja stæði af fólki sem vill ekki eiga bíl. En þá þarf ég að færa lögheimilið til þeirra,“ segir Gunnar. Verslunin Kjötborg er staðsett við Ásvallagötu.Vísir/Steingrímur Dúi Bræðurnir þurfa mikið að notast við bíla sína í vinnunni til að ná í vörur og annað. „Við reynum að borga til að sleppa við sektirnar. Við erum búnir að borga nokkrum sinnum sekt. Við borgum það ekki með glöðu geði, heldur með óbragð í munni,“ segir Gunnar. Vilja íbúakort Þeir vilja fá að leggja við verslunina án þess að þurfa að greiða fyrir það. „Okkur fyndist eðlilegt ef við fengjum þessi íbúakort eins og aðrir. Þó við værum ekki íbúar því maður má víst ekki búa á vinnustaðnum sínum. Okkur finnst það óeðlilegt,“ segir Gunnar. Reykjavík Bílastæði Verslun Borgarstjórn Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Ný gjaldskrá bílastæða Reykjavíkurborgar tók gildi í dag. Í fyrsta sinn þarf að greiða í stæði á sunnudögum og til klukkan níu á kvöldin. Ekki eru allir sáttir við nýju gjaldskrána. Klippa: Ósáttir við hækkun Uppfærða gjaldskráin snýr að mestu leyti að gjaldsvæðum P1 og P2 sem sjá má hér á kortinu. Gjaldskyldutíminn þar hefur verið lengdur til klukkan níu á kvöldin og þá þarf að greiða í stæðin á sunnudögum. Einnig hækkar gjald á gjaldsvæði P1 í 600 krónur á tímann. Gjaldskylda á svæði P3 fellur niður á laugardögum en engar breytingar eru gerðar á svæði P4. Í fréttinni hér fyrir neðan má lesa nánar um breytingarnar. Skref í vitlausa átt Verslunin Kjötborg er staðsett á Ásvallagötu sem er á gjaldsvæði P2. hún rekin af bræðrunum Gunnari og Kristjáni Jónassonum. Þeir hafa lengi kvartað yfir því að þurfa að greiða í stæði við verslunina og er það nú enn dýrara fyrir þá að mæta í vinnuna. „Við erum mjög ósáttir við að hafa himinhá fasteignagjöld í rekstrinum og hafa ekki einu sinni bílastæði. Kristján er eigandi húsnæðisins og ég get fengið að leigja stæði af fólki sem vill ekki eiga bíl. En þá þarf ég að færa lögheimilið til þeirra,“ segir Gunnar. Verslunin Kjötborg er staðsett við Ásvallagötu.Vísir/Steingrímur Dúi Bræðurnir þurfa mikið að notast við bíla sína í vinnunni til að ná í vörur og annað. „Við reynum að borga til að sleppa við sektirnar. Við erum búnir að borga nokkrum sinnum sekt. Við borgum það ekki með glöðu geði, heldur með óbragð í munni,“ segir Gunnar. Vilja íbúakort Þeir vilja fá að leggja við verslunina án þess að þurfa að greiða fyrir það. „Okkur fyndist eðlilegt ef við fengjum þessi íbúakort eins og aðrir. Þó við værum ekki íbúar því maður má víst ekki búa á vinnustaðnum sínum. Okkur finnst það óeðlilegt,“ segir Gunnar.
Reykjavík Bílastæði Verslun Borgarstjórn Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira