„Maður verður bara að halda áfram“ Árni Gísli Magnússon skrifar 29. september 2023 23:10 Dagur Árni átti frábæran leik í kvöld S2 Sport Dagur Árni Heimisson skoraði sex mörk fyrir KA sem vann dramatískan eins marks sigur á Stjörnunni í fjórðu umferð Olís-deildar karla á Akureyri í kvöld. Jafnt var með liðunum lengst af en KA var þó skrefi á undan meirihluta leiksins. Stjörnunni tókst að komast yfir þegar 7 mínútur lifðu leiks en Einar Rafn Eiðsson skoraði sigurmark KA þegar hálf mínúta var eftir og gestunum tókst ekki að nýta sína síðustu sókn. Fögnuður KA manna var hreint út sagt ærandi í klefanum í lok leiks og má ætla að það taki nokkuð á fyrir leikmann að taka slík fagnaðarlæti strax eftir leik. Fyrsta spurningin til Dags var því hvort hann væri þreyttari eftir leikinn eða þessi miklu fagnaðarlæti? „Eiginlega fögnuðinn aðeins meira sko. Það var sturlað gaman að spila þetta og maður fær bara gæsahúð eftir leik, sturlað.“ Tveir síðustu leikir KA hafa endað með jafntefli og því mikill léttir að ná sigri í dag þó það hefði ekki tæpara mátt standa „Loksins náðum við að klára leik, það var kominn tími til, vorum eiginlega klaufar á móti Fram að klára það ekki en svo heppnir á móti HK en gott að ná að klára þennan.“ KA var oft og tíðum einu til tveimur mörkum yfir í leiknum en náði aldrei að slíta Stjörnuna alveg frá sér ásamt því að gestirnir komust yfir seint í leiknum. „Þetta var bara smá erfitt. Hergeir (Grímsson) var mjög fínn og Doddi (Þórður Tandri Ágústsson) á línunni og Siggi (Sigurður Dan Óskarsson) að verja í markinu þannig annars bara góður leikur.“ Dagur Árni og Magnús Dagur Jónatansson eru báðir upprennandi efnilegir leikmenn og skiluðu saman ellefu mörkum í dag. Dagur segir þó eldri leikmennina einnig hafa staðið fyrir sínu í dag. „Fullt af eldri leikmönnum eins og Einar (Rafn Eiðsson) og Óli (Ólafur Gústafsson) hjálpa manni mjög. Við hittum á ágætan dag í dag og svo er bara að halda því áfram.“ Stemmingin í KA-heimilinu var rosalega góð og þá sérstaklega í lokin þegar allt var undir. Er þetta besta andrúmsloftið til að spila handbolta? „Þetta er sturlað sko. Þetta er það sem manni dreymir um þegar maður er í yngri flokkunum í KA að spila með þessum gæjum og þessu stuðningsfólki.“ „Byrjunin mjög fín en hefðum átt að klára leikinn á móti Fram, það situr alveg í manni en maður verður bara að halda áfram. Annars bara mjög fínt sko“, sagði Dagur að lokum aðspurður hvernig hann meti byrjunina á tímabilinu. Handbolti Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira
Jafnt var með liðunum lengst af en KA var þó skrefi á undan meirihluta leiksins. Stjörnunni tókst að komast yfir þegar 7 mínútur lifðu leiks en Einar Rafn Eiðsson skoraði sigurmark KA þegar hálf mínúta var eftir og gestunum tókst ekki að nýta sína síðustu sókn. Fögnuður KA manna var hreint út sagt ærandi í klefanum í lok leiks og má ætla að það taki nokkuð á fyrir leikmann að taka slík fagnaðarlæti strax eftir leik. Fyrsta spurningin til Dags var því hvort hann væri þreyttari eftir leikinn eða þessi miklu fagnaðarlæti? „Eiginlega fögnuðinn aðeins meira sko. Það var sturlað gaman að spila þetta og maður fær bara gæsahúð eftir leik, sturlað.“ Tveir síðustu leikir KA hafa endað með jafntefli og því mikill léttir að ná sigri í dag þó það hefði ekki tæpara mátt standa „Loksins náðum við að klára leik, það var kominn tími til, vorum eiginlega klaufar á móti Fram að klára það ekki en svo heppnir á móti HK en gott að ná að klára þennan.“ KA var oft og tíðum einu til tveimur mörkum yfir í leiknum en náði aldrei að slíta Stjörnuna alveg frá sér ásamt því að gestirnir komust yfir seint í leiknum. „Þetta var bara smá erfitt. Hergeir (Grímsson) var mjög fínn og Doddi (Þórður Tandri Ágústsson) á línunni og Siggi (Sigurður Dan Óskarsson) að verja í markinu þannig annars bara góður leikur.“ Dagur Árni og Magnús Dagur Jónatansson eru báðir upprennandi efnilegir leikmenn og skiluðu saman ellefu mörkum í dag. Dagur segir þó eldri leikmennina einnig hafa staðið fyrir sínu í dag. „Fullt af eldri leikmönnum eins og Einar (Rafn Eiðsson) og Óli (Ólafur Gústafsson) hjálpa manni mjög. Við hittum á ágætan dag í dag og svo er bara að halda því áfram.“ Stemmingin í KA-heimilinu var rosalega góð og þá sérstaklega í lokin þegar allt var undir. Er þetta besta andrúmsloftið til að spila handbolta? „Þetta er sturlað sko. Þetta er það sem manni dreymir um þegar maður er í yngri flokkunum í KA að spila með þessum gæjum og þessu stuðningsfólki.“ „Byrjunin mjög fín en hefðum átt að klára leikinn á móti Fram, það situr alveg í manni en maður verður bara að halda áfram. Annars bara mjög fínt sko“, sagði Dagur að lokum aðspurður hvernig hann meti byrjunina á tímabilinu.
Handbolti Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira