„Maður verður bara að halda áfram“ Árni Gísli Magnússon skrifar 29. september 2023 23:10 Dagur Árni átti frábæran leik í kvöld S2 Sport Dagur Árni Heimisson skoraði sex mörk fyrir KA sem vann dramatískan eins marks sigur á Stjörnunni í fjórðu umferð Olís-deildar karla á Akureyri í kvöld. Jafnt var með liðunum lengst af en KA var þó skrefi á undan meirihluta leiksins. Stjörnunni tókst að komast yfir þegar 7 mínútur lifðu leiks en Einar Rafn Eiðsson skoraði sigurmark KA þegar hálf mínúta var eftir og gestunum tókst ekki að nýta sína síðustu sókn. Fögnuður KA manna var hreint út sagt ærandi í klefanum í lok leiks og má ætla að það taki nokkuð á fyrir leikmann að taka slík fagnaðarlæti strax eftir leik. Fyrsta spurningin til Dags var því hvort hann væri þreyttari eftir leikinn eða þessi miklu fagnaðarlæti? „Eiginlega fögnuðinn aðeins meira sko. Það var sturlað gaman að spila þetta og maður fær bara gæsahúð eftir leik, sturlað.“ Tveir síðustu leikir KA hafa endað með jafntefli og því mikill léttir að ná sigri í dag þó það hefði ekki tæpara mátt standa „Loksins náðum við að klára leik, það var kominn tími til, vorum eiginlega klaufar á móti Fram að klára það ekki en svo heppnir á móti HK en gott að ná að klára þennan.“ KA var oft og tíðum einu til tveimur mörkum yfir í leiknum en náði aldrei að slíta Stjörnuna alveg frá sér ásamt því að gestirnir komust yfir seint í leiknum. „Þetta var bara smá erfitt. Hergeir (Grímsson) var mjög fínn og Doddi (Þórður Tandri Ágústsson) á línunni og Siggi (Sigurður Dan Óskarsson) að verja í markinu þannig annars bara góður leikur.“ Dagur Árni og Magnús Dagur Jónatansson eru báðir upprennandi efnilegir leikmenn og skiluðu saman ellefu mörkum í dag. Dagur segir þó eldri leikmennina einnig hafa staðið fyrir sínu í dag. „Fullt af eldri leikmönnum eins og Einar (Rafn Eiðsson) og Óli (Ólafur Gústafsson) hjálpa manni mjög. Við hittum á ágætan dag í dag og svo er bara að halda því áfram.“ Stemmingin í KA-heimilinu var rosalega góð og þá sérstaklega í lokin þegar allt var undir. Er þetta besta andrúmsloftið til að spila handbolta? „Þetta er sturlað sko. Þetta er það sem manni dreymir um þegar maður er í yngri flokkunum í KA að spila með þessum gæjum og þessu stuðningsfólki.“ „Byrjunin mjög fín en hefðum átt að klára leikinn á móti Fram, það situr alveg í manni en maður verður bara að halda áfram. Annars bara mjög fínt sko“, sagði Dagur að lokum aðspurður hvernig hann meti byrjunina á tímabilinu. Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Sjá meira
Jafnt var með liðunum lengst af en KA var þó skrefi á undan meirihluta leiksins. Stjörnunni tókst að komast yfir þegar 7 mínútur lifðu leiks en Einar Rafn Eiðsson skoraði sigurmark KA þegar hálf mínúta var eftir og gestunum tókst ekki að nýta sína síðustu sókn. Fögnuður KA manna var hreint út sagt ærandi í klefanum í lok leiks og má ætla að það taki nokkuð á fyrir leikmann að taka slík fagnaðarlæti strax eftir leik. Fyrsta spurningin til Dags var því hvort hann væri þreyttari eftir leikinn eða þessi miklu fagnaðarlæti? „Eiginlega fögnuðinn aðeins meira sko. Það var sturlað gaman að spila þetta og maður fær bara gæsahúð eftir leik, sturlað.“ Tveir síðustu leikir KA hafa endað með jafntefli og því mikill léttir að ná sigri í dag þó það hefði ekki tæpara mátt standa „Loksins náðum við að klára leik, það var kominn tími til, vorum eiginlega klaufar á móti Fram að klára það ekki en svo heppnir á móti HK en gott að ná að klára þennan.“ KA var oft og tíðum einu til tveimur mörkum yfir í leiknum en náði aldrei að slíta Stjörnuna alveg frá sér ásamt því að gestirnir komust yfir seint í leiknum. „Þetta var bara smá erfitt. Hergeir (Grímsson) var mjög fínn og Doddi (Þórður Tandri Ágústsson) á línunni og Siggi (Sigurður Dan Óskarsson) að verja í markinu þannig annars bara góður leikur.“ Dagur Árni og Magnús Dagur Jónatansson eru báðir upprennandi efnilegir leikmenn og skiluðu saman ellefu mörkum í dag. Dagur segir þó eldri leikmennina einnig hafa staðið fyrir sínu í dag. „Fullt af eldri leikmönnum eins og Einar (Rafn Eiðsson) og Óli (Ólafur Gústafsson) hjálpa manni mjög. Við hittum á ágætan dag í dag og svo er bara að halda því áfram.“ Stemmingin í KA-heimilinu var rosalega góð og þá sérstaklega í lokin þegar allt var undir. Er þetta besta andrúmsloftið til að spila handbolta? „Þetta er sturlað sko. Þetta er það sem manni dreymir um þegar maður er í yngri flokkunum í KA að spila með þessum gæjum og þessu stuðningsfólki.“ „Byrjunin mjög fín en hefðum átt að klára leikinn á móti Fram, það situr alveg í manni en maður verður bara að halda áfram. Annars bara mjög fínt sko“, sagði Dagur að lokum aðspurður hvernig hann meti byrjunina á tímabilinu.
Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Sjá meira