Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með tæplega tuttugu prósent og Viðreisn í kringum tólf - en hefur flokkurinn ekki mælst stærri í nokkurn tíma.
Fylgi Samfylkingar dregst saman niður í rúm tuttugu og fjögur prósent og Píratar fara niður í tæp ellefu prósent.
Framsókn stendur í stað með níu prósent en fylgi Vinstri Grænna og Flokks fólksins er hnífjafnt í sex og hálfri prósentu. Þá mælist Miðflokkurinn með sjö prósent og Sósíalistar með um fimm.

Í niðurstöðum úr könnun Maskínu kemur einnig fram að fylgi ríkisstjórnaflokka væri 34,9 prósent en fylgi stjórnarandstöðuflokka næmi 65,1 prósenti.