Elvar Örn átti góðan leik eins og svo oft áður í haust, endaði næst markahæstur með sex mörk og lang stoðsendingahæstur með sex slíkar. Elvar Örn er markahæsti maður liðsins heilt yfir í upphafi tímabils, kominn með 36 mörk í sex leikjum, en talnaglöggir lesendur sjá í hendi sér að það gera sex mörk að meðaltali í leik.
Þá skoraði Arnar Freyr Arnarsson eitt mark fyrir Melsungen og krækti sér í tvær brottvísanir að auki.
Melsungen fara vel af stað þetta tímabilið en liðið endaði í 9. sæti í fyrra. Liðið situr á toppi deildarinnar án taps eftir sjö leiki en Fuchse Berlín er einnig taplaust og geta jafnað Melsungen að stigum á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti ThSV Eisenach.