Talinn hafa fellt sögufrægt tré við Hadríanusarmúrinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. september 2023 23:43 Lögregla skoðar hér aðstæður á vettvangi. Owen Humphreys/PA via AP Sextán ára drengur í norðurhluta Englands hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa fellt eitt ástsælasta tré Englands. Um er að ræða garðahlyn sem stóð við Hadríanusarmúrinn í Northumberland. Tréð var fellt í skjóli nætur, og telur lögregla að um viljaverk hafi verið að ræða. Breska ríkisútvarpið greinir frá málinu, og segir drenginn samvinnufúsan við lögreglu. Mikill missir Tréð sem um ræðir er um 200 ára gamalt og var sem áður sagði eitt ástsælasta tré Englendinga. Það stóð við Hadríanusarmúrinn í Northumbria, en múrinn var byggður af Rómverjum fyrir um 1.900 árum síðan, á tímum Hadríanusar keisara. Trénu hefur meðal annars brugðið fyrir í kvikmyndinni Robin Hood: Prince of Thieves frá árinu 1991, þar sem Kevin Costner fór með titilhlutverk alþýðuhetjunnar Hróa Hattar. Þá var tréð valið tré ársins í samkeppni samtakanna Woodland Trust árið 2016. Þá hefur tréð verið vinsælt viðfangsefni atvinnu- og áhugaljósmyndara sem dvalið hafa í norðurhluta Englands. Samfélagið í áfalli Sky-fréttastofan hefur eftir sérfræðingum að ólíklegt sé að hægt sé að halda lífi í trénu. „Þegar þú ert með þetta gamalt tré og skurðurinn er svona stór, þá mun sjokkið sennilega drepa það sem eftir er af trénu,“ er haft eftir John Parker, framkvæmdastjóra trjáræktarsamtaka í Englandi. Samfélagið í grennd við tréð er þá sagt í áfalli. National Trust, góðgerðarsamtökin sem eiga landið sem tréð stóð á, segja í yfirlýsingu að um sé að ræða sorgarfréttir. „Tréð hefur verið mikilvægur hluti af landslaginu í nær 200 ár og hefur mikla þýðingu, bæði fyrir íbúa og þá sem hafa heimsótt svæðið.“ England Bretland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Um er að ræða garðahlyn sem stóð við Hadríanusarmúrinn í Northumberland. Tréð var fellt í skjóli nætur, og telur lögregla að um viljaverk hafi verið að ræða. Breska ríkisútvarpið greinir frá málinu, og segir drenginn samvinnufúsan við lögreglu. Mikill missir Tréð sem um ræðir er um 200 ára gamalt og var sem áður sagði eitt ástsælasta tré Englendinga. Það stóð við Hadríanusarmúrinn í Northumbria, en múrinn var byggður af Rómverjum fyrir um 1.900 árum síðan, á tímum Hadríanusar keisara. Trénu hefur meðal annars brugðið fyrir í kvikmyndinni Robin Hood: Prince of Thieves frá árinu 1991, þar sem Kevin Costner fór með titilhlutverk alþýðuhetjunnar Hróa Hattar. Þá var tréð valið tré ársins í samkeppni samtakanna Woodland Trust árið 2016. Þá hefur tréð verið vinsælt viðfangsefni atvinnu- og áhugaljósmyndara sem dvalið hafa í norðurhluta Englands. Samfélagið í áfalli Sky-fréttastofan hefur eftir sérfræðingum að ólíklegt sé að hægt sé að halda lífi í trénu. „Þegar þú ert með þetta gamalt tré og skurðurinn er svona stór, þá mun sjokkið sennilega drepa það sem eftir er af trénu,“ er haft eftir John Parker, framkvæmdastjóra trjáræktarsamtaka í Englandi. Samfélagið í grennd við tréð er þá sagt í áfalli. National Trust, góðgerðarsamtökin sem eiga landið sem tréð stóð á, segja í yfirlýsingu að um sé að ræða sorgarfréttir. „Tréð hefur verið mikilvægur hluti af landslaginu í nær 200 ár og hefur mikla þýðingu, bæði fyrir íbúa og þá sem hafa heimsótt svæðið.“
England Bretland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira