Hvalreki eða Maybe Mútur? Pétur Heimisson skrifar 28. september 2023 11:02 Meðal frægustu hvala sögunnar er Moby Dick í samnefndri skáldsögu frá miðri 19. öld. Sagan hefur staðist tímans tönn og ku hafa opnað á fjölbreytilegar túlkanir í takt við tíðaranda hverju sinni. Það þakka sumir tvíræðninni sem einkennir lýsingu höfundarins, Herman Melville, á hvalnum. Hverfum nú frá þessum fræga hval og snúum okkur að nýlegum gjafagjörningi í Seyðisfjarðarhöfn. (Hag)sælla að gefa en þiggja Olíuleki úr stríðsskipinu El Grilló á botni Seyðisfjarðar hefur lengi verið ógn við lífríkið. Öll viljum við að draga megi úr og helst koma í veg fyrir þessa vá. Í þeim efnum er kannski sama hvaðan gott kemur eða hvað? Nýverið aðstoðaði Fiskeldi Austfjarða sveitarfélagið Múlaþing við þetta mikilvæga verk og var „gjöf“ fyrirtækisins metin á 6-8 milljónir króna. Án efa var það vel meint af hálfu bæði fyrirtækisins og Múlaþings, en er það nóg og er með því öll sagan sögð? Gildir það hugsanlega hér að æ sé gjöf til gjalda og að viðskipti án aura kalli á að eitthvað verði kaup kaups? Slíkra spurninga og fleiri er eðlilegt að spyrja og beinlínis skylt að spyrja hvort slíkur gjörningur samræmist þeim siða- og verklagsreglum sem starfsmönnum er annast innkaup fyrir sveitarfélög er ætlað að vinna eftir. Séu slíkar reglur ekki til, er þá ekki eðlileg krafa að setja þær? Í þessu samhengi má vísa í að í Viðmiðum um góða starfshætti fyrir starfsmenn sem annast opinber innkaup kemur meðal annars fram að „ Innkaupastarfsmenn skulu tryggja að þeir standi ekki í þakkarskuld eða séu að einhverju leyti háðir fyrirtækjum sem hlut eiga að máli...“ (2014, II. Sérstakar reglur fyrir innkaupastarfsmenn). Með vísan í þetta hlýtur almenningur að eiga geta gert þá kröfu á stjórnarhætti hins opinbera að það standi ekki í óljósri skuld við fjársterka hagsmunaaðila. Milljónaspurning úr sal Andstaða Seyðfirðinga við laxeldi í firðinum er löngu kunn. Eftir óralanga bið héldu forsvarsmenn áformaðs sjókvíaeldis íbúafund á Seyðisfirði í mars 2021. Einn fundargesta spurði hver væri munurinn á samfélagslegum styrkjum fyrirtækis og mútum? Svörin voru lítil og loðin. Mér fannst andstaða við eldið aukast eftir fundinn, en veit ei hvað meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings fannst. Þau sem hann skipa ákváðu að kanna betur hug íbúanna. Svörin voru skýr, 75% Seyðfirðinga reyndust andvígir eldinu. Þrátt fyrir þá afgerandi andstöðu tekur meirihlutinn á engan hátt undir ákall íbúanna. Að þessu sögðu og með tvíræðni sögunnar um Moby Dick í huga er rökrétt að spyrja, líkt og viðmælandi minn ónefndur gerði nýverið, hvor nafngiftin hæfði áðurnefndum gjafagjörningi betur, Hvalreki eða Maybe Mútur? Höfundur er íbúi í Múlaþingi og situr í umhverfis og framkvæmdaráði fyrir VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Sjókvíaeldi Fiskeldi Múlaþing Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Meðal frægustu hvala sögunnar er Moby Dick í samnefndri skáldsögu frá miðri 19. öld. Sagan hefur staðist tímans tönn og ku hafa opnað á fjölbreytilegar túlkanir í takt við tíðaranda hverju sinni. Það þakka sumir tvíræðninni sem einkennir lýsingu höfundarins, Herman Melville, á hvalnum. Hverfum nú frá þessum fræga hval og snúum okkur að nýlegum gjafagjörningi í Seyðisfjarðarhöfn. (Hag)sælla að gefa en þiggja Olíuleki úr stríðsskipinu El Grilló á botni Seyðisfjarðar hefur lengi verið ógn við lífríkið. Öll viljum við að draga megi úr og helst koma í veg fyrir þessa vá. Í þeim efnum er kannski sama hvaðan gott kemur eða hvað? Nýverið aðstoðaði Fiskeldi Austfjarða sveitarfélagið Múlaþing við þetta mikilvæga verk og var „gjöf“ fyrirtækisins metin á 6-8 milljónir króna. Án efa var það vel meint af hálfu bæði fyrirtækisins og Múlaþings, en er það nóg og er með því öll sagan sögð? Gildir það hugsanlega hér að æ sé gjöf til gjalda og að viðskipti án aura kalli á að eitthvað verði kaup kaups? Slíkra spurninga og fleiri er eðlilegt að spyrja og beinlínis skylt að spyrja hvort slíkur gjörningur samræmist þeim siða- og verklagsreglum sem starfsmönnum er annast innkaup fyrir sveitarfélög er ætlað að vinna eftir. Séu slíkar reglur ekki til, er þá ekki eðlileg krafa að setja þær? Í þessu samhengi má vísa í að í Viðmiðum um góða starfshætti fyrir starfsmenn sem annast opinber innkaup kemur meðal annars fram að „ Innkaupastarfsmenn skulu tryggja að þeir standi ekki í þakkarskuld eða séu að einhverju leyti háðir fyrirtækjum sem hlut eiga að máli...“ (2014, II. Sérstakar reglur fyrir innkaupastarfsmenn). Með vísan í þetta hlýtur almenningur að eiga geta gert þá kröfu á stjórnarhætti hins opinbera að það standi ekki í óljósri skuld við fjársterka hagsmunaaðila. Milljónaspurning úr sal Andstaða Seyðfirðinga við laxeldi í firðinum er löngu kunn. Eftir óralanga bið héldu forsvarsmenn áformaðs sjókvíaeldis íbúafund á Seyðisfirði í mars 2021. Einn fundargesta spurði hver væri munurinn á samfélagslegum styrkjum fyrirtækis og mútum? Svörin voru lítil og loðin. Mér fannst andstaða við eldið aukast eftir fundinn, en veit ei hvað meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings fannst. Þau sem hann skipa ákváðu að kanna betur hug íbúanna. Svörin voru skýr, 75% Seyðfirðinga reyndust andvígir eldinu. Þrátt fyrir þá afgerandi andstöðu tekur meirihlutinn á engan hátt undir ákall íbúanna. Að þessu sögðu og með tvíræðni sögunnar um Moby Dick í huga er rökrétt að spyrja, líkt og viðmælandi minn ónefndur gerði nýverið, hvor nafngiftin hæfði áðurnefndum gjafagjörningi betur, Hvalreki eða Maybe Mútur? Höfundur er íbúi í Múlaþingi og situr í umhverfis og framkvæmdaráði fyrir VG.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun