Grannt fylgst með Slóvakíu og upplýsingaóreiðu Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2023 08:34 Formenn stjórnmálaflokka í Slóvakíu í kappræðum í síðustu viku. EPA/JAKUB GAVLAK Ráðamenn Evrópusambandsins samþykktu í síðasta mánuði ný lög sem sporna eiga gegn upplýsingaóreiðu á samfélagsmiðlum. Nú reynir almennilega á lögin í fyrsta sinn vegna kosninganna í Slóvakíu en forsvarsmönnum samfélagsmiðla hefur verið sagt að taka betur á upplýsingaóreiðu þar. Lögin kallast á ensku „Digital Services Act“ og er þeim ætlað að þvinga samfélagsmiðlafyrirtæki til að grípa til aðgerða gegn upplýsingaóreiðu, sem fyrirtækin hafa lengi verið sökum um að dreifa og gera lygar vinsælar með algóriþmum sínum. DSA nær yfir nítján samfélagsmiðla og vefsvæði. Þar á við samfélagsmiðla Meta, X og TikTok, leitarvél Google, Wikipedia og verslunarsíður eins og Alibaba, Aliexpress og Amazon. Google Maps er einnig á lista ESB, samkvæmt frétt DW frá því í síðasta mánuði, þegar lögin tóku gildi. Lögin eiga að tryggja að forsvarsmenn þessara fyrirtækja beiti sér gegn upplýsingaóreiðu og lygum á samfélagsmiðlum og vefsvæðum. Þeim er einnig ætlað að auka gagnsæi varðandi auglýsingar. Brjóti fyrirtækin reglurnar geta þau verið sektuð um allt sex prósent af veltu sinni á heimsvísu. Séu brotin ítrekuð gæti þeim verið bannað að starfa í Evrópu. Þó lögin eigi einungis við innan Evrópusambandsins vonast stuðningsmenn þeirra og sérfræðingar til þess að þau hafi áhrif út á við og leiði til breytinga í Bandaríkjunum og víðar. Nú reiðir almennilega á lögin í fyrsta sinn, þegar kemur að kosningum í Slóvakíu en það eru fyrstu kosningarnar innan ESB frá því lögin tóku gildi. Eins og fram kemur í frétt New York Times er mikið um upplýsingaóreiðu í kringum þær kosningar en embættismenn í ESB og víðar óttast að þessi óreiða, sem á að miklu leyti rætur í Rússlandi og öðrum alræðisríkjum, grafi undan lýðræðislegum gildum í Evrópu. Meðal þeirra lyga sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Slóvakíu í aðdraganda kosninganna eru færslur um að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hafi keypt sér hús í Egyptalandi í nafni móður sinnar og að þingframbjóðandi hafi dáið vegna bóluefnis gegn Covid. Leiðtogi eins fjar-hægri flokks í Slóvakíu birti einnig mynd á Facebook sem sýndi flóttafólk en búið var að breyta henni svo einn maður á myndinni hélt á sveðju. Í næsta mánuði verða svo kosningar í Lúxemborg og Póllandi og svo verða kosningar til Evrópuþingsins á næsta ári. Embættismenn í ESB segja Rússa og aðra hafa staðið í miklum áróðursherferðum í tengslum við þessar kosningar. Umdeildur maður líklegur til sigurs Kannanir gefa til kynna að popúlistaflokkurinn SMER gæti borið sigur úr býtum í þingkosningunum. Flokkurinn er leiddur af Robert Fico en hann hefur lýst yfir aðdáun á Viktor Orbán, leiðtoga Ungverjalands. Fico var eitt sinn kommúnisti og er fyrrverandi forsætisráðherra en hann sagði af sér árið 2018 eftir að rannsóknarblaðamaður og unnusta hans voru myrt. Í frétt Guardian segir að Fico hafi verið ákærður í fyrra fyrir að stofna glæpasamtök en ákæran hafi verið látin falla niður af ríkissaksóknara landsins, sem þykir hliðhollur Rússlandi. Robert Fico á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum fyrr í mánuðinum.AP/Petr David Josek Hann hefur gengið hart fram gegn andstæðingum sínum og hefur einnig haldið því fram að svindlað gæti verið á honum í kosningunum. Fico hefur þar að auki haldið því fram að stuðningur við Úkraínu gegn innrás Rússa eigi ekki rétt á sér og gert málefni hinsegin fólks að bitbeini í kosningunum, ásamt fjar-hægri flokkum sem hann þykir líklegur til að starfa með eftir kosningarnar. Sögðu forsvarsmönnum samfélagsmiðla að gera betur Reikningi Lubos Blaha, sem er einn af frambjóðendum SMER, á Facebook var lokað vegna rangfærlsna um Covid. hann er þó áfram virkur á Telegram og færslum hans þar er dreift á Facebooksíðu Smer. Talsmenn Meta segja það ekki brjóta gegn reglum fyrirtækisins. Politico sagði frá því í vikunni að ráðamenn innan ESB hefðu sagt forsvarsmönnum Alphabet, Meta og TikTok að taka betur á upplýsingaóreiðu frá Rússlandi. Annars ættu fyrirtækin von á sektum á grunni DSA. Þetta var gert á fundum í Bratislava með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og embættismönnum í Slóvakíu. Miðillinn segir áróðri frá Rússum dreift á samfélagsmiðlum í Slóvakíu og er vísað til nýlegrar skýrslu sem gerð var af hópi á vegum framkvæmdastjórnar ESB. Thierry Breton, sem heldur utan um DSA, sagði Politico að heillindi kosninga væru í forgangi hjá honum. Farið yrði yfir hvernig lögin virkuðu varðandi Slóvakíku og kannað hvort þau virkuðu sem skyldi eða hvort herða þyrfti þau. Slóvakía Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Samfélagsmiðlar Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Lögin kallast á ensku „Digital Services Act“ og er þeim ætlað að þvinga samfélagsmiðlafyrirtæki til að grípa til aðgerða gegn upplýsingaóreiðu, sem fyrirtækin hafa lengi verið sökum um að dreifa og gera lygar vinsælar með algóriþmum sínum. DSA nær yfir nítján samfélagsmiðla og vefsvæði. Þar á við samfélagsmiðla Meta, X og TikTok, leitarvél Google, Wikipedia og verslunarsíður eins og Alibaba, Aliexpress og Amazon. Google Maps er einnig á lista ESB, samkvæmt frétt DW frá því í síðasta mánuði, þegar lögin tóku gildi. Lögin eiga að tryggja að forsvarsmenn þessara fyrirtækja beiti sér gegn upplýsingaóreiðu og lygum á samfélagsmiðlum og vefsvæðum. Þeim er einnig ætlað að auka gagnsæi varðandi auglýsingar. Brjóti fyrirtækin reglurnar geta þau verið sektuð um allt sex prósent af veltu sinni á heimsvísu. Séu brotin ítrekuð gæti þeim verið bannað að starfa í Evrópu. Þó lögin eigi einungis við innan Evrópusambandsins vonast stuðningsmenn þeirra og sérfræðingar til þess að þau hafi áhrif út á við og leiði til breytinga í Bandaríkjunum og víðar. Nú reiðir almennilega á lögin í fyrsta sinn, þegar kemur að kosningum í Slóvakíu en það eru fyrstu kosningarnar innan ESB frá því lögin tóku gildi. Eins og fram kemur í frétt New York Times er mikið um upplýsingaóreiðu í kringum þær kosningar en embættismenn í ESB og víðar óttast að þessi óreiða, sem á að miklu leyti rætur í Rússlandi og öðrum alræðisríkjum, grafi undan lýðræðislegum gildum í Evrópu. Meðal þeirra lyga sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Slóvakíu í aðdraganda kosninganna eru færslur um að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hafi keypt sér hús í Egyptalandi í nafni móður sinnar og að þingframbjóðandi hafi dáið vegna bóluefnis gegn Covid. Leiðtogi eins fjar-hægri flokks í Slóvakíu birti einnig mynd á Facebook sem sýndi flóttafólk en búið var að breyta henni svo einn maður á myndinni hélt á sveðju. Í næsta mánuði verða svo kosningar í Lúxemborg og Póllandi og svo verða kosningar til Evrópuþingsins á næsta ári. Embættismenn í ESB segja Rússa og aðra hafa staðið í miklum áróðursherferðum í tengslum við þessar kosningar. Umdeildur maður líklegur til sigurs Kannanir gefa til kynna að popúlistaflokkurinn SMER gæti borið sigur úr býtum í þingkosningunum. Flokkurinn er leiddur af Robert Fico en hann hefur lýst yfir aðdáun á Viktor Orbán, leiðtoga Ungverjalands. Fico var eitt sinn kommúnisti og er fyrrverandi forsætisráðherra en hann sagði af sér árið 2018 eftir að rannsóknarblaðamaður og unnusta hans voru myrt. Í frétt Guardian segir að Fico hafi verið ákærður í fyrra fyrir að stofna glæpasamtök en ákæran hafi verið látin falla niður af ríkissaksóknara landsins, sem þykir hliðhollur Rússlandi. Robert Fico á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum fyrr í mánuðinum.AP/Petr David Josek Hann hefur gengið hart fram gegn andstæðingum sínum og hefur einnig haldið því fram að svindlað gæti verið á honum í kosningunum. Fico hefur þar að auki haldið því fram að stuðningur við Úkraínu gegn innrás Rússa eigi ekki rétt á sér og gert málefni hinsegin fólks að bitbeini í kosningunum, ásamt fjar-hægri flokkum sem hann þykir líklegur til að starfa með eftir kosningarnar. Sögðu forsvarsmönnum samfélagsmiðla að gera betur Reikningi Lubos Blaha, sem er einn af frambjóðendum SMER, á Facebook var lokað vegna rangfærlsna um Covid. hann er þó áfram virkur á Telegram og færslum hans þar er dreift á Facebooksíðu Smer. Talsmenn Meta segja það ekki brjóta gegn reglum fyrirtækisins. Politico sagði frá því í vikunni að ráðamenn innan ESB hefðu sagt forsvarsmönnum Alphabet, Meta og TikTok að taka betur á upplýsingaóreiðu frá Rússlandi. Annars ættu fyrirtækin von á sektum á grunni DSA. Þetta var gert á fundum í Bratislava með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og embættismönnum í Slóvakíu. Miðillinn segir áróðri frá Rússum dreift á samfélagsmiðlum í Slóvakíu og er vísað til nýlegrar skýrslu sem gerð var af hópi á vegum framkvæmdastjórnar ESB. Thierry Breton, sem heldur utan um DSA, sagði Politico að heillindi kosninga væru í forgangi hjá honum. Farið yrði yfir hvernig lögin virkuðu varðandi Slóvakíku og kannað hvort þau virkuðu sem skyldi eða hvort herða þyrfti þau.
Slóvakía Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Samfélagsmiðlar Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira