Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 5,3 prósent Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2023 06:42 Ef fer sem horfir verða íbúar landsins orðnir 400.000 fyrir árslok. Vísir/Vilhelm Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fækkaði í júlí frá júní, úr 709 í 615. Það sem af er ári hafa 614 samningar verið gerðir í hverjum mánuði, samanborið við 825 samninga á mánuði að meðaltali fyrstu sjö mánuði ársins í fyrra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Íbúðaverð hefur haldist stöðugt að nafnvirði en vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7 prósent í ágúst. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um tvö prósent á síðustu tólf mánuðum og raunverð því lækkað um 5,3 prósent. Í nágrannarsveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins lækkaði verðið um 1,4 prósent á milli mánaða og annars staðar á landinu um eitt prósent. Raunverð íbúða hefur lækkað um 5,8 prósent í nágrenni höfuðborgarsvæðisins á síðustu tólf mánuðum en hækkað um 0,2 prósent annars staðar á landinu. „Í ágúst komu 240 nýbyggðar íbúðir inn á markað á landinu öllu, samanborið við 398 íbúðir sem komu inn á markað í júlímánuði sem gerir 39,7% fækkun milli mánaða. Samtals hafa 2.276 nýbyggðar íbúðir komið inn á markað til þessa á árinu,“ segir í samantekt. Tæplega 3.200 íbúðir eru nú til sölu á landinu, þar af 1.907 á höfuðborgarsvæðinu. 622 þeirra eru nýjar. „Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er 691 íbúð til sölu, þar af eru 239 nýjar eða um 35% allra íbúða til sölu. Annars staðar á landinu eru 568 íbúðir til sölu þar af 73 nýjar eða um 13% allra íbúða til sölu.“ Í skýrslunni er einnig fjallað stuttlega um mannfjöldaþróun en þar segir meðal annars að ef sama þróun haldist áfram og verið hefur muni landsmenn telja 400.000 í árslok. Fjölgunin muni kalla á fleiri íbúðir. „Í fyrra komu tæplega 3000 nýbyggðar íbúðir inn á markað á sama tíma og fjölgun landsmanna nam 11.510 einstaklingum. Fjölskyldustærð á Íslandi fyrir síðasta áratug er 2,53 íbúar á hverja íbúð að meðaltali en þó ber að nefna að fjölskyldustærð er örlítið breytileg eftir svæðum og byggðarlögum. Miðað við þetta meðaltal hefðu rúmlega 4.500 nýjar íbúðir þurft að koma inn á markað í fyrra til að mæta fjölgun mannfjöldans,“ segir í skýrslunni. Húsnæðismál Neytendur Fasteignamarkaður Reykjavík Seltjarnarnes Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Íbúðaverð hefur haldist stöðugt að nafnvirði en vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7 prósent í ágúst. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um tvö prósent á síðustu tólf mánuðum og raunverð því lækkað um 5,3 prósent. Í nágrannarsveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins lækkaði verðið um 1,4 prósent á milli mánaða og annars staðar á landinu um eitt prósent. Raunverð íbúða hefur lækkað um 5,8 prósent í nágrenni höfuðborgarsvæðisins á síðustu tólf mánuðum en hækkað um 0,2 prósent annars staðar á landinu. „Í ágúst komu 240 nýbyggðar íbúðir inn á markað á landinu öllu, samanborið við 398 íbúðir sem komu inn á markað í júlímánuði sem gerir 39,7% fækkun milli mánaða. Samtals hafa 2.276 nýbyggðar íbúðir komið inn á markað til þessa á árinu,“ segir í samantekt. Tæplega 3.200 íbúðir eru nú til sölu á landinu, þar af 1.907 á höfuðborgarsvæðinu. 622 þeirra eru nýjar. „Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er 691 íbúð til sölu, þar af eru 239 nýjar eða um 35% allra íbúða til sölu. Annars staðar á landinu eru 568 íbúðir til sölu þar af 73 nýjar eða um 13% allra íbúða til sölu.“ Í skýrslunni er einnig fjallað stuttlega um mannfjöldaþróun en þar segir meðal annars að ef sama þróun haldist áfram og verið hefur muni landsmenn telja 400.000 í árslok. Fjölgunin muni kalla á fleiri íbúðir. „Í fyrra komu tæplega 3000 nýbyggðar íbúðir inn á markað á sama tíma og fjölgun landsmanna nam 11.510 einstaklingum. Fjölskyldustærð á Íslandi fyrir síðasta áratug er 2,53 íbúar á hverja íbúð að meðaltali en þó ber að nefna að fjölskyldustærð er örlítið breytileg eftir svæðum og byggðarlögum. Miðað við þetta meðaltal hefðu rúmlega 4.500 nýjar íbúðir þurft að koma inn á markað í fyrra til að mæta fjölgun mannfjöldans,“ segir í skýrslunni.
Húsnæðismál Neytendur Fasteignamarkaður Reykjavík Seltjarnarnes Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira