„Þessi óvissa er algjör martröð“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. september 2023 14:21 Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára,sem hvarf í Dóminíska Lýðveldinu fyrir tæpum tveimur vikum. Systir hans segir vonina um góðar fréttir minnka með hverjum degi. Sölvi Rúnar Pétursson, æskuvinur Magnúsar heldur nú að mestu leyti utan um samskipti við lögreglu og hefur yfirsýn yfir leitina. Hann segir ekkert nýtt haldbært að frétta. „Lögreglan er komin með bankagögnin og eitthvað af farsímagögnum,“ segir Sölvi. Það er bara verið að vinna í þessu en við fáum kannski ekki að vita allt sem er í gangi á bak við tjöldin. Þau séu með tengilið hjá lögreglunni sem haldi þeim upplýstum um stöðuna, en enn sem komið er sé óvissan algjör. Aðspurður um hvort standi til að fjölskyldumeðlimir fari út til Dómíníska Lýðveldisins segir Sölvi að það sé í skoðun. „ Þetta er erfitt land og erfitt kerfi, ef einhver færi út þyrfti að hafa einhvern local og spænskumælandi með sér. Við höfum ekkert í höndunum. Eins og staðan er núna sitjum við bara við símann.“ Missti af flugi og hvarf í kjölfarið Magnús fór til Dómíníska Lýðveldisins eftir að hafa verið á ferðalagi á Spáni. Lítið er vitað um tilgang ferðarinnar en þó komst fjölskyldan að því að hann hafi farið í spilavíti og verið að skemmta sér. Hann missti af flugi sem hann átti bókað til Frankfurt þann 10. september, yfirgaf flugvöllinn og síðan þá er ekkert vitað um ferðir hans. Engin hefur náð sambandi við símann hans og engar hreyfingar verið á samfélagsmiðlum hans eða bankareikningi. Greint hefur verið frá því að Magnús hafi glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum sem fjölskyldan óttast að gætu hafa tekið sig upp aftur. Vonin minnkar eftir því sem tíminn líður Rannveig Karlsdóttir, systir Magnúsar segir í samtali við fréttastofu að eftir því sem tíminn líði minnki vonin um góðar fréttir. „Hausinn á manni fer yfir allar mögulegar útkomur. En þessi óvissa er algjör martröð.“ Hún segist gera sér grein fyrir því að mögulega eigi þau eftir að fá slæmar upplýsingar en þau verði að fá einhver svör til að geta haldið áfram þaðan. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Hafi fólk upplýsingar um ferðir Magnúsar er þeim bent á að hafa samband við annað hvort lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur hans, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313. Leitin að Magnúsi Kristni Lögreglumál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21 Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Sölvi Rúnar Pétursson, æskuvinur Magnúsar heldur nú að mestu leyti utan um samskipti við lögreglu og hefur yfirsýn yfir leitina. Hann segir ekkert nýtt haldbært að frétta. „Lögreglan er komin með bankagögnin og eitthvað af farsímagögnum,“ segir Sölvi. Það er bara verið að vinna í þessu en við fáum kannski ekki að vita allt sem er í gangi á bak við tjöldin. Þau séu með tengilið hjá lögreglunni sem haldi þeim upplýstum um stöðuna, en enn sem komið er sé óvissan algjör. Aðspurður um hvort standi til að fjölskyldumeðlimir fari út til Dómíníska Lýðveldisins segir Sölvi að það sé í skoðun. „ Þetta er erfitt land og erfitt kerfi, ef einhver færi út þyrfti að hafa einhvern local og spænskumælandi með sér. Við höfum ekkert í höndunum. Eins og staðan er núna sitjum við bara við símann.“ Missti af flugi og hvarf í kjölfarið Magnús fór til Dómíníska Lýðveldisins eftir að hafa verið á ferðalagi á Spáni. Lítið er vitað um tilgang ferðarinnar en þó komst fjölskyldan að því að hann hafi farið í spilavíti og verið að skemmta sér. Hann missti af flugi sem hann átti bókað til Frankfurt þann 10. september, yfirgaf flugvöllinn og síðan þá er ekkert vitað um ferðir hans. Engin hefur náð sambandi við símann hans og engar hreyfingar verið á samfélagsmiðlum hans eða bankareikningi. Greint hefur verið frá því að Magnús hafi glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum sem fjölskyldan óttast að gætu hafa tekið sig upp aftur. Vonin minnkar eftir því sem tíminn líður Rannveig Karlsdóttir, systir Magnúsar segir í samtali við fréttastofu að eftir því sem tíminn líði minnki vonin um góðar fréttir. „Hausinn á manni fer yfir allar mögulegar útkomur. En þessi óvissa er algjör martröð.“ Hún segist gera sér grein fyrir því að mögulega eigi þau eftir að fá slæmar upplýsingar en þau verði að fá einhver svör til að geta haldið áfram þaðan. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Hafi fólk upplýsingar um ferðir Magnúsar er þeim bent á að hafa samband við annað hvort lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur hans, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313.
Leitin að Magnúsi Kristni Lögreglumál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21 Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31
Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21
Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14