Krónan á Granda opnuð á ný í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2023 12:36 Alexander Kolesnyk, verslunarstjóri Krónunnar á Granda og Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar í hinni endurbættu verslun. Krónan opnar dyrnar á ný á Granda klukkan 15 í dag eftir fjögurra vikna framkvæmdir. Tveir veitingastaðir munu bjóða upp á rétti sína í versluninni til viðbótar við þrjá sem þar eru þegar til staðar. Forsvarsmenn verslunarinnar segjast gríðarlega ánægð með breytingarnar. „Krónan á Granda opnaði fyrir 16 árum síðan og er ein af okkar stærstu verslunum. Við erum svo heppin að eiga frábæran kjarnahóp af viðskiptavinum á Grandanum sem mörg hver hafa fylgt okkur alveg frá upphafi. Með þessum viðamiklu breytingum lögðum við sérstaka áherslu á að gefa ferskleikanum enn meira rými með stórri og glæsilegri ávaxta- og grænmetisdeild,“ er haft eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar í tilkynningu. „Sem endranær vildum við tryggja gott aðgengi og jákvæða upplifun viðskiptavina með breiðum göngum, þægilegri lýsingu og góðu flæði í gegnum verslunina. Einnig höfum við svarað ákalli viðskiptavina um meira úrval af tilbúnum réttum en nú geta þeir meðal annars nælt sér í rétti frá Tokyo Sushi, WokOn og Rotissiere. Tveir staðir munu síðan bætast við flóruna síðar á þessu ári sem verður spennandi að segja frá þegar nær dregur.“ Fjórðu afgreiðslulausn Krónunnar gefið aukið rými „Við erum gríðarlega ánægð með endurbæturnar á versluninni og hlökkum til að hitta viðskiptavini okkar á ný. Við vonum að Krónuvinir taki vel í nýtt og ferskara útlit þar sem markmiðið er ávallt að auðvelda þeim lífið og að það sé gott að versla í Krónunni,“ segir Alexander Kolesnyk, verslunarstjóri Krónunnar á Granda. Einnig er fjórðu afgreiðslulausn Krónunnar gefið aukið rými á Grandanum en þar er nú að finna afhendingarstöð Snjallverslunar þar sem viðskiptavinir geta verslað vörur á heimasíðu eða í appi Krónunnar og sótt pöntunina í verslun. Þá eru umhverfisvænar lausnir í fyrirrúmi með innleiðingu á nýjum tækjabúnaði innan verslunar en Krónan vinnur meðal annars gagngert að því að uppfæra öll kælikerfi verslana sinna úr freoni í CO2. Í tilefni opnunarinnar mun Krónan vera með tilboð á völdum vörum, dagana 21. til 24. september í verslun Krónunnar á Granda. Auk þess munu viðskiptavinir sem notast við Skannað og skundað í appi Krónunnar, fá 5 prósent afslátt af öllum vörum alla opnunarhelgina. Reykjavík Verslun Matvöruverslun Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
„Krónan á Granda opnaði fyrir 16 árum síðan og er ein af okkar stærstu verslunum. Við erum svo heppin að eiga frábæran kjarnahóp af viðskiptavinum á Grandanum sem mörg hver hafa fylgt okkur alveg frá upphafi. Með þessum viðamiklu breytingum lögðum við sérstaka áherslu á að gefa ferskleikanum enn meira rými með stórri og glæsilegri ávaxta- og grænmetisdeild,“ er haft eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar í tilkynningu. „Sem endranær vildum við tryggja gott aðgengi og jákvæða upplifun viðskiptavina með breiðum göngum, þægilegri lýsingu og góðu flæði í gegnum verslunina. Einnig höfum við svarað ákalli viðskiptavina um meira úrval af tilbúnum réttum en nú geta þeir meðal annars nælt sér í rétti frá Tokyo Sushi, WokOn og Rotissiere. Tveir staðir munu síðan bætast við flóruna síðar á þessu ári sem verður spennandi að segja frá þegar nær dregur.“ Fjórðu afgreiðslulausn Krónunnar gefið aukið rými „Við erum gríðarlega ánægð með endurbæturnar á versluninni og hlökkum til að hitta viðskiptavini okkar á ný. Við vonum að Krónuvinir taki vel í nýtt og ferskara útlit þar sem markmiðið er ávallt að auðvelda þeim lífið og að það sé gott að versla í Krónunni,“ segir Alexander Kolesnyk, verslunarstjóri Krónunnar á Granda. Einnig er fjórðu afgreiðslulausn Krónunnar gefið aukið rými á Grandanum en þar er nú að finna afhendingarstöð Snjallverslunar þar sem viðskiptavinir geta verslað vörur á heimasíðu eða í appi Krónunnar og sótt pöntunina í verslun. Þá eru umhverfisvænar lausnir í fyrirrúmi með innleiðingu á nýjum tækjabúnaði innan verslunar en Krónan vinnur meðal annars gagngert að því að uppfæra öll kælikerfi verslana sinna úr freoni í CO2. Í tilefni opnunarinnar mun Krónan vera með tilboð á völdum vörum, dagana 21. til 24. september í verslun Krónunnar á Granda. Auk þess munu viðskiptavinir sem notast við Skannað og skundað í appi Krónunnar, fá 5 prósent afslátt af öllum vörum alla opnunarhelgina.
Reykjavík Verslun Matvöruverslun Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira