Skipstjórar þurfa ekki að gefa upp staðsetningu frekar en þeir vilja Árni Sæberg skrifar 20. september 2023 07:46 Hvalur 8 og 9 í Reykjavíkurhöfn. Vísir/Vilhelm Skipstjórar Hvals hf. hafa ekki haft kveikt á sjálfvirku auðkenniskerfi hvalveiðiskipanna tveggja á yfirstandandi vertíð, sem hefur sætt nokkurri gagnrýni. Reglugerð kveður á um að skipstjórum sé í sjálfsvald sett hvort þeir noti búnaðinn. Í svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Vísis um það hvort Hval hf. sé heimilt að gefa ekki upp staðsetningu á skipum sínum, Hval 8 og 9, segir að í reglugerð um Vaktstöð Siglinga og eftirlit með umferð skipa segi að í undantekningartilvikum megi slökkva á sjálfvirku auðkenniskerfi skips ef skipstjóri telji það nauðsynlegt í þágu öryggis eða verndar skipsins. Forsvarsmenn Hvals hf. hafi haft samband við Landhelgisgæslu Íslands og tjáð stofnuninni að Hvalur 8 og Hvalur 9 myndu nýta sér umrædda heimild. Landhelgisgæslan hafi gert þá kröfu að skipin sendu stjórnstöð Landhelgisgæslunnar skeyti í gegnum gervihnött á klukkustundar fresti til þess að Landhelgisgæslan væri meðvituð um staðsetningu skipanna. Eins og ákvæðið er orðað sé það skipstjóra að meta hvort nauðsynlegt sé að beita því. Aðeins einu sinni nýtt áður Í svarinu segir að ákvæðinu hafi aðeins einu sinni verið beitt. Þá hafi nýsmíðað skip verið að koma til landsins og þurft að sigla í gegnum hættulegt svæði á leið sinni til landsins og skiptstjóri þess hafi nýtt sér undanþáguna. Þá segir að ákvörðun Hvals hafi ekki áhrif á öryggi annarra skipa. „Sjálfvirkur staðsetningarbúnaður er ekki eina tækið til að tryggja öryggi á sjó. Einnig er gerð krafa um mannaða brú og siglingaljós svo eitthvað sé nefnt. Auk þess sem ratsjá skipa kemur að góðum notum.“ Loks segir að það sé ekki hlutverk Landhelgisgæslunnar að framkvæma mat á því hvort nauðsynlegt sé að nýta undanþáguna til þess að tryggja öryggi skipa og það ítrekað að stofnunin veiti ekki undanþágu á umræddu atriði heldur sé það skipstjóri umræddra skipa sem tekur ákvörðun um að nýta sér undanþáguákvæðið sem sett er í reglugerðinni. Hvalveiðar Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Sjá meira
Í svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Vísis um það hvort Hval hf. sé heimilt að gefa ekki upp staðsetningu á skipum sínum, Hval 8 og 9, segir að í reglugerð um Vaktstöð Siglinga og eftirlit með umferð skipa segi að í undantekningartilvikum megi slökkva á sjálfvirku auðkenniskerfi skips ef skipstjóri telji það nauðsynlegt í þágu öryggis eða verndar skipsins. Forsvarsmenn Hvals hf. hafi haft samband við Landhelgisgæslu Íslands og tjáð stofnuninni að Hvalur 8 og Hvalur 9 myndu nýta sér umrædda heimild. Landhelgisgæslan hafi gert þá kröfu að skipin sendu stjórnstöð Landhelgisgæslunnar skeyti í gegnum gervihnött á klukkustundar fresti til þess að Landhelgisgæslan væri meðvituð um staðsetningu skipanna. Eins og ákvæðið er orðað sé það skipstjóra að meta hvort nauðsynlegt sé að beita því. Aðeins einu sinni nýtt áður Í svarinu segir að ákvæðinu hafi aðeins einu sinni verið beitt. Þá hafi nýsmíðað skip verið að koma til landsins og þurft að sigla í gegnum hættulegt svæði á leið sinni til landsins og skiptstjóri þess hafi nýtt sér undanþáguna. Þá segir að ákvörðun Hvals hafi ekki áhrif á öryggi annarra skipa. „Sjálfvirkur staðsetningarbúnaður er ekki eina tækið til að tryggja öryggi á sjó. Einnig er gerð krafa um mannaða brú og siglingaljós svo eitthvað sé nefnt. Auk þess sem ratsjá skipa kemur að góðum notum.“ Loks segir að það sé ekki hlutverk Landhelgisgæslunnar að framkvæma mat á því hvort nauðsynlegt sé að nýta undanþáguna til þess að tryggja öryggi skipa og það ítrekað að stofnunin veiti ekki undanþágu á umræddu atriði heldur sé það skipstjóri umræddra skipa sem tekur ákvörðun um að nýta sér undanþáguákvæðið sem sett er í reglugerðinni.
Hvalveiðar Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Sjá meira