Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var um þriggja bíla árekstur að ræða. Til að mynda þurfti dælubíll slökkviliðsins ekki að aðhafast.
Minni háttar slys urðu á fólki, en einn var fluttur á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu þurfti sá sem var fluttur einungis að fara í skoðun.
Þrátt fyrir þetta olli slysið mikilli umferðarteppu.